Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 16:13 Maður handtekinn í kjölfar óeirðanna í Dyflinni. AP/Peter Morrisson Að minnsta kosti 24 hafa verið færðir fyrir dómara í Dyflinni á Írlandi og ákærðir vegna óeirða sem áttu sér stað í borginni aðfaranótt föstudags. Þrír voru ákærðir fyrir vopnaburð og fjórir fyrir þjófnað, svo eitthvað sé nefnt. Múslimar eru sagðir óttaslegnir eftir óeirðirnar og vegna umræðu á samfélagsmiðlum. Til óeirða kom í kjölfar þess að maður veittist að kennara og ungum börnum með hníf í miðborg Dyflinnar. Hann særði konuna og þrjú börn með stórum hníf, áður en hann var stöðvaður af vegfarendum. Einn óeirðarseggjanna hefur verið ákærður fyrir að vera með hníf, samkvæmt frétt RTÉ, Ríkisútvarps Írlands. Aðrir höfðu rænt sígarettum, fötum og raftækjum. Rólegt var í höfuðborginni í nótt en mikill viðbúnaður var í miðbænum vegna óeirða sem fóru þar fram kvöldið áður. Ríkisútvarpið segir lögregluþjóna hafa verið tilbúna til að beita öflugum vatnsbyssum gegn mögulegum óeirðarseggjum í miðbænum. Til stendur að vera með aukinn viðbúnað um helgina. Ekki búið að gefa upp þjóðerni árásarmannsins Lögreglan hefur ekkert sagt um þjóðerni árásarmannsins og tilefni hennar liggur ekki enn fyrir. Hann er sagður hafa særst alvarlega en í fyrstu fregnum af vettvangi kom fram að hann hefði mögulega stungið sig sjálfan. Mikil umræða skapaðist þó á samfélagsmiðlum og kom til ofbeldis þegar mótmælendur sem eru andvígir innflytjendum mættu á árásarstaðinn og lentu í áflogum við lögregluþjóna. Mótmæli urðu að óeirðum, sem enduðu með því að kveikt var í þremur slökkviliðsvögnum, einum sporvagni og fjöldi lögreglubíla var eyðilagður. Á annan tug verslana voru þar að auki skemmdar og vörum rænt þaðan. Sjá einnig: Þrjátíu og fjórir í haldi eftir óeirðirnar í Dyflinni Blaðamaður Irish Times ræddi við heimamenn þar sem árásin var gerð. Flestir viðmælendur voru á einu máli um að hegðun óeirðaseggjanna hefði verið forkastanleg og hefðu ekki þjónað neinum tilgangi, öðrum en að valda skemmdum. Einn maður spurði hvað í ósköpunum þessar óeirðir hefðu átt að gera fyrir börnin sem særðust og kennarann. Einn maður sem rætt var við sagði óeirðirnar hafa verið réttlætanlegar. „Þetta snýr að nokkrum hlutum. Þetta snýr að málefnum innflytjenda, ólöglegum innflytjendum, heimilislausu fólki og öllu slíku. Við viljum þetta ekki í okkar landi. Fólk er að mótmæla en enginn hlustar á það og spennan eykst. Fólk verður að standa fyrir sínu,“ sagði maðurinn en hann hefur búið í neyðarskýli fyrir heimilislausa í meira en ár. Varaði múslima við því að fara til Dublin Formaður svokallaðs múslimaráðs Írlands hefur varað fólk sem er islamstrúar við því að sækja Dyflin heim um helgina. Umar Al-Qadri sagði að hann hefði aldrei búist við því að þurfa að leggja slíkt til á Írlandi. Hann hefði búið þar í tuttugu ár og reynsla hans hefði nánast alfarið verið yndisleg. „Það er að breytast hægt og rólega, því miður,“ sagði hann, samkvæmt frétt RTÉ. Al-Qadri sagðist hafa fengið mörg skilaboð um að fólk væri hrætt vegna myndbanda og umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem fólk hefði meðal annars farið hörðum orðum um innflytjendur og kallað eftir ofbeldi. Írland Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Múslimar eru sagðir óttaslegnir eftir óeirðirnar og vegna umræðu á samfélagsmiðlum. Til óeirða kom í kjölfar þess að maður veittist að kennara og ungum börnum með hníf í miðborg Dyflinnar. Hann særði konuna og þrjú börn með stórum hníf, áður en hann var stöðvaður af vegfarendum. Einn óeirðarseggjanna hefur verið ákærður fyrir að vera með hníf, samkvæmt frétt RTÉ, Ríkisútvarps Írlands. Aðrir höfðu rænt sígarettum, fötum og raftækjum. Rólegt var í höfuðborginni í nótt en mikill viðbúnaður var í miðbænum vegna óeirða sem fóru þar fram kvöldið áður. Ríkisútvarpið segir lögregluþjóna hafa verið tilbúna til að beita öflugum vatnsbyssum gegn mögulegum óeirðarseggjum í miðbænum. Til stendur að vera með aukinn viðbúnað um helgina. Ekki búið að gefa upp þjóðerni árásarmannsins Lögreglan hefur ekkert sagt um þjóðerni árásarmannsins og tilefni hennar liggur ekki enn fyrir. Hann er sagður hafa særst alvarlega en í fyrstu fregnum af vettvangi kom fram að hann hefði mögulega stungið sig sjálfan. Mikil umræða skapaðist þó á samfélagsmiðlum og kom til ofbeldis þegar mótmælendur sem eru andvígir innflytjendum mættu á árásarstaðinn og lentu í áflogum við lögregluþjóna. Mótmæli urðu að óeirðum, sem enduðu með því að kveikt var í þremur slökkviliðsvögnum, einum sporvagni og fjöldi lögreglubíla var eyðilagður. Á annan tug verslana voru þar að auki skemmdar og vörum rænt þaðan. Sjá einnig: Þrjátíu og fjórir í haldi eftir óeirðirnar í Dyflinni Blaðamaður Irish Times ræddi við heimamenn þar sem árásin var gerð. Flestir viðmælendur voru á einu máli um að hegðun óeirðaseggjanna hefði verið forkastanleg og hefðu ekki þjónað neinum tilgangi, öðrum en að valda skemmdum. Einn maður spurði hvað í ósköpunum þessar óeirðir hefðu átt að gera fyrir börnin sem særðust og kennarann. Einn maður sem rætt var við sagði óeirðirnar hafa verið réttlætanlegar. „Þetta snýr að nokkrum hlutum. Þetta snýr að málefnum innflytjenda, ólöglegum innflytjendum, heimilislausu fólki og öllu slíku. Við viljum þetta ekki í okkar landi. Fólk er að mótmæla en enginn hlustar á það og spennan eykst. Fólk verður að standa fyrir sínu,“ sagði maðurinn en hann hefur búið í neyðarskýli fyrir heimilislausa í meira en ár. Varaði múslima við því að fara til Dublin Formaður svokallaðs múslimaráðs Írlands hefur varað fólk sem er islamstrúar við því að sækja Dyflin heim um helgina. Umar Al-Qadri sagði að hann hefði aldrei búist við því að þurfa að leggja slíkt til á Írlandi. Hann hefði búið þar í tuttugu ár og reynsla hans hefði nánast alfarið verið yndisleg. „Það er að breytast hægt og rólega, því miður,“ sagði hann, samkvæmt frétt RTÉ. Al-Qadri sagðist hafa fengið mörg skilaboð um að fólk væri hrætt vegna myndbanda og umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem fólk hefði meðal annars farið hörðum orðum um innflytjendur og kallað eftir ofbeldi.
Írland Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira