„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 08:02 Mohamed Salah klappar til stuðningsmanna Liverpool eftir sigur liðsins á Manchester City á Etihad. getty/Molly Darlington Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. Salah skoraði fyrra mark Liverpool í leiknum á Etihad í gær og lagði það seinna upp fyrir Dominik Szoboszlai. Þrátt fyrir að febrúar sé ekki liðinn er Salah kominn með 25 mörk og sextán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni og hefur því komið með beinum hætti að 41 marki í vetur. „Þetta verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni. Það er engin spurning,“ sagði Carragher á Sky Sports eftir leikinn í gær. Alan Shearer og Andy Cole hafa komið að flestum mörkum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni, eða 47 en það var í 42 leikjum. Ef Salah heldur uppteknum hætti mun hann slá það met rækilega. „Þetta snýst ekki bara um hvort hann kemst upp fyrir þessa leikmenn heldur mun hann hækka rána svo mikið að enginn mun ná þessu í framtíðinni. Við erum að upplifa eitthvað sérstakt,“ sagði Carragher. „Hann hefur verið frábær síðan hann kom til Liverpool en þegar ég horfi á hann núna er hann óstöðvandi og hann kemst inn í hausinn á mótherjum sínum. Þegar þú spilar gegn einhverjum svona hugsarðu: Ég ætla að negla hann, fara í gegnum hann. Þú getur það ekki. Hann er eins og veggur,“ sagði Gary Neville. Liverpool er með ellefu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið á ellefu leiki eftir. Enski boltinn Tengdar fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Salah skoraði fyrra mark Liverpool í leiknum á Etihad í gær og lagði það seinna upp fyrir Dominik Szoboszlai. Þrátt fyrir að febrúar sé ekki liðinn er Salah kominn með 25 mörk og sextán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni og hefur því komið með beinum hætti að 41 marki í vetur. „Þetta verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni. Það er engin spurning,“ sagði Carragher á Sky Sports eftir leikinn í gær. Alan Shearer og Andy Cole hafa komið að flestum mörkum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni, eða 47 en það var í 42 leikjum. Ef Salah heldur uppteknum hætti mun hann slá það met rækilega. „Þetta snýst ekki bara um hvort hann kemst upp fyrir þessa leikmenn heldur mun hann hækka rána svo mikið að enginn mun ná þessu í framtíðinni. Við erum að upplifa eitthvað sérstakt,“ sagði Carragher. „Hann hefur verið frábær síðan hann kom til Liverpool en þegar ég horfi á hann núna er hann óstöðvandi og hann kemst inn í hausinn á mótherjum sínum. Þegar þú spilar gegn einhverjum svona hugsarðu: Ég ætla að negla hann, fara í gegnum hann. Þú getur það ekki. Hann er eins og veggur,“ sagði Gary Neville. Liverpool er með ellefu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið á ellefu leiki eftir.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
„Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17