Fótbolti

Ísak lagði upp í sigri Dusseldorf

Dagur Lárusson skrifar
Ísak Bergmann í leik með Fortuna Dusseldorf
Ísak Bergmann í leik með Fortuna Dusseldorf Vísir/Getty

Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp fjórða mark Dusseldorf í sigri á Schalke í næst efstu deild í þýska boltanum í kvöld.

Ísak Bergmann var í byrjunarliði Dusseldorf sem byrjaði leikinn af miklum krafti en þeir náðu forystunni á 13. mínútu þegar Vincent Vermeij skoraði. 

Dusseldorf tvöfaldaði síðan forystu sína sex mínútum síðar þegar Felix Klaus skoraði áður en Vincent Vermeij skoraði sitt annað mark á 26. mínútu. Staðan 3-0 og sigurinn nánast óumflýjanlegur fyrir Ísak Bergmann og liðsfélaga hans.

Marcin Kaminski náði að laga stöðuna fyrir Schalke á 57. mínútu áður en Ísak Bergmann lagði upp fjórða mark Dusseldorf fyrir Christos Tzolis. Staðan orðin 4-1.

Leikmenn Schalke neituðu hins vegar að gefast upp og náðu þeir að gera leikinn spennandi á lokakaflanum með mörkum frá Kalas og Lasme. Jona Niemiek kláraði leikinn síðan fyrir Dussledorf í uppbótartíma með lokamarki leiksins.

 Lokatölur 5-3 en eftir leikinn er Dusseldorf í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×