Boðum um að aðstoða björgunarsveitir rignir yfir aðgerðarstjórn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2023 19:02 Íris segir björgunarsveitir þiggja matargjafir með þökkum. Beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignir yfir aðgerðarstjórn björgunarsveita í Grindavík. Aðgerðarstjórnin hefur því komið á fót sérstöku netfangi þar sem hægt er að láta björgunarsveitir vita ef viðkomandi vill leggja sitt af mörkum. Íris Dögg Ásmundsdóttir, aðgerðarstjórnandi, segist í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 60 manna hóp sem sinni gæslu í Grindavík en Íris stofnaði í dag netfangið matargjafir@landsbjorg.is. „Þar geta þeir sem vilja, eða hafa tök á því að gefa okkur að drekka eða borða, eða gefa okkur nammi eða bara hvað sem er, haft samband og ég get þá úthlutað því til þeirra sem eru í aðgerðum. Þetta er allt fólk sem er að vinna í Grindavík,“ segir Íris. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum hefur beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignt yfir aðgerðarstjórnina. Fjölmargir vilji koma til aðstoðar. Vonast sé til að einfalda verklagið með því að koma á fót netfangi. Eins og fram hefur komið hafa Almannavarnir sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu vegna aðgerða í Grindavík. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Sagðist Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu í dag vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. „Þetta hefur bara tekið rosalega á alla og þetta hefur verið svakaleg vinna. Sem er ekki búin og ekki ljóst hvenær henni lýkur,“ segir Íris. Slysavarnardeildir skipti matarmálum á milli sín en miklu máli skiptir að fólk geti haft samband með einföldum hætti til að koma mat til aðgerðarstjórnar. „Þetta var orðið pínu krísuástand, þannig að ég tók þetta í mínar hendur að skipuleggja þetta og reyna að koma þessu á rétt ról, af því að það er náttúrulega brjálað að gera hjá Slysavarnardeildinni að gera og græja.“ Fréttin hefur verið uppfærð með ábendingum björgunarsveita um að gríðarlegur fjöldi hafi viljað leggja sitt af mörkum í þágu sveitanna. Því sé verið að einfalda verklag að baki matargjafa með því að koma þeim í farveg á netfanginu matargjafir@landsbjorg.is. Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Sjá meira
Íris Dögg Ásmundsdóttir, aðgerðarstjórnandi, segist í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 60 manna hóp sem sinni gæslu í Grindavík en Íris stofnaði í dag netfangið matargjafir@landsbjorg.is. „Þar geta þeir sem vilja, eða hafa tök á því að gefa okkur að drekka eða borða, eða gefa okkur nammi eða bara hvað sem er, haft samband og ég get þá úthlutað því til þeirra sem eru í aðgerðum. Þetta er allt fólk sem er að vinna í Grindavík,“ segir Íris. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum hefur beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignt yfir aðgerðarstjórnina. Fjölmargir vilji koma til aðstoðar. Vonast sé til að einfalda verklagið með því að koma á fót netfangi. Eins og fram hefur komið hafa Almannavarnir sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu vegna aðgerða í Grindavík. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Sagðist Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu í dag vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. „Þetta hefur bara tekið rosalega á alla og þetta hefur verið svakaleg vinna. Sem er ekki búin og ekki ljóst hvenær henni lýkur,“ segir Íris. Slysavarnardeildir skipti matarmálum á milli sín en miklu máli skiptir að fólk geti haft samband með einföldum hætti til að koma mat til aðgerðarstjórnar. „Þetta var orðið pínu krísuástand, þannig að ég tók þetta í mínar hendur að skipuleggja þetta og reyna að koma þessu á rétt ról, af því að það er náttúrulega brjálað að gera hjá Slysavarnardeildinni að gera og græja.“ Fréttin hefur verið uppfærð með ábendingum björgunarsveita um að gríðarlegur fjöldi hafi viljað leggja sitt af mörkum í þágu sveitanna. Því sé verið að einfalda verklag að baki matargjafa með því að koma þeim í farveg á netfanginu matargjafir@landsbjorg.is.
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Sjá meira
Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20
Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06
Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25