Fótbolti

Dagsskráin í dag: Albert og fé­lagar mæta Frosinone

Dagur Lárusson skrifar
Albert Guðmundsson er eins og napur norðanvindur gagnvart andstæðingum sínum.
Albert Guðmundsson er eins og napur norðanvindur gagnvart andstæðingum sínum. Getty/Simone Arveda

Það er full dagsskrá af íþróttaviðburðum sem fara fram í dag og því ættu allir að finna eitthvað fyrir sig.

Stöð 2 Sport

Það verður ein bein útsending á Stöð 2 Sport í dag en það verðure viðureign Þór Akueyri og Keflavíkur í Subway-deild kvenna klukkan 16:50.

Stöð 2 Sport 2

Ballið byrjar klukkan 11:20 með leik í Serie A þar sem Cagliari og Monza mætast. Klukkan 13:50 verða það síðan Empoli og Sassuolo sem mætast.

Það verða síðan tveir leikir á dagsskrá í NFL í dag á Stöð 2 Sport 2, fyrri leikurinn er viðureign Texans og Jaugars klukkan 17:55. Seinni leikurinn verður síðan viðureign Eagles og Bills klukkan 21:20.

Stöð 2 Sport 3

Real Madrid og MoraBanc Andorra mætast í spænska körfuboltanum klukkan 11:20 áður en næsta beina útsending tekur við en það verður leikur úr Serie A, Albert Guðmundsson og félagar í Genoa fara í heimsókn til Frosinone klukkan 13:50.

Það verður síðan NFL Red Zone sem tekur við klukkan 17:45

Stöð 2 Sport 4

Fyrst verður sýnt frá golfinu eða Andalucia Costa del Sol Open klukkan 12:30 áður en athyglis færist yfir á Serie A. Tveir stórir leikir fara þar fram, fyrst verður það Roma sem tekur á móti Udinese klukkan 16:50 áður en stórliðin Juventus og Inter mætast klukkan 19:35.

Stöð 2 Sport 5

Það verður aðeins ein bein útsending en það verður leikur Bucks og Trail Blazers í NBA körfuboltanum klukkan 20:30.

Vodafone Sport

Fyrst verður það F1 þar sem Abú Dabí kappaksturinn verður sýndur klukkan 12:30. Klukkan 16:20 verður síðan sýnt frá leik úr þýska boltanum en það veðrur viðureign Hoffenheim og Mainz. Klukkan 19:00 verður síðan sýnt frá Players Championship í pílunni en þar fara fram undanúrslitin og úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×