Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2025 07:04 Özil og Erdogan sjást hér saman á leik Hollands og Tyrklands í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Vísir/Getty Fyrrum knattspyrnumaðurinn Mesut Özil er búinn að finna sér nýjan starfsvettvang. Hann ætlar að hella sér út í pólitíkina og er kominn í innsta hring flokks Erdogan Tyrklandsforseta. Mesut Özil lagði knattspyrnuskóna á hilluna í mars árið 2023 eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli. Hann lék á sínum ferli meðal annars bæði með Real Madrid og Arsenal auk þess að leika 92 landsleiki fyrir Þýskaland en hann varð heimsmeistari með þýska liðinu árið 2014. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að Özil er mikill stuðningsmaður hins umdeilda Tyrklandsforseta Erdogan. Forsetinn var svaramaður Özil þegar hinn síðarnefndi gifti sig árið 2019 og nú ætlar Özil að feta í fótspor félaga síns og hella sér út í stjórnmálin. Özil er nefnilega einn af þrjátíu og níu nýjum meðlimum í framkvæmdastjórn innan AK-stjórnmálaflokksins en landsþing flokksins fór fram um helgina þar sem Erdogan var endurkjörinn sem leiðtogi. Tugir þúsunda sóttu landsfundinn en Erdogan var endurkjörinn sem formaður í áttunda sinn. Vinátta Özil og Erdogan hefur oft verið gagnrýnd og mynd sem birtist af þeim tveimur og Ilkay Gundogan, leikmanni Manchester City, árið 2019 olli fjaðrafoki í Þýskalandi. Bæði Özil og Gundogan eru með þýskt ríkisfang en eiga ættir að rekja til Tyrklands. Özil var á ferli sínum oft táknmynd innflytjenda í Þýskalandi, stimpill sem hann var ekki alltaf sáttur við. „Ég er þýskur þegar við vinnum, innflytjandi þegar við töpum.“ Tyrkland Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Mesut Özil lagði knattspyrnuskóna á hilluna í mars árið 2023 eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli. Hann lék á sínum ferli meðal annars bæði með Real Madrid og Arsenal auk þess að leika 92 landsleiki fyrir Þýskaland en hann varð heimsmeistari með þýska liðinu árið 2014. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að Özil er mikill stuðningsmaður hins umdeilda Tyrklandsforseta Erdogan. Forsetinn var svaramaður Özil þegar hinn síðarnefndi gifti sig árið 2019 og nú ætlar Özil að feta í fótspor félaga síns og hella sér út í stjórnmálin. Özil er nefnilega einn af þrjátíu og níu nýjum meðlimum í framkvæmdastjórn innan AK-stjórnmálaflokksins en landsþing flokksins fór fram um helgina þar sem Erdogan var endurkjörinn sem leiðtogi. Tugir þúsunda sóttu landsfundinn en Erdogan var endurkjörinn sem formaður í áttunda sinn. Vinátta Özil og Erdogan hefur oft verið gagnrýnd og mynd sem birtist af þeim tveimur og Ilkay Gundogan, leikmanni Manchester City, árið 2019 olli fjaðrafoki í Þýskalandi. Bæði Özil og Gundogan eru með þýskt ríkisfang en eiga ættir að rekja til Tyrklands. Özil var á ferli sínum oft táknmynd innflytjenda í Þýskalandi, stimpill sem hann var ekki alltaf sáttur við. „Ég er þýskur þegar við vinnum, innflytjandi þegar við töpum.“
Tyrkland Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira