Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun eftir gagnrýni lækna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2023 11:30 Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun, að minnsta kosti í bili. Getty Fyrirtækið Intuens, sem var upphaflega stofnað til að bjóða upp á heilskimun með segulómun, virðist horfið af þeirri braut en heimasíðu fyrirtækisins hefur verið breytt og efni á Facebook- og Instagram-síðum fyrirtækisins eytt. Á heimasíðunni er nú hvergi að finna upplýsingar um heilskimun og þá segir stórum stöfum að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Enn er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. „Markmið Intuens er að veita sem flestum Íslendingum - sem þurfa á segulómrannsókn að halda - aðgang að fremstu segulómtækjum sem völ er á,“ segir nú á heimasíðunni. Ekki náðist í Steinunni Erlu Thorlacius framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar en fréttastofu var bent á að senda fyrirspurn um málið, sem hefur verið gert. Á vefsíðu fyrirtækisins er nú hvergi minnst á heilskimun.Skjáskot af heimasíðu Intuens Intuens hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga vegna heilskimunarinnar, meðal annars af hálfu stjórna Læknafélags Íslands, Félags heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags röntgenlækna. Gagnrýnin hefur meðal annars byggt á því að heilskimanir séu óþarfar og kostnaðarsamar, að þær muni greina alls kyns breytingar sem muni krefjast frekari en í flestum tilvikum óþarfra inngripa og veita falskt öryggi. Þessi inngrip og mögulega meðferðir muni valda verulegum álagsauka í heilbrigðiskerfinu. Steinunn vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærmorgun en forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu svarað gagnrýninni á Facebook, þar sem meðal annars sagði að unnið væri að því að ná samningum við heilsugæslu sem myndi taka við þeim sem yrði vísað áfram í kjölfar rannsókna. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ sagði á Facebook-síðu Intuens. Þessi færsla og fleiri hafa nú verið fjarlægðar. Heilbrigðismál Vísindi Tækni Tengdar fréttir Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Á heimasíðunni er nú hvergi að finna upplýsingar um heilskimun og þá segir stórum stöfum að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Enn er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. „Markmið Intuens er að veita sem flestum Íslendingum - sem þurfa á segulómrannsókn að halda - aðgang að fremstu segulómtækjum sem völ er á,“ segir nú á heimasíðunni. Ekki náðist í Steinunni Erlu Thorlacius framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar en fréttastofu var bent á að senda fyrirspurn um málið, sem hefur verið gert. Á vefsíðu fyrirtækisins er nú hvergi minnst á heilskimun.Skjáskot af heimasíðu Intuens Intuens hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga vegna heilskimunarinnar, meðal annars af hálfu stjórna Læknafélags Íslands, Félags heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags röntgenlækna. Gagnrýnin hefur meðal annars byggt á því að heilskimanir séu óþarfar og kostnaðarsamar, að þær muni greina alls kyns breytingar sem muni krefjast frekari en í flestum tilvikum óþarfra inngripa og veita falskt öryggi. Þessi inngrip og mögulega meðferðir muni valda verulegum álagsauka í heilbrigðiskerfinu. Steinunn vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærmorgun en forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu svarað gagnrýninni á Facebook, þar sem meðal annars sagði að unnið væri að því að ná samningum við heilsugæslu sem myndi taka við þeim sem yrði vísað áfram í kjölfar rannsókna. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ sagði á Facebook-síðu Intuens. Þessi færsla og fleiri hafa nú verið fjarlægðar.
Heilbrigðismál Vísindi Tækni Tengdar fréttir Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55
Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29