Toppliðin skildu jöfn í æsispennandi leikjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2023 21:29 Sigvaldi Björn hefur notið góðs gengis með Kolstad á tímabilinu Kolstad Kolstad og PSG gerðu æsispennandi 28-28 jafntefli sín á milli í 8. umferð Meistaradeildar karla í handbolta. Sigvaldi Björn Guðjónsson fór að venju mikinn í liði Kolstad og skoraði sjö mörk. Liðin sitja jöfn í 3. og 4. sæti A riðils. Ekkert skildi liðin að fyrstu mínúturnar en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fór Kolstad fram úr heimamönnum í PSG. Þeir komust mest fjórum mörkum yfir og héldu forystunni fram í seinni hálfleik. Þá lifnaði PSG aftur við og jafnaði leikinn, tóku svo sjálfir fram úr og leiddu með þremur mörkum þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Kolstad hristi það þó fljótt af sér og baráttan um sigurinn var blóðug fram á síðustu stundu en hvorugu liði tókst að hneppa hnossið. #MOTW 𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓PSG and Kolstad split the points after a thrilling 28:28 in the 🇫🇷 capital 🤝 𝐄𝐥𝐨𝐡𝐢𝐦 𝐏𝐫𝐚𝐧𝐝𝐢 and 𝐒𝐚𝐧𝐝𝐞𝐫 𝐒𝐚𝐠𝐨𝐬𝐞𝐧 score 10 goals each tonight! 🎯#ehfcl #clm #daretorise #MOTW pic.twitter.com/b4XGzQvYHf— EHF Champions League (@ehfcl) November 22, 2023 Tveir aðrir leikir fóru fram í A riðli Meistaradeildarinnar fyrr í dag. Aalborg og Kiel, efstu tvö lið riðilsins gerðu einnig jafntefli sín á milli, 27-27. Allt leit út fyrir að Kiel bæri sigurorð af en ótrúlegur endasprettur Aalborg tryggði þeim stigið. Kiel komst sex mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir en Aalborg greip þá til sinna ráða, lokaði markinu og skoruðu sjálfir sex í röð. Kiel er þó áfram í efsta sæti riðilsins með 11 stig, Aalborg fylgir fast á eftir með 10 stig og PSG og Kolstad eru jöfn þar á eftir með 9 stig. RK Eurofarm Pelister komst svo hársbreidd frá sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni þegar þeir tóku á móti Pick Szeged. Jafnræði ríkti milli liðanna allan leikinn þó Pick Szeged hafi oftar komist yfir, Zoltan Szita skoraði svo sigurmarkið þegar átta sekúndur voru eftir. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Ekkert skildi liðin að fyrstu mínúturnar en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fór Kolstad fram úr heimamönnum í PSG. Þeir komust mest fjórum mörkum yfir og héldu forystunni fram í seinni hálfleik. Þá lifnaði PSG aftur við og jafnaði leikinn, tóku svo sjálfir fram úr og leiddu með þremur mörkum þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Kolstad hristi það þó fljótt af sér og baráttan um sigurinn var blóðug fram á síðustu stundu en hvorugu liði tókst að hneppa hnossið. #MOTW 𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓PSG and Kolstad split the points after a thrilling 28:28 in the 🇫🇷 capital 🤝 𝐄𝐥𝐨𝐡𝐢𝐦 𝐏𝐫𝐚𝐧𝐝𝐢 and 𝐒𝐚𝐧𝐝𝐞𝐫 𝐒𝐚𝐠𝐨𝐬𝐞𝐧 score 10 goals each tonight! 🎯#ehfcl #clm #daretorise #MOTW pic.twitter.com/b4XGzQvYHf— EHF Champions League (@ehfcl) November 22, 2023 Tveir aðrir leikir fóru fram í A riðli Meistaradeildarinnar fyrr í dag. Aalborg og Kiel, efstu tvö lið riðilsins gerðu einnig jafntefli sín á milli, 27-27. Allt leit út fyrir að Kiel bæri sigurorð af en ótrúlegur endasprettur Aalborg tryggði þeim stigið. Kiel komst sex mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir en Aalborg greip þá til sinna ráða, lokaði markinu og skoruðu sjálfir sex í röð. Kiel er þó áfram í efsta sæti riðilsins með 11 stig, Aalborg fylgir fast á eftir með 10 stig og PSG og Kolstad eru jöfn þar á eftir með 9 stig. RK Eurofarm Pelister komst svo hársbreidd frá sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni þegar þeir tóku á móti Pick Szeged. Jafnræði ríkti milli liðanna allan leikinn þó Pick Szeged hafi oftar komist yfir, Zoltan Szita skoraði svo sigurmarkið þegar átta sekúndur voru eftir.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira