Landlægt útgöngubann í Síerra Leóne Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2023 14:01 Julius Maada Bio, forseti Síerra Leóne, segir öryggi hafa verið tryggt. Fregnir hafa borist af mögulegri valdaránstilraun í morgun. EPA/IBRAHIM BARRIE Forseti Síerra Leóne lýsti í morgun yfir landlægu útgöngubanni eftir að þungvopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í höfuðborginni Freetown og frelsuðu þar fanga. Skömmu áður höfðu vopnaðir menn ráðist á herstöð í borginni, sem er skammt frá forsetahöllinni, og reynt að brjótast inn, eða brotist inn, í vopnabúr herstöðvarinnar. Íbúum landsins hefur verið ráðlagt að halda sig heima og eina alþjóðaflugvelli Síerra Leóne hefur verið lokað. Fregnir hafa borist af mögulegri valdaránstilraun en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum, enn sem komið er. Frá árinu 2020 hafa átta valdarán verið framin af hermönnum í ríkjum Vestur-Afríku. BBC hefur eftir Julius Maada Bio, forseta, að ástandið sé rólegt en verið sé að leita allra árásarmannanna. Fréttamaður BBC í Freetown segir þó að enn ríki óreiða í Freetown. Hann keyrði til að mynda fram hjá hermönnum á lögreglubíl sem þeir höfðu tekið og framhjá hópi manna sem sungu um að þeir ætluðu að „hreinsa“ Síerra Leóne. Óljóst er hve mörgum var sleppt úr fangelsi en yfirvöld í Bandaríkjunum áætluðu árið 2019 að minnst tvö þúsund manns sætu þar inni. Skothríð heyrðist víða Reuters segir skothríð hafa heyrst í nokkrum hverfum Freetown í morgun í kjölfar árásarinnar á herstöðina. Fréttaveitan hefur eftir David Taluva, innanríkisráðherra, að árásarmennirnir hafi verið reknir á brott frá herstöðinni en á undanhaldi hafi þeir lagt hald á vopn lögregluþjóna. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að Síerra Leóne hafi gengið gegnum töluverðan pólitískan óstöðugleika að undanförnu, í kjölfar kosninga sem haldnar voru í júní. Bio vann kosningarnar með rétt rúm 55 prósent atkvæða, sem er það sem þarf til að sleppa við aðra umferð. *BREAKING: Footage continues to show Other Prisoners Set Free From Pademba Road Prison Sierra Leone Correctional center pic.twitter.com/JtDjFL2UNP— Zagazola (@ZagazOlaMakama) November 26, 2023 Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og skort á gagnsæi, auk þess þeir segja ofbeldi og ógnunum hafa verið beitt. Meðlimir stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, APC, hafa neitað að viðurkenna úrslit kosninganna en forsvarsmenn flokksins og ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir samkomulag í október, sem Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja komu að. Það fól í sér að APC hætti að sniðganga ríkisstjórnina og tæki þátt í ríkisrekstrinum í skiptum fyrir að yfirvöld hættu að höfða mál gegn og fangelsa meðlimi APC í málum sem forsvarsmenn flokksins sögðu pólitísks eðlis. Síerra Leóne Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Íbúum landsins hefur verið ráðlagt að halda sig heima og eina alþjóðaflugvelli Síerra Leóne hefur verið lokað. Fregnir hafa borist af mögulegri valdaránstilraun en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum, enn sem komið er. Frá árinu 2020 hafa átta valdarán verið framin af hermönnum í ríkjum Vestur-Afríku. BBC hefur eftir Julius Maada Bio, forseta, að ástandið sé rólegt en verið sé að leita allra árásarmannanna. Fréttamaður BBC í Freetown segir þó að enn ríki óreiða í Freetown. Hann keyrði til að mynda fram hjá hermönnum á lögreglubíl sem þeir höfðu tekið og framhjá hópi manna sem sungu um að þeir ætluðu að „hreinsa“ Síerra Leóne. Óljóst er hve mörgum var sleppt úr fangelsi en yfirvöld í Bandaríkjunum áætluðu árið 2019 að minnst tvö þúsund manns sætu þar inni. Skothríð heyrðist víða Reuters segir skothríð hafa heyrst í nokkrum hverfum Freetown í morgun í kjölfar árásarinnar á herstöðina. Fréttaveitan hefur eftir David Taluva, innanríkisráðherra, að árásarmennirnir hafi verið reknir á brott frá herstöðinni en á undanhaldi hafi þeir lagt hald á vopn lögregluþjóna. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að Síerra Leóne hafi gengið gegnum töluverðan pólitískan óstöðugleika að undanförnu, í kjölfar kosninga sem haldnar voru í júní. Bio vann kosningarnar með rétt rúm 55 prósent atkvæða, sem er það sem þarf til að sleppa við aðra umferð. *BREAKING: Footage continues to show Other Prisoners Set Free From Pademba Road Prison Sierra Leone Correctional center pic.twitter.com/JtDjFL2UNP— Zagazola (@ZagazOlaMakama) November 26, 2023 Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og skort á gagnsæi, auk þess þeir segja ofbeldi og ógnunum hafa verið beitt. Meðlimir stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, APC, hafa neitað að viðurkenna úrslit kosninganna en forsvarsmenn flokksins og ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir samkomulag í október, sem Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja komu að. Það fól í sér að APC hætti að sniðganga ríkisstjórnina og tæki þátt í ríkisrekstrinum í skiptum fyrir að yfirvöld hættu að höfða mál gegn og fangelsa meðlimi APC í málum sem forsvarsmenn flokksins sögðu pólitísks eðlis.
Síerra Leóne Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira