Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2023 13:42 Hannes (t.h.) með Rúslan Stefantsjúk, forseta úkraínska þjóðþingsins. Aðsend Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. Rússar gerðu í gærmorgun eina umfangsmestu drónaárás sem þeir hafa gert á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, frá því stríðið hófst. Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu var í borginni í gær, til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um Holodomor hópmorð Rússa á Úkraínumönnum þar sem um fjórar milljónir týndu lífi, nú þegar 90 ár eru liðin frá lokum þeirra. „Tímasetningin var nú engin tilviljun,“ segir Hannes Heimisson, sendiherra. Hann var staddur um 100 kílómetra vestur af Kænugarði þegar fréttastofa ræddi við hann, á leið sinni til Varsjár. Hannes er sendiherra í Póllandi en sendiskrifstofa hans hefur fyrirsvar vegna Búlgaríu, Rúmeníu og Úkraínu einnig á hendi. Flestir drónanna skotnir niður Enginn lést í árásum Rússa á Kænugarð í gær, en töluvert eignatjón varð. „Það kvikna oft eldar þegar þessir drónar lenda og stundum verður tjón. Margir þeirra eru skotnir niður. Úkraínumönnum tekst nú yfirleitt að skjóta niður þorra þessara dróna.“ Hannes segir eðlilega óþægilegt að vakna upp við sprengjudrunur. Hann þurfti þó ekki að færa sig um set vegna árásarinnar, ólíkt kollegum sínum. „Loftvarnarflauturnar byrjuðu að hringja tiltölulega snemma. Þannig að þeir komust ekkert upp á hótelherbergi og urðu að eyða nóttinni í loftvarnarbyrgi,“ segir Hannes. Þjóðin einhuga Á minningarathöfninni í gær, sem var haldin í þinghúsinu, ræddi Hannes meðal annars við Rúslan Stefantsjúk, forseta úkraínska þjóðþingsins. „Þjóðin stendur einhuga bak við sína pólitísku forystu og leitar allra leiða til sigurs í þessu stríði og til að reka Rússana aftur yfir landamærin heim til sín.“ Undanfarna mánuði hafa Rússar sparað sjálfsprengidróna sína og eldflaugar en Úkraínumenn óttast nú að umfangsmiklar árásir verði gerðar á orkuinnviði landsins í vetur, líkt og síðasta vetur. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. 24. nóvember 2023 12:56 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Rússar gerðu í gærmorgun eina umfangsmestu drónaárás sem þeir hafa gert á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, frá því stríðið hófst. Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu var í borginni í gær, til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um Holodomor hópmorð Rússa á Úkraínumönnum þar sem um fjórar milljónir týndu lífi, nú þegar 90 ár eru liðin frá lokum þeirra. „Tímasetningin var nú engin tilviljun,“ segir Hannes Heimisson, sendiherra. Hann var staddur um 100 kílómetra vestur af Kænugarði þegar fréttastofa ræddi við hann, á leið sinni til Varsjár. Hannes er sendiherra í Póllandi en sendiskrifstofa hans hefur fyrirsvar vegna Búlgaríu, Rúmeníu og Úkraínu einnig á hendi. Flestir drónanna skotnir niður Enginn lést í árásum Rússa á Kænugarð í gær, en töluvert eignatjón varð. „Það kvikna oft eldar þegar þessir drónar lenda og stundum verður tjón. Margir þeirra eru skotnir niður. Úkraínumönnum tekst nú yfirleitt að skjóta niður þorra þessara dróna.“ Hannes segir eðlilega óþægilegt að vakna upp við sprengjudrunur. Hann þurfti þó ekki að færa sig um set vegna árásarinnar, ólíkt kollegum sínum. „Loftvarnarflauturnar byrjuðu að hringja tiltölulega snemma. Þannig að þeir komust ekkert upp á hótelherbergi og urðu að eyða nóttinni í loftvarnarbyrgi,“ segir Hannes. Þjóðin einhuga Á minningarathöfninni í gær, sem var haldin í þinghúsinu, ræddi Hannes meðal annars við Rúslan Stefantsjúk, forseta úkraínska þjóðþingsins. „Þjóðin stendur einhuga bak við sína pólitísku forystu og leitar allra leiða til sigurs í þessu stríði og til að reka Rússana aftur yfir landamærin heim til sín.“ Undanfarna mánuði hafa Rússar sparað sjálfsprengidróna sína og eldflaugar en Úkraínumenn óttast nú að umfangsmiklar árásir verði gerðar á orkuinnviði landsins í vetur, líkt og síðasta vetur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. 24. nóvember 2023 12:56 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20
Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01
Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01
Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. 24. nóvember 2023 12:56