Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2023 11:39 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. Þetta kom fram í máli Úlfars á upplýsingafundi almannavarna. Blaðamannafélag Íslands kærði takmörkun á aðgengi fjölmiðla til dómsmálaráðuneytisins í dag. Fram kemur í tilkynningu félagsins að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla hafi verið tilkynnt opinberlega og engin rökstudd fyrirmæli gefin blaðamönnum sem óskað hafa eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga. „Þetta er enn eitt dæmið um skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi fjölmiðla og hlutverks þeirra. Það er algjörlega óásættanlegt að blaðamenn þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra um þá mikilvægu hagsmuni almennings sem fjölmiðlar gæta, það er þess aðhalds sem þeir veita í aðgerðum tengdum einum stærsta viðburði sem samfélagið hefur þurft að glíma við í hálfa öld,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, í samtali við Vísi í morgun. Það megi ekki gleyma því að blaðamenn og fjölmiðlar eru augu og eyru, ekki bara Grindvíkinga, heldur landsmanna allra, á svæðinu og veiti jafnframt mikilvæga innsýn í þá miklu erfiðleika sem Grindvíkingar glíma nú við. „Sú mikla og mikilvæga samkennd sem myndast hefur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum væri ekki tilkomin nema vegna þess að fjölmiðlar segja sögur af fólki sem þurft hefur að flýja heimili sín og takast á við óhugsandi aðstæður. Án þessara frásagna hefði þjóðin engar upplýsingar um það sem fólk hefur þurft að ganga í gegnum. Að auki væru ekki til neinar heimildir um upplifun Grindvíkinga af þessum atburði, ef fjölmiðlar væru ekki að skrásetja þær. Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna stjórnvöldum er þetta ekki ljóst.“ Skammaður fyrir barnabann Úlfar lögreglustjóri bannaði för barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022. Umboðsmaður Alþingis kallaði eftir skýringum lögreglustjórans og minnti hann á að víðtækum heimildum til að takmarka ferðafrelsi yrði að beita af varfærni. Umboðsmaður barna gagnrýndi bannið sömuleiðis. Úlfar segist ekki viss um að hann hafi gengið of langt með takmörkunum undanfarnar tólf daga. „Ástandið inni í bænum sjálfum er óbreytt frá þessum jarðskjálfta 10. nóvember og eftir rýmingu. Það er í sjálfu sér lítið að frétta af svæðinu,“ sagði Úlfar á upplýsingafundinum. Þá væru íbúar Grindavíkur á öðrum svæðum. Fjölmiðlar hefðu fengið að fylgja fólki til Grindavíkur um tíma. „Það fór eitthvað úrskeiðis hjá einum miðlinum og það lagðist þungt í samfélagið í Grindavík,“ sagði Úlfar. Vísaði hann til þess að ljósmyndari RÚV hefði reynt að komast inn í mannlaust hús til að mynda. Ljósmyndarinn og fréttastofa RÚV hafa beðist afsökunar á dómgreindarleysi sínu. „Við erum enn með hættusvæði. En þessi kæra blaðamannafélagsins, ég er ekki viss um að hún hafi verið tímabær.“ Úlfar segir samstarfið við fjölmiðla hafa gengið vel og aðgangur verði aukinn frá og með deginum í dag. Hann bað fjölmiðla um leið að hafa í huga að takmarkanir sem hefðu verið settar fjölmiðlum væru fyrst og fremst af tillitsemi við Grindvíkinga. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Úlfars á upplýsingafundi almannavarna. Blaðamannafélag Íslands kærði takmörkun á aðgengi fjölmiðla til dómsmálaráðuneytisins í dag. Fram kemur í tilkynningu félagsins að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla hafi verið tilkynnt opinberlega og engin rökstudd fyrirmæli gefin blaðamönnum sem óskað hafa eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga. „Þetta er enn eitt dæmið um skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi fjölmiðla og hlutverks þeirra. Það er algjörlega óásættanlegt að blaðamenn þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra um þá mikilvægu hagsmuni almennings sem fjölmiðlar gæta, það er þess aðhalds sem þeir veita í aðgerðum tengdum einum stærsta viðburði sem samfélagið hefur þurft að glíma við í hálfa öld,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, í samtali við Vísi í morgun. Það megi ekki gleyma því að blaðamenn og fjölmiðlar eru augu og eyru, ekki bara Grindvíkinga, heldur landsmanna allra, á svæðinu og veiti jafnframt mikilvæga innsýn í þá miklu erfiðleika sem Grindvíkingar glíma nú við. „Sú mikla og mikilvæga samkennd sem myndast hefur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum væri ekki tilkomin nema vegna þess að fjölmiðlar segja sögur af fólki sem þurft hefur að flýja heimili sín og takast á við óhugsandi aðstæður. Án þessara frásagna hefði þjóðin engar upplýsingar um það sem fólk hefur þurft að ganga í gegnum. Að auki væru ekki til neinar heimildir um upplifun Grindvíkinga af þessum atburði, ef fjölmiðlar væru ekki að skrásetja þær. Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna stjórnvöldum er þetta ekki ljóst.“ Skammaður fyrir barnabann Úlfar lögreglustjóri bannaði för barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022. Umboðsmaður Alþingis kallaði eftir skýringum lögreglustjórans og minnti hann á að víðtækum heimildum til að takmarka ferðafrelsi yrði að beita af varfærni. Umboðsmaður barna gagnrýndi bannið sömuleiðis. Úlfar segist ekki viss um að hann hafi gengið of langt með takmörkunum undanfarnar tólf daga. „Ástandið inni í bænum sjálfum er óbreytt frá þessum jarðskjálfta 10. nóvember og eftir rýmingu. Það er í sjálfu sér lítið að frétta af svæðinu,“ sagði Úlfar á upplýsingafundinum. Þá væru íbúar Grindavíkur á öðrum svæðum. Fjölmiðlar hefðu fengið að fylgja fólki til Grindavíkur um tíma. „Það fór eitthvað úrskeiðis hjá einum miðlinum og það lagðist þungt í samfélagið í Grindavík,“ sagði Úlfar. Vísaði hann til þess að ljósmyndari RÚV hefði reynt að komast inn í mannlaust hús til að mynda. Ljósmyndarinn og fréttastofa RÚV hafa beðist afsökunar á dómgreindarleysi sínu. „Við erum enn með hættusvæði. En þessi kæra blaðamannafélagsins, ég er ekki viss um að hún hafi verið tímabær.“ Úlfar segir samstarfið við fjölmiðla hafa gengið vel og aðgangur verði aukinn frá og með deginum í dag. Hann bað fjölmiðla um leið að hafa í huga að takmarkanir sem hefðu verið settar fjölmiðlum væru fyrst og fremst af tillitsemi við Grindvíkinga. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53