Viðar Örn: Voru ráðþrota við varnarleik okkar Gunnar Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2023 22:46 Viðar Örn var sáttur að leik loknum. Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ánægður með sitt lið eftir 89-72 sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Hann sagði leikaðferð Hattar hafa gengið fullkomlega upp. „Ég er hrikalega ánægður og stoltur af mínum mönnum. Við vorum frábærir varnarlega. Við settum upp gott plan og héldum því. Þið sjáið að við dekkuðum Antti (Kanervo) mjög stíg, önduðum ofan í hálsmálið á honum öllum stundum en leyfðum annað. Við veðjuðum á það til að hægja á þeim og láta þeim fara að hugsa. Þannig tókum við taktinn úr þeirra leik,“ segir Viðar. Höttur hafði fulla stjórn á hraða leiksins. „Við töpuðum móti Val í síðustu viku. Þar vorum við frábærir í fyrri hálfleik en hikstuðum svo. Leikstjórnin hjá Obi (Trotter) og (Deontaye) Buskey var frábær. Mínir menn eru fljótir að læra. Þegar við gerum mistök þá er brugðist við á millileikja.“ Stjarnan reyndi að skipta um varnaraðferðir þegar á leið en tókst ekki að stöðva Hött. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir lentu Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar og Nemanja Knezevic, miðherji Hattar, í samstuði. Knezevic var studdur af velli en Ægir Þór fékk tvær tæknivillur og brottvísun eftir orðaskipti við dómarana. Á þeim kafla virtist flest allt sem kallast agi eða skipulag vera horfið úr leik Garðbæinga. „Ég held þeir hafi verið hálf ráðþrota við varnarleik okkar. Þeir urðu að gera eitthvað, reyndu svæðisvarnir og pressu til að hrista upp í leiknum. Þarna var ekki dæmd villa, þeir hlaupa saman hné í hné. Ægir er eðaldrengur og ætlar engan að meiða. Stjarnan varð að hleypa leiknum upp. Þeir eltu geðsveiflurnar í þjálfaranum sínum og voru þannig undir lokin.“ Höttur hefur núna unnið fimm leiki af átta og færist þar með upp að hlið Stjörnunnar og fleiri liða í efri helmingi deildarinnar. Það eru staður sem liðið hefur ekki verið áður á í úrvalsdeildarsögu sinni og umræðan um liðið virðist vera breytast. „Við áttum enga virðingu skilið þegar við fórum upp og niður. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er örugglega borin virðing fyrir okkur en vonandi koma lið kærulaus til leiks því það er okkar hagur.“ En Viðar er yfirvegaður þegar hann er spurður um möguleika á úrslitakeppni. „Við spilum gegn Haukum í næsta leik. Þessir fimm sigrar verða aldrei teknir af okkur en við þurfum sigur eftir viku.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður og stoltur af mínum mönnum. Við vorum frábærir varnarlega. Við settum upp gott plan og héldum því. Þið sjáið að við dekkuðum Antti (Kanervo) mjög stíg, önduðum ofan í hálsmálið á honum öllum stundum en leyfðum annað. Við veðjuðum á það til að hægja á þeim og láta þeim fara að hugsa. Þannig tókum við taktinn úr þeirra leik,“ segir Viðar. Höttur hafði fulla stjórn á hraða leiksins. „Við töpuðum móti Val í síðustu viku. Þar vorum við frábærir í fyrri hálfleik en hikstuðum svo. Leikstjórnin hjá Obi (Trotter) og (Deontaye) Buskey var frábær. Mínir menn eru fljótir að læra. Þegar við gerum mistök þá er brugðist við á millileikja.“ Stjarnan reyndi að skipta um varnaraðferðir þegar á leið en tókst ekki að stöðva Hött. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir lentu Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar og Nemanja Knezevic, miðherji Hattar, í samstuði. Knezevic var studdur af velli en Ægir Þór fékk tvær tæknivillur og brottvísun eftir orðaskipti við dómarana. Á þeim kafla virtist flest allt sem kallast agi eða skipulag vera horfið úr leik Garðbæinga. „Ég held þeir hafi verið hálf ráðþrota við varnarleik okkar. Þeir urðu að gera eitthvað, reyndu svæðisvarnir og pressu til að hrista upp í leiknum. Þarna var ekki dæmd villa, þeir hlaupa saman hné í hné. Ægir er eðaldrengur og ætlar engan að meiða. Stjarnan varð að hleypa leiknum upp. Þeir eltu geðsveiflurnar í þjálfaranum sínum og voru þannig undir lokin.“ Höttur hefur núna unnið fimm leiki af átta og færist þar með upp að hlið Stjörnunnar og fleiri liða í efri helmingi deildarinnar. Það eru staður sem liðið hefur ekki verið áður á í úrvalsdeildarsögu sinni og umræðan um liðið virðist vera breytast. „Við áttum enga virðingu skilið þegar við fórum upp og niður. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er örugglega borin virðing fyrir okkur en vonandi koma lið kærulaus til leiks því það er okkar hagur.“ En Viðar er yfirvegaður þegar hann er spurður um möguleika á úrslitakeppni. „Við spilum gegn Haukum í næsta leik. Þessir fimm sigrar verða aldrei teknir af okkur en við þurfum sigur eftir viku.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira