Fossvogsbrúin „fyrst og fremst samgöngumannvirki, ekki útivistarsvæði“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. nóvember 2023 07:00 Erlendur S. Þorsteinsson í Landssambandi hjólreiðamanna segir hönnun brúarinnar alveg eins og hún á að vera til að tryggja öryggi og skjól hjólreiðafólks. Brúin breytir ásýnd Fossvogsins töluvert og bætir samgöngur á milli Reykjavíkur og Kópavogs verulega. Vegagerðin og Landssamtök hjólreiðamanna segja núverandi hönnun Fossvogsbrúarinnar tryggja öryggi og skjól hjólreiðamanna. Það þurfi ekki að breyta hönnun brúarinnar eins og byggingarverkfræðingur vill gera svo gangandi geti notið sólarlags og útsýnis betur. Vegagerðin segir engin mistök í hönnun Fossvogsbrúarinnar. Fram kom í frétt á vef Vísis í gær að byggingarverkfræðingur teldi galla í hönnuninni. Að gangandi ættu að vera vestan megin brúarinnar í stað hjólandi. Svo þeir gætu notið sólarlagsins og útsýnisins á brúnni. Í vinningstillögu EFLU um brúna er gert ráð fyrir að gangandi séu austan megin, hjólandi vestan megin og á milli þeirra sé Borgarlína. „Hönnun og fyrirkomulag umferðar á Fossvogsbrú er vel ígrundað og tekur mið af þörfum og upplifun allra sem munu eiga leið um hana, hvort sem er gangandi, hjólandi eða með Borgarlínunni. Um er að ræða lykilatriði í vinningstillögunni Öldu í hönnunarsamkeppni sem haldin var um brú yfir Fossvog. Á fyrstu hönnunarstigum var tekið til skoðunar að hafa göngustíg vestan á brúnni og að vel athuguðu máli varð sú hönnun sem unnið er með fyrir valinu,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni sem birt var á vef þeirra í gær. Nóg pláss er fyrir gangandi og hjólandi á brúnni en ef fólk ætlar að sjá sólarlagið þarf það að horfa yfir Borgarlínuna og hjólastíginn. Efla Þar kemur einnig fram að brúin sé hluti af uppbyggingu Borgarlínunnar en að hún muni einnig nýtast vel virkum ferðamátum, það er gangandi og hjólandi vegfarendum. Samkvæmt umferðartölum og umferðarspá sé stærstur hluti gangandi við báða brúarenda austan brúarinnar og æskilegt er að gera þeim kleift að komast leiðar sinnar án þess að þurfa að þvera sérrými Borgarlínunnar. „Þar spilar umferðaröryggi einnig stórt hlutverk,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Þá er bent á í tilkynningu þeirra að göngustígur austan á brúnni loki fimm kílómetra göngu- og hlaupaleið um Fossvoginn. Þaðan sé fallegt útsýni yfir fjölbreytt útivistarsvæði og strandlengju Fossvogs. Þá sé einnig ágætt útsýni til vesturs, á sólarlagið, af áningarstöðum austan megin brúarinnar, jafnvel þótt þaðan sé horft yfir sérrými Borgarlínunnar og hjólastíg. Staðsetning hjólastígs tryggi fæstar þveranir Í tilkynningu segir einnig að hönnun svæðisins við brúna gefi kost á góðu útsýni til vesturs báðum megin brúar. Útsýnisstaðirnir við brúarendana séu hannaðir sérstaklega til þess nýta útsýni að Bessastöðum, Snæfellsjökli og sólsetrinu yfir Skerjafirði Þá er bent á að hjólastígurinn sé staðsettur að vestanverðu til að fjarlægja hraðskreiða hjóla- og rafskútuumferð af göngusvæðinu og einnig til að styrkja við norður-suður hjólaferðir eftir strandlengju höfuðborgarsvæðisins. Staðsetningin tryggi einnig fæstar þveranir fyrir hjólandi vegfarendur við Borgarlínuna á Kársnesi. „Ekki er litið svo á að hönnunin forgangsraði hjólreiðafólki fram yfir gangandi vegfarendur, heldur er henni ætlað að skapa betra og öruggara umhverfi fyrir gangandi vegfarendur og skila ávinningi fyrir báða ferðamáta,“ segir enn fremur. Erlendur S. Þorsteinsson, stjórnarmaður í Landssambandi hjólreiðamanna, tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í tilkynningu Vegagerðarinnar. Hann segir sambandið fyrst hafa fjallað um þetta í umsögn sem þau skrifuðu um brúna árið 2020 þegar fyrst var gert ráð fyrir því að hafa gangandi vestan megin, eins og Ellert leggur til. „Það sem við vorum að benda á þá er að það þarf að hugsa um heildarskipulagið. Þegar við horfðum á tillögurnar þá var eins og að framkvæmdinni kæmu þrír aðilar sem ekki væru að tala saman. Það var Reykjavíkurborg norðan megin, Kópavogur sunnan megin og Betri samgöngur og Vegagerðin með brúna. Það var engan veginn ljóst að það væri heildarstefna hvoru megin hvað væri. Til að koma í veg fyrir óþarfa krossa,“ segir Erlendur og því hafi sambandið bent á að betra væri að hafa hjólastíginn vestan megin. Erlendur segir að öryggi og skjól hjólreiðafólks verði að ganga fyrir hugmyndum um útsýni og útivist. „Það var þannig í upprunalegum hugmyndum að hjólreiðafólk þyrfti að krossa ítrekað og Landssamtök hjólreiðamanna gerðu athugasemd við það. Niðurstaðan var að færa hjólastíginn þannig að hann yrði vestan megin á Bakkabraut, Vestuvör og á brúnni. Þessi afstaða lágmarkar mögulega árekstrarpunkta. Nánar tiltekið er bara tveir, fólk sem kemur frá Þinghól en ætlar inn í Öskjuhlíð og fólk sem kemur frá Fossvogi norðan megin en ætlar út í Vesturbæ. Þeir punktar eru óhjákvæmilegir.“ Hann segir augljóst að þrátt fyrir að megin tilgangur brúarinnar sé að vera samgönguleið þá viti hann að hún verði einnig notuð í öðrum tilgangi. Fólk eigi eftir að gera sér leið að þessu kennileiti sem brúin verði. Fyrst og fremst samgöngumannvirki „En okkar sjónarmið er það að hún er fyrst og fremst samgöngumannvirki, ekki útivistarsvæði. Það hefur alveg borið á því í eldri hönnun og verið stöðugt í umræðu að um leið og það eru búnir til hjólastígar er farið að tala um útivist. En ekki að fólk sé að hjóla til og frá vinnu og vilji beina og greiða leið,“ segir Erlendur og að það megi ekki gleyma þessu lykilatriði. Hann segir að þessa hugsun megi sjá víða á eldri hjólastígum og nefnir sem dæmi Fossvogsdalinn. Þar sé hjólastígur sem liðist fram og til baka án þess að þar séu tré eða nokkuð annað sem gæti veitt skjól. Flugvöllurinn er við annan enda brúarinnar og Sky Lagoon við hinn endann. Vegagerðin „Þar sem hann er beinastur eru tré og þar sem hann liðast fram og til baka eru engin tré og ekkert skjól,“ segir Erlendur og að það vanti oft pælingar um hagkvæmni í stað þess að spá í útivist. Hann segir að ef fólk vilji stunda útivist geti það farið annað en á brú, eins og í Öskjuhlíð eða Heiðmörk. Hann segir tvo hluti á brúni mjög úthugsaða. Það sé hvoru megin hjólastígurinn sé og hvoru megin Borgarlínan sé. Borgarlínan komi frá Hamraborg eftir Borgarholtsbraut og komi að brúnni austan megin og hjólastígurinn sé meðfram ströndinni, til að koma í veg fyrir hækkun, og komi að vestan megin. „Þá þarf að halda þessu eins lengi og hægt er. Sem þýðir að hjólastígurinn verður að vera vestan megin. Annars er hjólreiðafólk að krossa fram og til baka,“ segir Erlendur. Annað sem er útpælt segir hann að séu öldurnar, eða áningarstaðirnir austan megin. Þær séu ekki bara hannaðir með fagurfræði í huga. Öldurnar séu staðsettar fyrir ofan stöpla undir brúnni og þær veiti skjól með því að brjóta vindinn þar sem stöplarnir eru og lyfti honum hærra. Myndin sýnir vindaðstæður á brúnni miðað við núverandi hönnun en við skýringu hennar í tillögunni segir að kantbitarnir tryggi að engar snarpar breytingar verði í vindaðstæðum eftir brúnni. Jafnvel þar sem kantbiti er lægstur, framan við álfasteina, eru talin nokkuð jákvæð skjóláhrif af honum á áningarstöðunum.Mynd/Efla „Ég skil að menn vilji nota þetta fyrir útivist líka. En það er alls ekki eins og það hafi verið hundsað. Það eru áningarstaðir og það er hægt að fara undir hana og áningarstaðir þar. Það var pælt í þessu en að mati Landssamtaka hjólreiðamanna er ekki hægt að forgangsraða slíkum hlutum umfram öryggi. Það verður að hugsa um skjól og öryggi. Eftir það er hægt að taka inn element sem snúa að sólarlagi og útivist og öðru slíku.“ Spurður hvort hann óttist ekki að ferðamenn eða aðrir gangandi færi sig yfir á hjólreiðastíginn til að sjá til dæmis sólarlagið svarar Erlendur því neitandi. Hann segir að miðað við ferðatölur í dag séu reiðhjól í miklum meirihluta þeirra sem ferðast um þetta svæði. Þeim sem gangandi eru muni eflaust fjölga þegar brúin er komin upp en fjölgunin verði ekki veruleg. Aukinn fjöldi gangandi verði að mestu leyti þau sem eru að fara yfir brúna. Ekki fólk sem sé að koma gangandi lengra að. „Það verða þarna einhverjir að skoða kennileitið en fyrst og fremst er hún að bæta því við að fólk á Kársnesi geti gengið yfir í Háskólann í Reykjavík. Þessi umferð sem Ellert veltir fyrir sér, ég hef ekki áhyggjur af því. Það er ekkert í tölunum í dag sem bendir til þess að þetta verði vandamál,“ segir Erlendur og á við Ellert Má Jónsson, byggingarverkfræðinginn sem gagnrýndi hönnunina í viðtali á Vísi í gær. Hann segir þó mikilvægt að hafa ábendingar Ellerts í huga og að það megi vel endurskoða skipulagið ef það verði vandamál. Ef fólk þveri miðja brúna sem dæmi. Það eigi ekki samt ekki að byrja á því að breyta hönnuninni, setja upp girðingar eða færa hjólreiðafólk á hinn endann. Það sé betra að reyna á hönnunina eins og hún er núna og endurmeta síðar ef þörf er á. „Það er fínt að hafa þetta bakvið eyrað og bregðast við því ef það verður vandamál. En ekki svissa hjólastígnum strax því hann er settur þarna upp á öryggi og vindskjóli. Ef þetta seinna meir, reynist vera vandamál, er hægt að hugsa fyrir hindrunum eða girðingum.“ Fossvogsbrú Samgöngur Reykjavík Kópavogur Vegagerð Borgarstjórn Umhverfismál Hjólreiðar Tengdar fréttir Samgöngubætur eða átta milljarða krúnudjásn Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. 3. nóvember 2023 08:01 Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði. 27. október 2023 11:31 „Það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast“ Innviðaráðherra segir forsendur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ekki brostnar þrátt fyrir gagnrýnisraddir úr ýmsum áttum. Framkvæmdir mættu þó vera hraðari og kostnaður hafi vissulega hækkað, sem sé eðlilegt í ljósi óvissuþátta. Taka þurfi umræðuna og mögulega endurskoða hluta sáttmálans. 27. febrúar 2023 23:58 Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. 17. ágúst 2023 21:00 Fyrsta lota Borgarlínu kosti 25 milljarða og þar muni mestu um byggingu brúa Reiknað er með að fyrsti áfangi Borgarlínu verði tekinn í gagnið seinni hluta ársins 2025. Frumdrög þessa áfanga upp á tuttugu og fimm milljarða voru kynnt í dag og munar þar mestu um kostnað við brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog. 5. febrúar 2021 21:00 Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20 Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Vegagerðin segir engin mistök í hönnun Fossvogsbrúarinnar. Fram kom í frétt á vef Vísis í gær að byggingarverkfræðingur teldi galla í hönnuninni. Að gangandi ættu að vera vestan megin brúarinnar í stað hjólandi. Svo þeir gætu notið sólarlagsins og útsýnisins á brúnni. Í vinningstillögu EFLU um brúna er gert ráð fyrir að gangandi séu austan megin, hjólandi vestan megin og á milli þeirra sé Borgarlína. „Hönnun og fyrirkomulag umferðar á Fossvogsbrú er vel ígrundað og tekur mið af þörfum og upplifun allra sem munu eiga leið um hana, hvort sem er gangandi, hjólandi eða með Borgarlínunni. Um er að ræða lykilatriði í vinningstillögunni Öldu í hönnunarsamkeppni sem haldin var um brú yfir Fossvog. Á fyrstu hönnunarstigum var tekið til skoðunar að hafa göngustíg vestan á brúnni og að vel athuguðu máli varð sú hönnun sem unnið er með fyrir valinu,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni sem birt var á vef þeirra í gær. Nóg pláss er fyrir gangandi og hjólandi á brúnni en ef fólk ætlar að sjá sólarlagið þarf það að horfa yfir Borgarlínuna og hjólastíginn. Efla Þar kemur einnig fram að brúin sé hluti af uppbyggingu Borgarlínunnar en að hún muni einnig nýtast vel virkum ferðamátum, það er gangandi og hjólandi vegfarendum. Samkvæmt umferðartölum og umferðarspá sé stærstur hluti gangandi við báða brúarenda austan brúarinnar og æskilegt er að gera þeim kleift að komast leiðar sinnar án þess að þurfa að þvera sérrými Borgarlínunnar. „Þar spilar umferðaröryggi einnig stórt hlutverk,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Þá er bent á í tilkynningu þeirra að göngustígur austan á brúnni loki fimm kílómetra göngu- og hlaupaleið um Fossvoginn. Þaðan sé fallegt útsýni yfir fjölbreytt útivistarsvæði og strandlengju Fossvogs. Þá sé einnig ágætt útsýni til vesturs, á sólarlagið, af áningarstöðum austan megin brúarinnar, jafnvel þótt þaðan sé horft yfir sérrými Borgarlínunnar og hjólastíg. Staðsetning hjólastígs tryggi fæstar þveranir Í tilkynningu segir einnig að hönnun svæðisins við brúna gefi kost á góðu útsýni til vesturs báðum megin brúar. Útsýnisstaðirnir við brúarendana séu hannaðir sérstaklega til þess nýta útsýni að Bessastöðum, Snæfellsjökli og sólsetrinu yfir Skerjafirði Þá er bent á að hjólastígurinn sé staðsettur að vestanverðu til að fjarlægja hraðskreiða hjóla- og rafskútuumferð af göngusvæðinu og einnig til að styrkja við norður-suður hjólaferðir eftir strandlengju höfuðborgarsvæðisins. Staðsetningin tryggi einnig fæstar þveranir fyrir hjólandi vegfarendur við Borgarlínuna á Kársnesi. „Ekki er litið svo á að hönnunin forgangsraði hjólreiðafólki fram yfir gangandi vegfarendur, heldur er henni ætlað að skapa betra og öruggara umhverfi fyrir gangandi vegfarendur og skila ávinningi fyrir báða ferðamáta,“ segir enn fremur. Erlendur S. Þorsteinsson, stjórnarmaður í Landssambandi hjólreiðamanna, tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í tilkynningu Vegagerðarinnar. Hann segir sambandið fyrst hafa fjallað um þetta í umsögn sem þau skrifuðu um brúna árið 2020 þegar fyrst var gert ráð fyrir því að hafa gangandi vestan megin, eins og Ellert leggur til. „Það sem við vorum að benda á þá er að það þarf að hugsa um heildarskipulagið. Þegar við horfðum á tillögurnar þá var eins og að framkvæmdinni kæmu þrír aðilar sem ekki væru að tala saman. Það var Reykjavíkurborg norðan megin, Kópavogur sunnan megin og Betri samgöngur og Vegagerðin með brúna. Það var engan veginn ljóst að það væri heildarstefna hvoru megin hvað væri. Til að koma í veg fyrir óþarfa krossa,“ segir Erlendur og því hafi sambandið bent á að betra væri að hafa hjólastíginn vestan megin. Erlendur segir að öryggi og skjól hjólreiðafólks verði að ganga fyrir hugmyndum um útsýni og útivist. „Það var þannig í upprunalegum hugmyndum að hjólreiðafólk þyrfti að krossa ítrekað og Landssamtök hjólreiðamanna gerðu athugasemd við það. Niðurstaðan var að færa hjólastíginn þannig að hann yrði vestan megin á Bakkabraut, Vestuvör og á brúnni. Þessi afstaða lágmarkar mögulega árekstrarpunkta. Nánar tiltekið er bara tveir, fólk sem kemur frá Þinghól en ætlar inn í Öskjuhlíð og fólk sem kemur frá Fossvogi norðan megin en ætlar út í Vesturbæ. Þeir punktar eru óhjákvæmilegir.“ Hann segir augljóst að þrátt fyrir að megin tilgangur brúarinnar sé að vera samgönguleið þá viti hann að hún verði einnig notuð í öðrum tilgangi. Fólk eigi eftir að gera sér leið að þessu kennileiti sem brúin verði. Fyrst og fremst samgöngumannvirki „En okkar sjónarmið er það að hún er fyrst og fremst samgöngumannvirki, ekki útivistarsvæði. Það hefur alveg borið á því í eldri hönnun og verið stöðugt í umræðu að um leið og það eru búnir til hjólastígar er farið að tala um útivist. En ekki að fólk sé að hjóla til og frá vinnu og vilji beina og greiða leið,“ segir Erlendur og að það megi ekki gleyma þessu lykilatriði. Hann segir að þessa hugsun megi sjá víða á eldri hjólastígum og nefnir sem dæmi Fossvogsdalinn. Þar sé hjólastígur sem liðist fram og til baka án þess að þar séu tré eða nokkuð annað sem gæti veitt skjól. Flugvöllurinn er við annan enda brúarinnar og Sky Lagoon við hinn endann. Vegagerðin „Þar sem hann er beinastur eru tré og þar sem hann liðast fram og til baka eru engin tré og ekkert skjól,“ segir Erlendur og að það vanti oft pælingar um hagkvæmni í stað þess að spá í útivist. Hann segir að ef fólk vilji stunda útivist geti það farið annað en á brú, eins og í Öskjuhlíð eða Heiðmörk. Hann segir tvo hluti á brúni mjög úthugsaða. Það sé hvoru megin hjólastígurinn sé og hvoru megin Borgarlínan sé. Borgarlínan komi frá Hamraborg eftir Borgarholtsbraut og komi að brúnni austan megin og hjólastígurinn sé meðfram ströndinni, til að koma í veg fyrir hækkun, og komi að vestan megin. „Þá þarf að halda þessu eins lengi og hægt er. Sem þýðir að hjólastígurinn verður að vera vestan megin. Annars er hjólreiðafólk að krossa fram og til baka,“ segir Erlendur. Annað sem er útpælt segir hann að séu öldurnar, eða áningarstaðirnir austan megin. Þær séu ekki bara hannaðir með fagurfræði í huga. Öldurnar séu staðsettar fyrir ofan stöpla undir brúnni og þær veiti skjól með því að brjóta vindinn þar sem stöplarnir eru og lyfti honum hærra. Myndin sýnir vindaðstæður á brúnni miðað við núverandi hönnun en við skýringu hennar í tillögunni segir að kantbitarnir tryggi að engar snarpar breytingar verði í vindaðstæðum eftir brúnni. Jafnvel þar sem kantbiti er lægstur, framan við álfasteina, eru talin nokkuð jákvæð skjóláhrif af honum á áningarstöðunum.Mynd/Efla „Ég skil að menn vilji nota þetta fyrir útivist líka. En það er alls ekki eins og það hafi verið hundsað. Það eru áningarstaðir og það er hægt að fara undir hana og áningarstaðir þar. Það var pælt í þessu en að mati Landssamtaka hjólreiðamanna er ekki hægt að forgangsraða slíkum hlutum umfram öryggi. Það verður að hugsa um skjól og öryggi. Eftir það er hægt að taka inn element sem snúa að sólarlagi og útivist og öðru slíku.“ Spurður hvort hann óttist ekki að ferðamenn eða aðrir gangandi færi sig yfir á hjólreiðastíginn til að sjá til dæmis sólarlagið svarar Erlendur því neitandi. Hann segir að miðað við ferðatölur í dag séu reiðhjól í miklum meirihluta þeirra sem ferðast um þetta svæði. Þeim sem gangandi eru muni eflaust fjölga þegar brúin er komin upp en fjölgunin verði ekki veruleg. Aukinn fjöldi gangandi verði að mestu leyti þau sem eru að fara yfir brúna. Ekki fólk sem sé að koma gangandi lengra að. „Það verða þarna einhverjir að skoða kennileitið en fyrst og fremst er hún að bæta því við að fólk á Kársnesi geti gengið yfir í Háskólann í Reykjavík. Þessi umferð sem Ellert veltir fyrir sér, ég hef ekki áhyggjur af því. Það er ekkert í tölunum í dag sem bendir til þess að þetta verði vandamál,“ segir Erlendur og á við Ellert Má Jónsson, byggingarverkfræðinginn sem gagnrýndi hönnunina í viðtali á Vísi í gær. Hann segir þó mikilvægt að hafa ábendingar Ellerts í huga og að það megi vel endurskoða skipulagið ef það verði vandamál. Ef fólk þveri miðja brúna sem dæmi. Það eigi ekki samt ekki að byrja á því að breyta hönnuninni, setja upp girðingar eða færa hjólreiðafólk á hinn endann. Það sé betra að reyna á hönnunina eins og hún er núna og endurmeta síðar ef þörf er á. „Það er fínt að hafa þetta bakvið eyrað og bregðast við því ef það verður vandamál. En ekki svissa hjólastígnum strax því hann er settur þarna upp á öryggi og vindskjóli. Ef þetta seinna meir, reynist vera vandamál, er hægt að hugsa fyrir hindrunum eða girðingum.“
Fossvogsbrú Samgöngur Reykjavík Kópavogur Vegagerð Borgarstjórn Umhverfismál Hjólreiðar Tengdar fréttir Samgöngubætur eða átta milljarða krúnudjásn Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. 3. nóvember 2023 08:01 Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði. 27. október 2023 11:31 „Það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast“ Innviðaráðherra segir forsendur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ekki brostnar þrátt fyrir gagnrýnisraddir úr ýmsum áttum. Framkvæmdir mættu þó vera hraðari og kostnaður hafi vissulega hækkað, sem sé eðlilegt í ljósi óvissuþátta. Taka þurfi umræðuna og mögulega endurskoða hluta sáttmálans. 27. febrúar 2023 23:58 Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. 17. ágúst 2023 21:00 Fyrsta lota Borgarlínu kosti 25 milljarða og þar muni mestu um byggingu brúa Reiknað er með að fyrsti áfangi Borgarlínu verði tekinn í gagnið seinni hluta ársins 2025. Frumdrög þessa áfanga upp á tuttugu og fimm milljarða voru kynnt í dag og munar þar mestu um kostnað við brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog. 5. febrúar 2021 21:00 Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20 Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Samgöngubætur eða átta milljarða krúnudjásn Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. 3. nóvember 2023 08:01
Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði. 27. október 2023 11:31
„Það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast“ Innviðaráðherra segir forsendur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ekki brostnar þrátt fyrir gagnrýnisraddir úr ýmsum áttum. Framkvæmdir mættu þó vera hraðari og kostnaður hafi vissulega hækkað, sem sé eðlilegt í ljósi óvissuþátta. Taka þurfi umræðuna og mögulega endurskoða hluta sáttmálans. 27. febrúar 2023 23:58
Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. 17. ágúst 2023 21:00
Fyrsta lota Borgarlínu kosti 25 milljarða og þar muni mestu um byggingu brúa Reiknað er með að fyrsti áfangi Borgarlínu verði tekinn í gagnið seinni hluta ársins 2025. Frumdrög þessa áfanga upp á tuttugu og fimm milljarða voru kynnt í dag og munar þar mestu um kostnað við brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog. 5. febrúar 2021 21:00
Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20
Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46