Toppliðin skildu jöfn í æsispennandi leikjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2023 21:29 Sigvaldi Björn hefur notið góðs gengis með Kolstad á tímabilinu Kolstad Kolstad og PSG gerðu æsispennandi 28-28 jafntefli sín á milli í 8. umferð Meistaradeildar karla í handbolta. Sigvaldi Björn Guðjónsson fór að venju mikinn í liði Kolstad og skoraði sjö mörk. Liðin sitja jöfn í 3. og 4. sæti A riðils. Ekkert skildi liðin að fyrstu mínúturnar en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fór Kolstad fram úr heimamönnum í PSG. Þeir komust mest fjórum mörkum yfir og héldu forystunni fram í seinni hálfleik. Þá lifnaði PSG aftur við og jafnaði leikinn, tóku svo sjálfir fram úr og leiddu með þremur mörkum þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Kolstad hristi það þó fljótt af sér og baráttan um sigurinn var blóðug fram á síðustu stundu en hvorugu liði tókst að hneppa hnossið. #MOTW 𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓PSG and Kolstad split the points after a thrilling 28:28 in the 🇫🇷 capital 🤝 𝐄𝐥𝐨𝐡𝐢𝐦 𝐏𝐫𝐚𝐧𝐝𝐢 and 𝐒𝐚𝐧𝐝𝐞𝐫 𝐒𝐚𝐠𝐨𝐬𝐞𝐧 score 10 goals each tonight! 🎯#ehfcl #clm #daretorise #MOTW pic.twitter.com/b4XGzQvYHf— EHF Champions League (@ehfcl) November 22, 2023 Tveir aðrir leikir fóru fram í A riðli Meistaradeildarinnar fyrr í dag. Aalborg og Kiel, efstu tvö lið riðilsins gerðu einnig jafntefli sín á milli, 27-27. Allt leit út fyrir að Kiel bæri sigurorð af en ótrúlegur endasprettur Aalborg tryggði þeim stigið. Kiel komst sex mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir en Aalborg greip þá til sinna ráða, lokaði markinu og skoruðu sjálfir sex í röð. Kiel er þó áfram í efsta sæti riðilsins með 11 stig, Aalborg fylgir fast á eftir með 10 stig og PSG og Kolstad eru jöfn þar á eftir með 9 stig. RK Eurofarm Pelister komst svo hársbreidd frá sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni þegar þeir tóku á móti Pick Szeged. Jafnræði ríkti milli liðanna allan leikinn þó Pick Szeged hafi oftar komist yfir, Zoltan Szita skoraði svo sigurmarkið þegar átta sekúndur voru eftir. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Sjá meira
Ekkert skildi liðin að fyrstu mínúturnar en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fór Kolstad fram úr heimamönnum í PSG. Þeir komust mest fjórum mörkum yfir og héldu forystunni fram í seinni hálfleik. Þá lifnaði PSG aftur við og jafnaði leikinn, tóku svo sjálfir fram úr og leiddu með þremur mörkum þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Kolstad hristi það þó fljótt af sér og baráttan um sigurinn var blóðug fram á síðustu stundu en hvorugu liði tókst að hneppa hnossið. #MOTW 𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓PSG and Kolstad split the points after a thrilling 28:28 in the 🇫🇷 capital 🤝 𝐄𝐥𝐨𝐡𝐢𝐦 𝐏𝐫𝐚𝐧𝐝𝐢 and 𝐒𝐚𝐧𝐝𝐞𝐫 𝐒𝐚𝐠𝐨𝐬𝐞𝐧 score 10 goals each tonight! 🎯#ehfcl #clm #daretorise #MOTW pic.twitter.com/b4XGzQvYHf— EHF Champions League (@ehfcl) November 22, 2023 Tveir aðrir leikir fóru fram í A riðli Meistaradeildarinnar fyrr í dag. Aalborg og Kiel, efstu tvö lið riðilsins gerðu einnig jafntefli sín á milli, 27-27. Allt leit út fyrir að Kiel bæri sigurorð af en ótrúlegur endasprettur Aalborg tryggði þeim stigið. Kiel komst sex mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir en Aalborg greip þá til sinna ráða, lokaði markinu og skoruðu sjálfir sex í röð. Kiel er þó áfram í efsta sæti riðilsins með 11 stig, Aalborg fylgir fast á eftir með 10 stig og PSG og Kolstad eru jöfn þar á eftir með 9 stig. RK Eurofarm Pelister komst svo hársbreidd frá sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni þegar þeir tóku á móti Pick Szeged. Jafnræði ríkti milli liðanna allan leikinn þó Pick Szeged hafi oftar komist yfir, Zoltan Szita skoraði svo sigurmarkið þegar átta sekúndur voru eftir.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Sjá meira