Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 16:13 Maður handtekinn í kjölfar óeirðanna í Dyflinni. AP/Peter Morrisson Að minnsta kosti 24 hafa verið færðir fyrir dómara í Dyflinni á Írlandi og ákærðir vegna óeirða sem áttu sér stað í borginni aðfaranótt föstudags. Þrír voru ákærðir fyrir vopnaburð og fjórir fyrir þjófnað, svo eitthvað sé nefnt. Múslimar eru sagðir óttaslegnir eftir óeirðirnar og vegna umræðu á samfélagsmiðlum. Til óeirða kom í kjölfar þess að maður veittist að kennara og ungum börnum með hníf í miðborg Dyflinnar. Hann særði konuna og þrjú börn með stórum hníf, áður en hann var stöðvaður af vegfarendum. Einn óeirðarseggjanna hefur verið ákærður fyrir að vera með hníf, samkvæmt frétt RTÉ, Ríkisútvarps Írlands. Aðrir höfðu rænt sígarettum, fötum og raftækjum. Rólegt var í höfuðborginni í nótt en mikill viðbúnaður var í miðbænum vegna óeirða sem fóru þar fram kvöldið áður. Ríkisútvarpið segir lögregluþjóna hafa verið tilbúna til að beita öflugum vatnsbyssum gegn mögulegum óeirðarseggjum í miðbænum. Til stendur að vera með aukinn viðbúnað um helgina. Ekki búið að gefa upp þjóðerni árásarmannsins Lögreglan hefur ekkert sagt um þjóðerni árásarmannsins og tilefni hennar liggur ekki enn fyrir. Hann er sagður hafa særst alvarlega en í fyrstu fregnum af vettvangi kom fram að hann hefði mögulega stungið sig sjálfan. Mikil umræða skapaðist þó á samfélagsmiðlum og kom til ofbeldis þegar mótmælendur sem eru andvígir innflytjendum mættu á árásarstaðinn og lentu í áflogum við lögregluþjóna. Mótmæli urðu að óeirðum, sem enduðu með því að kveikt var í þremur slökkviliðsvögnum, einum sporvagni og fjöldi lögreglubíla var eyðilagður. Á annan tug verslana voru þar að auki skemmdar og vörum rænt þaðan. Sjá einnig: Þrjátíu og fjórir í haldi eftir óeirðirnar í Dyflinni Blaðamaður Irish Times ræddi við heimamenn þar sem árásin var gerð. Flestir viðmælendur voru á einu máli um að hegðun óeirðaseggjanna hefði verið forkastanleg og hefðu ekki þjónað neinum tilgangi, öðrum en að valda skemmdum. Einn maður spurði hvað í ósköpunum þessar óeirðir hefðu átt að gera fyrir börnin sem særðust og kennarann. Einn maður sem rætt var við sagði óeirðirnar hafa verið réttlætanlegar. „Þetta snýr að nokkrum hlutum. Þetta snýr að málefnum innflytjenda, ólöglegum innflytjendum, heimilislausu fólki og öllu slíku. Við viljum þetta ekki í okkar landi. Fólk er að mótmæla en enginn hlustar á það og spennan eykst. Fólk verður að standa fyrir sínu,“ sagði maðurinn en hann hefur búið í neyðarskýli fyrir heimilislausa í meira en ár. Varaði múslima við því að fara til Dublin Formaður svokallaðs múslimaráðs Írlands hefur varað fólk sem er islamstrúar við því að sækja Dyflin heim um helgina. Umar Al-Qadri sagði að hann hefði aldrei búist við því að þurfa að leggja slíkt til á Írlandi. Hann hefði búið þar í tuttugu ár og reynsla hans hefði nánast alfarið verið yndisleg. „Það er að breytast hægt og rólega, því miður,“ sagði hann, samkvæmt frétt RTÉ. Al-Qadri sagðist hafa fengið mörg skilaboð um að fólk væri hrætt vegna myndbanda og umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem fólk hefði meðal annars farið hörðum orðum um innflytjendur og kallað eftir ofbeldi. Írland Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Múslimar eru sagðir óttaslegnir eftir óeirðirnar og vegna umræðu á samfélagsmiðlum. Til óeirða kom í kjölfar þess að maður veittist að kennara og ungum börnum með hníf í miðborg Dyflinnar. Hann særði konuna og þrjú börn með stórum hníf, áður en hann var stöðvaður af vegfarendum. Einn óeirðarseggjanna hefur verið ákærður fyrir að vera með hníf, samkvæmt frétt RTÉ, Ríkisútvarps Írlands. Aðrir höfðu rænt sígarettum, fötum og raftækjum. Rólegt var í höfuðborginni í nótt en mikill viðbúnaður var í miðbænum vegna óeirða sem fóru þar fram kvöldið áður. Ríkisútvarpið segir lögregluþjóna hafa verið tilbúna til að beita öflugum vatnsbyssum gegn mögulegum óeirðarseggjum í miðbænum. Til stendur að vera með aukinn viðbúnað um helgina. Ekki búið að gefa upp þjóðerni árásarmannsins Lögreglan hefur ekkert sagt um þjóðerni árásarmannsins og tilefni hennar liggur ekki enn fyrir. Hann er sagður hafa særst alvarlega en í fyrstu fregnum af vettvangi kom fram að hann hefði mögulega stungið sig sjálfan. Mikil umræða skapaðist þó á samfélagsmiðlum og kom til ofbeldis þegar mótmælendur sem eru andvígir innflytjendum mættu á árásarstaðinn og lentu í áflogum við lögregluþjóna. Mótmæli urðu að óeirðum, sem enduðu með því að kveikt var í þremur slökkviliðsvögnum, einum sporvagni og fjöldi lögreglubíla var eyðilagður. Á annan tug verslana voru þar að auki skemmdar og vörum rænt þaðan. Sjá einnig: Þrjátíu og fjórir í haldi eftir óeirðirnar í Dyflinni Blaðamaður Irish Times ræddi við heimamenn þar sem árásin var gerð. Flestir viðmælendur voru á einu máli um að hegðun óeirðaseggjanna hefði verið forkastanleg og hefðu ekki þjónað neinum tilgangi, öðrum en að valda skemmdum. Einn maður spurði hvað í ósköpunum þessar óeirðir hefðu átt að gera fyrir börnin sem særðust og kennarann. Einn maður sem rætt var við sagði óeirðirnar hafa verið réttlætanlegar. „Þetta snýr að nokkrum hlutum. Þetta snýr að málefnum innflytjenda, ólöglegum innflytjendum, heimilislausu fólki og öllu slíku. Við viljum þetta ekki í okkar landi. Fólk er að mótmæla en enginn hlustar á það og spennan eykst. Fólk verður að standa fyrir sínu,“ sagði maðurinn en hann hefur búið í neyðarskýli fyrir heimilislausa í meira en ár. Varaði múslima við því að fara til Dublin Formaður svokallaðs múslimaráðs Írlands hefur varað fólk sem er islamstrúar við því að sækja Dyflin heim um helgina. Umar Al-Qadri sagði að hann hefði aldrei búist við því að þurfa að leggja slíkt til á Írlandi. Hann hefði búið þar í tuttugu ár og reynsla hans hefði nánast alfarið verið yndisleg. „Það er að breytast hægt og rólega, því miður,“ sagði hann, samkvæmt frétt RTÉ. Al-Qadri sagðist hafa fengið mörg skilaboð um að fólk væri hrætt vegna myndbanda og umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem fólk hefði meðal annars farið hörðum orðum um innflytjendur og kallað eftir ofbeldi.
Írland Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira