Innlent

Hoppaði á bílum í mið­bænum

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Lögregla sinnti útkalli í heimahúsi í nótt þar sem maður hafði verið sleginn með spýtu í höfuðið.
Lögregla sinnti útkalli í heimahúsi í nótt þar sem maður hafði verið sleginn með spýtu í höfuðið. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um mann sem hoppaði á bifreiðum í íbúðarhverfi í miðbæ Reykjavíkur laust eftir miðnætti. Maðurinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Þá er árás í heimahúsi til rannsóknar þar sem maður var sleginn með spýtu í höfuðið. Hann var fluttur á slysadeild.

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, að því er fram kemur í dagbók. Þar segir að tilkynnt hafi verið um slagsmál á hóteli en enginn sé alvarlega slasaður. Málið sé til rannsóknar.

Maður sem sparkaði sér leið inn í tónleikahús í miðbænum var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Önnur mál snéru að ölvunarakstri og drykkjuláta á skemmtistöðum borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×