Ítali fær íslenska ullarpeysu sem passaði ekki endurgreidda Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 12:34 Í málinu er deilt um íslenska ullarpeysu sem viðskiptavinurinn hafði keypt í íslenskri vefverslun. Myndin er úr safni og tengist málinu ekki beint. Getty Ónefndri vefverslun hér á landi hefur verið gert að greiða ítölskum viðskiptavini rúmar 50 þúsund krónur eftir að hann hafði skilað ullarpeysu sem hann hafði keypt en aldrei fengið endurgreitt. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem kvað upp sinn úrskurð í málinu síðastliðinn þriðjudag. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn, sem búsettur er á Ítalíu, hafi fest kaup á ullarpeysu í umræddri vefverslun þann 27. september 2021 og greitt fyrir hana 350,04 evrur, um 50 þúsund krónur. Í kvörtun mannsins til kærunefndarinnar kemur fram að peysan hafi ekki passað og hann því sent hana til baka eftir að hafa ráðfært sig við verslunina í gegnum tölvupóst. Hann hafði þá fengið boð frá forsvarsmönnum verslunarinnar um að fá peysu í annarri stærð eða þá að fá endurgreitt. Eftir að hafa sent peysuna til baka óskaði viðskiptavinurinn eftir endurgreiðslu sem hefði ekki borist þrátt fyrir ítrekanir. Í kjölfarið leitaði viðskiptavinurinn til kærunefndarinnar þar sem þess var krafist að hann fengi kaupverð peysunnar endurgreitt, en hann hafði þá þegar fengið staðfestingu frá starfsmanni vefverslunarinnar um að peysan hefði skilað sér aftur til verslunarinnar. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda. Í málinu liggi fyrir að peysan sem hafi verið afhent hafi verið haldin galla. „Sóknaraðili skilaði peysunni til varnaraðila og hefur varnaraðili ekki endurgreitt flíkina og hefur því ekki staðið við boð sitt. Samkvæmt þessu verður að fallast á kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Vefverslunin skal því endurgreiða viðskiptavininum 350 evrur, rúmlega 50 þúsund krónur, auk málskostnaðsgjald að upphæð 35 þúsund krónur. Neytendur Verslun Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem kvað upp sinn úrskurð í málinu síðastliðinn þriðjudag. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn, sem búsettur er á Ítalíu, hafi fest kaup á ullarpeysu í umræddri vefverslun þann 27. september 2021 og greitt fyrir hana 350,04 evrur, um 50 þúsund krónur. Í kvörtun mannsins til kærunefndarinnar kemur fram að peysan hafi ekki passað og hann því sent hana til baka eftir að hafa ráðfært sig við verslunina í gegnum tölvupóst. Hann hafði þá fengið boð frá forsvarsmönnum verslunarinnar um að fá peysu í annarri stærð eða þá að fá endurgreitt. Eftir að hafa sent peysuna til baka óskaði viðskiptavinurinn eftir endurgreiðslu sem hefði ekki borist þrátt fyrir ítrekanir. Í kjölfarið leitaði viðskiptavinurinn til kærunefndarinnar þar sem þess var krafist að hann fengi kaupverð peysunnar endurgreitt, en hann hafði þá þegar fengið staðfestingu frá starfsmanni vefverslunarinnar um að peysan hefði skilað sér aftur til verslunarinnar. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda. Í málinu liggi fyrir að peysan sem hafi verið afhent hafi verið haldin galla. „Sóknaraðili skilaði peysunni til varnaraðila og hefur varnaraðili ekki endurgreitt flíkina og hefur því ekki staðið við boð sitt. Samkvæmt þessu verður að fallast á kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Vefverslunin skal því endurgreiða viðskiptavininum 350 evrur, rúmlega 50 þúsund krónur, auk málskostnaðsgjald að upphæð 35 þúsund krónur.
Neytendur Verslun Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira