Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 21:47 Geert Wilders hefur gert sitt til þess að reyna að ná til breiðara kjósendahóps en áður. EPA-EFE/REMKO DE WAAL Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. Í umfjöllun Guardian kemur fram að útgönguspár bendi til þess að Frelsisflokkurinn sé með 35 þingsæti af 150. Verkamannaflokkurinn (PVV) undir stjórn Frans Timmermans með 26 sæti, íhaldsflokkurinn (VVD) undir stjórn Dilan Yesilgöz-Zegerius með 23 og nýstofnaður flokkur miðhægrimannsins Pieter Omtzigt, NSC, með 20 sæti. Eins og fram hefur komið stýrði Mark Rutte VVD íhaldsflokknum og er hann núverandi forsætisráðherra. Hann hafði gegnt embættinu í þrettán ár en sleit fjögurra flokka ríkisstjórnarsamstarfi vegna ágreinings um innflytjendamál. Vegna þessa hefur kosningabaráttan í Hollandi að miklu leyti snúist um innflytjendamál. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur undanfarin ár verið afar umdeildur en hann hefur lagt sitt af mörkum við að breyta ímynd sinni, að því er fram kemur í umfjöllun miðilsins. Frelsisflokkurinn hafi minna rætt um „af-íslamsvæðingu“ Hollands að þessu sinni og þess í stað beint spjótum sínum að húsnæðismálum og framfærslu. Talið er næsta víst að langan tíma muni taka að mynda ríkisstjórn í landinu. Meðal þeirra sem hafa óskað Geert Wilders til hamingju með sigurinn er Marine Le Pen, formaður hægriöfgaflokksins Front National. Áður hefur Frans Timmermans, leiðtogi Verkamannaflokksins þvertekið fyrir að starfa með Wilders í ríkisstjórn og Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig útilokað það. Yesilgöz-Zegerius, leiðtogi íhaldsflokksins VVD, hefur ekki útilokað samstarf við Frelsisflokkinn en segir útilokað að Geert verði forsætisráðherra. Holland Tengdar fréttir Umdeildur hollenskur flokksformaður sekur um hatursorðræðu Geert Wilders var þó ekki dæmdur til refsingar fyrir að mismununu og að ýta undir hatur gegn Marokkómönnum. 9. desember 2016 11:37 Ummæli Wilders um íslam til rannsóknar hjá lögreglu Leiðtogi hollenska Frelsisflokksins sagði að íslam væri "hugmyndafræði stríðs og haturs“ og að "íslam hvetji fólk til að gerast hryðjuverkamenn“. 2. júní 2017 12:44 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Í umfjöllun Guardian kemur fram að útgönguspár bendi til þess að Frelsisflokkurinn sé með 35 þingsæti af 150. Verkamannaflokkurinn (PVV) undir stjórn Frans Timmermans með 26 sæti, íhaldsflokkurinn (VVD) undir stjórn Dilan Yesilgöz-Zegerius með 23 og nýstofnaður flokkur miðhægrimannsins Pieter Omtzigt, NSC, með 20 sæti. Eins og fram hefur komið stýrði Mark Rutte VVD íhaldsflokknum og er hann núverandi forsætisráðherra. Hann hafði gegnt embættinu í þrettán ár en sleit fjögurra flokka ríkisstjórnarsamstarfi vegna ágreinings um innflytjendamál. Vegna þessa hefur kosningabaráttan í Hollandi að miklu leyti snúist um innflytjendamál. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur undanfarin ár verið afar umdeildur en hann hefur lagt sitt af mörkum við að breyta ímynd sinni, að því er fram kemur í umfjöllun miðilsins. Frelsisflokkurinn hafi minna rætt um „af-íslamsvæðingu“ Hollands að þessu sinni og þess í stað beint spjótum sínum að húsnæðismálum og framfærslu. Talið er næsta víst að langan tíma muni taka að mynda ríkisstjórn í landinu. Meðal þeirra sem hafa óskað Geert Wilders til hamingju með sigurinn er Marine Le Pen, formaður hægriöfgaflokksins Front National. Áður hefur Frans Timmermans, leiðtogi Verkamannaflokksins þvertekið fyrir að starfa með Wilders í ríkisstjórn og Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig útilokað það. Yesilgöz-Zegerius, leiðtogi íhaldsflokksins VVD, hefur ekki útilokað samstarf við Frelsisflokkinn en segir útilokað að Geert verði forsætisráðherra.
Holland Tengdar fréttir Umdeildur hollenskur flokksformaður sekur um hatursorðræðu Geert Wilders var þó ekki dæmdur til refsingar fyrir að mismununu og að ýta undir hatur gegn Marokkómönnum. 9. desember 2016 11:37 Ummæli Wilders um íslam til rannsóknar hjá lögreglu Leiðtogi hollenska Frelsisflokksins sagði að íslam væri "hugmyndafræði stríðs og haturs“ og að "íslam hvetji fólk til að gerast hryðjuverkamenn“. 2. júní 2017 12:44 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Umdeildur hollenskur flokksformaður sekur um hatursorðræðu Geert Wilders var þó ekki dæmdur til refsingar fyrir að mismununu og að ýta undir hatur gegn Marokkómönnum. 9. desember 2016 11:37
Ummæli Wilders um íslam til rannsóknar hjá lögreglu Leiðtogi hollenska Frelsisflokksins sagði að íslam væri "hugmyndafræði stríðs og haturs“ og að "íslam hvetji fólk til að gerast hryðjuverkamenn“. 2. júní 2017 12:44