Eiginkonurnar orðnar umsvifamiklir fjárfestar á Spáni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2023 12:13 Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson voru í aðalhlutverki hjá Kaupþingi sem féll haustið 2008. Eiginkonur fyrrverandi stjórnenda hins fallna Kaupþings banka eru umsvifamiklir fjárfestar í fasteignaverkefnum, meðal annars á Spáni. Peningar sem geymdir eru í aflandsfélögum á Tortóla og Kýpur eru notaðir til að byggja lúxusíbúðir. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Heimildarinnar sem kemur út í dag. Þar segir að hundruð milljóna króna hagnaður hafi orðið til í þessum aflandsfélögum. Konurnar eru Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi bankastjóra Kaupþings; Lovísa María Gunnarsdóttir, eiginkona Magnúsar Guðmundssonar sem var bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg; og Þórhildur Einarsdóttir, eiginkona Steingríms Páls Kárasonar, fyrrverandi forstöðumanns áhættustýringar Kaupþings. Heiðar Már og Magnús fengu þunga fangelsisdóma í kjölfar hrunsins og Steingrímur Páll var dæmdur til að endurgreiða himinhá lán frá Kaupþingi á árunum fyrir hrun. Lán hans árið 2008 námu 2,3 milljörðum króna. Heimildin vísar til gagna sem láku frá kýpverskri fyrirtækjaþjónustu sem sérhæfir sig í að fara með daglegan rekstur skúffufyrirtækja fyrir erlenda aðila. Gögnunum var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna. Í frétt Heimildarinnar sýna gögnin hvernig hópur fólks, sem tengist í gegnum hinn fallna banka Kaupþing, hefur getað fjárfest fyrir háar upphæðir víða um heim með því að geyma auð sinn á erlendum reikningum á eyjum á borð við Tortóla og Kýpur. Um félögin hafi streymt hundruð milljóna króna sem hagnaður eða lán. Hreiðar Már hefur eftir hrun og fangelsisvist haslað sér völl í ferðamannabransanum á Íslandi. Þar er hann orðinn umsvifamikill í hótelrekstri á Snæfellsnesi. Nánar má lesa um fjárfestingaklúbb Kaupþingskvenna í Heimildinni. Kýpur Spánn Hrunið Íslenskir bankar Íslendingar erlendis Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Þetta kemur fram í forsíðufrétt Heimildarinnar sem kemur út í dag. Þar segir að hundruð milljóna króna hagnaður hafi orðið til í þessum aflandsfélögum. Konurnar eru Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi bankastjóra Kaupþings; Lovísa María Gunnarsdóttir, eiginkona Magnúsar Guðmundssonar sem var bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg; og Þórhildur Einarsdóttir, eiginkona Steingríms Páls Kárasonar, fyrrverandi forstöðumanns áhættustýringar Kaupþings. Heiðar Már og Magnús fengu þunga fangelsisdóma í kjölfar hrunsins og Steingrímur Páll var dæmdur til að endurgreiða himinhá lán frá Kaupþingi á árunum fyrir hrun. Lán hans árið 2008 námu 2,3 milljörðum króna. Heimildin vísar til gagna sem láku frá kýpverskri fyrirtækjaþjónustu sem sérhæfir sig í að fara með daglegan rekstur skúffufyrirtækja fyrir erlenda aðila. Gögnunum var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna. Í frétt Heimildarinnar sýna gögnin hvernig hópur fólks, sem tengist í gegnum hinn fallna banka Kaupþing, hefur getað fjárfest fyrir háar upphæðir víða um heim með því að geyma auð sinn á erlendum reikningum á eyjum á borð við Tortóla og Kýpur. Um félögin hafi streymt hundruð milljóna króna sem hagnaður eða lán. Hreiðar Már hefur eftir hrun og fangelsisvist haslað sér völl í ferðamannabransanum á Íslandi. Þar er hann orðinn umsvifamikill í hótelrekstri á Snæfellsnesi. Nánar má lesa um fjárfestingaklúbb Kaupþingskvenna í Heimildinni.
Kýpur Spánn Hrunið Íslenskir bankar Íslendingar erlendis Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira