Innlent

Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar hjá lögreglu.
Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar hjá lögreglu. Vísir/Vilhelm

Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í samtali við Vísi. Ekki þótti ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem allir eru á þrítugsaldri. Grímur segir að enn sé nokkura aðila leitað vegna málsins. 

Ekki sá sami og varð fyrir skotárás 

Til skoðunar er hvort árásin tengist annari hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður. Maðurinn sem varð fyrir árásinni er ekki í lífshættu en hlaut alvarlega áverka.

Sögur hafa verið uppi um að sá sem varð fyrir árásinni í Grafarvogi sé sá sami og varð fyrir skotárás í Úlfársárdal í byrjun mánaðar. Grímur segir að það sé ekki rétt, en verið sé að rannsaka hvort tengsl séu á milli árásanna.


Tengdar fréttir

„Þetta er bara rétt að byrja“

Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×