Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2023 13:42 Hannes (t.h.) með Rúslan Stefantsjúk, forseta úkraínska þjóðþingsins. Aðsend Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. Rússar gerðu í gærmorgun eina umfangsmestu drónaárás sem þeir hafa gert á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, frá því stríðið hófst. Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu var í borginni í gær, til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um Holodomor hópmorð Rússa á Úkraínumönnum þar sem um fjórar milljónir týndu lífi, nú þegar 90 ár eru liðin frá lokum þeirra. „Tímasetningin var nú engin tilviljun,“ segir Hannes Heimisson, sendiherra. Hann var staddur um 100 kílómetra vestur af Kænugarði þegar fréttastofa ræddi við hann, á leið sinni til Varsjár. Hannes er sendiherra í Póllandi en sendiskrifstofa hans hefur fyrirsvar vegna Búlgaríu, Rúmeníu og Úkraínu einnig á hendi. Flestir drónanna skotnir niður Enginn lést í árásum Rússa á Kænugarð í gær, en töluvert eignatjón varð. „Það kvikna oft eldar þegar þessir drónar lenda og stundum verður tjón. Margir þeirra eru skotnir niður. Úkraínumönnum tekst nú yfirleitt að skjóta niður þorra þessara dróna.“ Hannes segir eðlilega óþægilegt að vakna upp við sprengjudrunur. Hann þurfti þó ekki að færa sig um set vegna árásarinnar, ólíkt kollegum sínum. „Loftvarnarflauturnar byrjuðu að hringja tiltölulega snemma. Þannig að þeir komust ekkert upp á hótelherbergi og urðu að eyða nóttinni í loftvarnarbyrgi,“ segir Hannes. Þjóðin einhuga Á minningarathöfninni í gær, sem var haldin í þinghúsinu, ræddi Hannes meðal annars við Rúslan Stefantsjúk, forseta úkraínska þjóðþingsins. „Þjóðin stendur einhuga bak við sína pólitísku forystu og leitar allra leiða til sigurs í þessu stríði og til að reka Rússana aftur yfir landamærin heim til sín.“ Undanfarna mánuði hafa Rússar sparað sjálfsprengidróna sína og eldflaugar en Úkraínumenn óttast nú að umfangsmiklar árásir verði gerðar á orkuinnviði landsins í vetur, líkt og síðasta vetur. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. 24. nóvember 2023 12:56 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Rússar gerðu í gærmorgun eina umfangsmestu drónaárás sem þeir hafa gert á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, frá því stríðið hófst. Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu var í borginni í gær, til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um Holodomor hópmorð Rússa á Úkraínumönnum þar sem um fjórar milljónir týndu lífi, nú þegar 90 ár eru liðin frá lokum þeirra. „Tímasetningin var nú engin tilviljun,“ segir Hannes Heimisson, sendiherra. Hann var staddur um 100 kílómetra vestur af Kænugarði þegar fréttastofa ræddi við hann, á leið sinni til Varsjár. Hannes er sendiherra í Póllandi en sendiskrifstofa hans hefur fyrirsvar vegna Búlgaríu, Rúmeníu og Úkraínu einnig á hendi. Flestir drónanna skotnir niður Enginn lést í árásum Rússa á Kænugarð í gær, en töluvert eignatjón varð. „Það kvikna oft eldar þegar þessir drónar lenda og stundum verður tjón. Margir þeirra eru skotnir niður. Úkraínumönnum tekst nú yfirleitt að skjóta niður þorra þessara dróna.“ Hannes segir eðlilega óþægilegt að vakna upp við sprengjudrunur. Hann þurfti þó ekki að færa sig um set vegna árásarinnar, ólíkt kollegum sínum. „Loftvarnarflauturnar byrjuðu að hringja tiltölulega snemma. Þannig að þeir komust ekkert upp á hótelherbergi og urðu að eyða nóttinni í loftvarnarbyrgi,“ segir Hannes. Þjóðin einhuga Á minningarathöfninni í gær, sem var haldin í þinghúsinu, ræddi Hannes meðal annars við Rúslan Stefantsjúk, forseta úkraínska þjóðþingsins. „Þjóðin stendur einhuga bak við sína pólitísku forystu og leitar allra leiða til sigurs í þessu stríði og til að reka Rússana aftur yfir landamærin heim til sín.“ Undanfarna mánuði hafa Rússar sparað sjálfsprengidróna sína og eldflaugar en Úkraínumenn óttast nú að umfangsmiklar árásir verði gerðar á orkuinnviði landsins í vetur, líkt og síðasta vetur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. 24. nóvember 2023 12:56 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20
Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01
Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01
Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. 24. nóvember 2023 12:56