„Körfuboltaleikur í kvöld en ekki tilfinningalegur rússíbani“ Aron Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 14:49 Grannaslagur Grindavíkur og Keflavíkur er á dagskrá Subway deildar karla í körfubolta í dag Vísir/Samsett mynd Pétur Ingvarsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta segir það vissulega sérstaka tilfinningu að vera halda inn í útileik gegn nágrönnunum frá Grindavík þar sem að leikurinn verður spilaður í Smáranum í Kópavogi. Grindavík tekur á móti Keflavík í fyrri leik kvöldsins í Subway deild karla af tveimur klukkan hálf sex en sökum rýmingar sem staðið var að í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga verður leikurinn leikinn í Kópavogi. „Leikur kvöldsins er með sérstakara formerki þar sem að við erum að fara í Kópavoginn að keppa við granna okkar frá Grindavík. Þetta verður því öðruvísi en vanalega,“ sagði Pétur í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttatíma Bylgjunnar. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Það væntanlega gefur þessu enn sérstakari blæ. Að vera í Smáranum? „Já akkúrat. Ég er svo sem vanur því að vera þarna í Smáranum en ekki leikmennirnir mínir. Þetta er í sjálfu sér ekki hreinræktaður heimavöllur fyrir Grindvíkinga og því ekki kjöraðstæður fyrir þá. Við reynum að nýta okkur það.“ Pétur á von á því að Grindvíkingar muni styðja vel við bakið á sínum mönnum í Smáranum í kvöld en á sama tíma vonar hann að stuðningsmenn Keflavíkur láti sitt ekki eftir liggja. „Vonandi mæta einhverjir Keflvíkingar líka og styðja okkur. Þessi deild er bara svo jöfn. Ef þú tapar einum leik þá ertu kominn við botn deildarinnar. Að sama skapi ef þú vinnur einn leik, þá ertu kominn við topp deildarinnar. Bæði er mikið undir fyrir bæði lið og út frá því hversu jöfn deildin er þá er þetta gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þá er Grindavík er á fljúgandi siglingu um þessar mundir, búið að vinna fjóra leiki í röð.“ Frá því að Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimabæ sinn á dögunum vegna óvissuástands sökum jarðhræringa á Reykjanesskaganum hefur liðið leikið einn leik í Smáranum. Sá leikur hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir marga en nú á Pétur von á meiri körfuboltaleik. Aðstæður utan vallar muni ekki hafa eins mikið að segja í kvöld. „Ég á síður von á því. Þeirra tilfinninga leikur var síðasti leikur. Nú eru þeir kannski komnir aðeins meira niður á jörðina. Þetta eru fimm leikmenn að reyna skora á hitt liðið og passa að þeir skori ekki á móti. Þetta verður körfuboltaleikur í kvöld en ekki svona tilfinningalegur rússíbani fyrir liðin, þá aðallega Grindvíkinga.“ Ótrúleg spenna Þá man Pétur ekki eftir eins jafnri deildarkeppni líkt og við erum að sjá núna þar sem að eftir leiki kvöldsins munu aðeins tvö stig skilja á milli liðsins í fyrsta sæti og liðsins í áttunda sæti. „Það væri náttúrulega miklu skemmtilegra ef við værum að vinna alla okkar leiki en deildin er bara jöfn og þó farin að skiptast svolítið. Það eru þarna þrjú lið sem eru klárlega komin í botnbaráttuna. Svo eru hin níu liðin bara að berjast í toppbaráttunni og um það hverjir enda í miðjumoðinu. Ég man allavegana ekki eftir svona spennandi deildarkeppni og fylgist ég með mörgum íþróttum. Ég man bara ekki eftir því að þetta hafi verið svona ótrúlega jafnt. Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Grindavík tekur á móti Keflavík í fyrri leik kvöldsins í Subway deild karla af tveimur klukkan hálf sex en sökum rýmingar sem staðið var að í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga verður leikurinn leikinn í Kópavogi. „Leikur kvöldsins er með sérstakara formerki þar sem að við erum að fara í Kópavoginn að keppa við granna okkar frá Grindavík. Þetta verður því öðruvísi en vanalega,“ sagði Pétur í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttatíma Bylgjunnar. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Það væntanlega gefur þessu enn sérstakari blæ. Að vera í Smáranum? „Já akkúrat. Ég er svo sem vanur því að vera þarna í Smáranum en ekki leikmennirnir mínir. Þetta er í sjálfu sér ekki hreinræktaður heimavöllur fyrir Grindvíkinga og því ekki kjöraðstæður fyrir þá. Við reynum að nýta okkur það.“ Pétur á von á því að Grindvíkingar muni styðja vel við bakið á sínum mönnum í Smáranum í kvöld en á sama tíma vonar hann að stuðningsmenn Keflavíkur láti sitt ekki eftir liggja. „Vonandi mæta einhverjir Keflvíkingar líka og styðja okkur. Þessi deild er bara svo jöfn. Ef þú tapar einum leik þá ertu kominn við botn deildarinnar. Að sama skapi ef þú vinnur einn leik, þá ertu kominn við topp deildarinnar. Bæði er mikið undir fyrir bæði lið og út frá því hversu jöfn deildin er þá er þetta gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þá er Grindavík er á fljúgandi siglingu um þessar mundir, búið að vinna fjóra leiki í röð.“ Frá því að Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimabæ sinn á dögunum vegna óvissuástands sökum jarðhræringa á Reykjanesskaganum hefur liðið leikið einn leik í Smáranum. Sá leikur hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir marga en nú á Pétur von á meiri körfuboltaleik. Aðstæður utan vallar muni ekki hafa eins mikið að segja í kvöld. „Ég á síður von á því. Þeirra tilfinninga leikur var síðasti leikur. Nú eru þeir kannski komnir aðeins meira niður á jörðina. Þetta eru fimm leikmenn að reyna skora á hitt liðið og passa að þeir skori ekki á móti. Þetta verður körfuboltaleikur í kvöld en ekki svona tilfinningalegur rússíbani fyrir liðin, þá aðallega Grindvíkinga.“ Ótrúleg spenna Þá man Pétur ekki eftir eins jafnri deildarkeppni líkt og við erum að sjá núna þar sem að eftir leiki kvöldsins munu aðeins tvö stig skilja á milli liðsins í fyrsta sæti og liðsins í áttunda sæti. „Það væri náttúrulega miklu skemmtilegra ef við værum að vinna alla okkar leiki en deildin er bara jöfn og þó farin að skiptast svolítið. Það eru þarna þrjú lið sem eru klárlega komin í botnbaráttuna. Svo eru hin níu liðin bara að berjast í toppbaráttunni og um það hverjir enda í miðjumoðinu. Ég man allavegana ekki eftir svona spennandi deildarkeppni og fylgist ég með mörgum íþróttum. Ég man bara ekki eftir því að þetta hafi verið svona ótrúlega jafnt.
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira