Boðum um að aðstoða björgunarsveitir rignir yfir aðgerðarstjórn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2023 19:02 Íris segir björgunarsveitir þiggja matargjafir með þökkum. Beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignir yfir aðgerðarstjórn björgunarsveita í Grindavík. Aðgerðarstjórnin hefur því komið á fót sérstöku netfangi þar sem hægt er að láta björgunarsveitir vita ef viðkomandi vill leggja sitt af mörkum. Íris Dögg Ásmundsdóttir, aðgerðarstjórnandi, segist í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 60 manna hóp sem sinni gæslu í Grindavík en Íris stofnaði í dag netfangið matargjafir@landsbjorg.is. „Þar geta þeir sem vilja, eða hafa tök á því að gefa okkur að drekka eða borða, eða gefa okkur nammi eða bara hvað sem er, haft samband og ég get þá úthlutað því til þeirra sem eru í aðgerðum. Þetta er allt fólk sem er að vinna í Grindavík,“ segir Íris. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum hefur beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignt yfir aðgerðarstjórnina. Fjölmargir vilji koma til aðstoðar. Vonast sé til að einfalda verklagið með því að koma á fót netfangi. Eins og fram hefur komið hafa Almannavarnir sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu vegna aðgerða í Grindavík. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Sagðist Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu í dag vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. „Þetta hefur bara tekið rosalega á alla og þetta hefur verið svakaleg vinna. Sem er ekki búin og ekki ljóst hvenær henni lýkur,“ segir Íris. Slysavarnardeildir skipti matarmálum á milli sín en miklu máli skiptir að fólk geti haft samband með einföldum hætti til að koma mat til aðgerðarstjórnar. „Þetta var orðið pínu krísuástand, þannig að ég tók þetta í mínar hendur að skipuleggja þetta og reyna að koma þessu á rétt ról, af því að það er náttúrulega brjálað að gera hjá Slysavarnardeildinni að gera og græja.“ Fréttin hefur verið uppfærð með ábendingum björgunarsveita um að gríðarlegur fjöldi hafi viljað leggja sitt af mörkum í þágu sveitanna. Því sé verið að einfalda verklag að baki matargjafa með því að koma þeim í farveg á netfanginu matargjafir@landsbjorg.is. Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Íris Dögg Ásmundsdóttir, aðgerðarstjórnandi, segist í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 60 manna hóp sem sinni gæslu í Grindavík en Íris stofnaði í dag netfangið matargjafir@landsbjorg.is. „Þar geta þeir sem vilja, eða hafa tök á því að gefa okkur að drekka eða borða, eða gefa okkur nammi eða bara hvað sem er, haft samband og ég get þá úthlutað því til þeirra sem eru í aðgerðum. Þetta er allt fólk sem er að vinna í Grindavík,“ segir Íris. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum hefur beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignt yfir aðgerðarstjórnina. Fjölmargir vilji koma til aðstoðar. Vonast sé til að einfalda verklagið með því að koma á fót netfangi. Eins og fram hefur komið hafa Almannavarnir sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu vegna aðgerða í Grindavík. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Sagðist Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu í dag vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. „Þetta hefur bara tekið rosalega á alla og þetta hefur verið svakaleg vinna. Sem er ekki búin og ekki ljóst hvenær henni lýkur,“ segir Íris. Slysavarnardeildir skipti matarmálum á milli sín en miklu máli skiptir að fólk geti haft samband með einföldum hætti til að koma mat til aðgerðarstjórnar. „Þetta var orðið pínu krísuástand, þannig að ég tók þetta í mínar hendur að skipuleggja þetta og reyna að koma þessu á rétt ról, af því að það er náttúrulega brjálað að gera hjá Slysavarnardeildinni að gera og græja.“ Fréttin hefur verið uppfærð með ábendingum björgunarsveita um að gríðarlegur fjöldi hafi viljað leggja sitt af mörkum í þágu sveitanna. Því sé verið að einfalda verklag að baki matargjafa með því að koma þeim í farveg á netfanginu matargjafir@landsbjorg.is.
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20
Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06
Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25