Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 12:08 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa sett víðtækar takmarkanir á ferðir fjölmiðla um hættusvæðið í og við Grindavík og ná þær takmarkanir almennt langt út fyrir hið skilgreinda hættusvæði. Þessar takmarkanir hafa hindrað störf fjölmiðla við öflun upplýsinga um stöðu mála hverju sinni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands segir takmarkanir á störf fjölmiðla í og við Grindavík allt of víðtækar.Stöð 2/Arnar Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands segir félagið og ritstjóra einstakra fjölmiðla árangurslaust hafa reynt að fá yfirvöld til að skilja stöðu og hlutverk fjölmiðla í þessum aðstæðum. „Þetta er algerlega óásættanlegt að okkar mati og mikil takmörkun á starfi og aðgengi fjölmiðla að þessu svæði,“ segir Sigríður Dögg. Ekki dugi að skammta einum ljósmyndara eða einum kvikmyndatökumanni stuttan tíma daglega fyrir hönd allra fjölmiðla í heiminum án þess að blaða- og fréttamenn fái að vera með í för. Yfirleitt væri um að ræða alvant fjölmiðlafólk í fréttaöflun á hamfarasvæðum. Ein af ástæðum lögreglustjórans við takmörkun á fjölmiðla er að ekki væri til reiðu nógu margt björgunarsveitarfólk til að fylgja fréttamönnum á svæðið.Stöð 2/Arnar Þá væru dæmi um að fulltrúar yfirvalda ætluðu eftir á að banna birtingu á tilteknu efni sem væri ótækt. Verið væri að kanna mögleika á að kæra takmarkanirnar. „Við erum þegar komin með lögmann til að skoða þetta mál og erum að kanna hvort við getum leitað þeirra leiða. En það er bara mjög erfitt þegar búið er að lýsa yfir neyðarástandi. Þá hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum svo miklar heimildir,“ segir formaður Blaðamannafélagsins. Þegar lögreglustjórinn á Suðurnesjum setti ótímabundið bann við ferðum barna að gosstöðvunum við Meradali í fyrra komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn hefði farið út fyrir valdmörk hans. Minnti umboðsmaður á að íþyngjandi ráðstafanir stjórnvalda yrðu almennt að eiga sér stoð í lögum. Þegar þær skertu grundvallarréttindi sem varin væru af stjórnarskrá og mannréttindum bæri að gera ríkari kröfu en ella til skýrleika lagaheimildar. Ekki mætti ganga lengra en þörf væri hverju sinni til að afstýra hættu. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur nánast bannað fjölmiðlum að fara inn á skilgreint hættusvæði sem auk þess er mjög víðfemt. Stöð 2/Bladur Hrafnkell Fjölmiðlar hafa ríkan stjórnarskrárvarinn rétt til athafna og birtingu frétta. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölmiðla hefur athafnafrelsi þeirra verið skert mikið og í dag benda Almannavarnir og lögreglustjórinn hvor á annan í þeim efnum. Sigríður Dögg segir fjölmiðla vera augu og eyru Grindvíkinga og alls almennings. „Grindvíkingar sjálfir fá ekki að fylgjast með framkvæmd á þessu aðgerðum, eigna- og björgunaraðgerðum. Við höfum heyrt mikla gagnrýni á hversu miklu meiri tíma fyrirtækjaeigendur fá til að bjarga sínum eignum en íbúar. Svo hefur almenningur líka verið að spyrja spurninga varðandi framkvæmd á þessum varnargörðum. Og ef við erum ekki á svæðinu til að fylgjast með og spyrja spurninga fyrir hönd almennings þá hefur enginn það tækifæri,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglan Almannavarnir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Víðtæk lokun hindrar för um stóran hluta Reykjanesskaga Akstursbann það sem Almannavarnir tilkynntu um á föstudagskvöld á öllum leiðum til Grindavíkur er enn í gildi. Svo víðtæk er lokunin að hún bannar för ökutækja um stóran hluta Reykjanesskagans. 13. nóvember 2023 10:43 Upplýsingafundur Almannavarna vegna ástandsins í Grindavík Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 11 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og sviðsstjóri Almannavarna, stjórnar fundinum. 20. nóvember 2023 10:18 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa sett víðtækar takmarkanir á ferðir fjölmiðla um hættusvæðið í og við Grindavík og ná þær takmarkanir almennt langt út fyrir hið skilgreinda hættusvæði. Þessar takmarkanir hafa hindrað störf fjölmiðla við öflun upplýsinga um stöðu mála hverju sinni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands segir takmarkanir á störf fjölmiðla í og við Grindavík allt of víðtækar.Stöð 2/Arnar Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands segir félagið og ritstjóra einstakra fjölmiðla árangurslaust hafa reynt að fá yfirvöld til að skilja stöðu og hlutverk fjölmiðla í þessum aðstæðum. „Þetta er algerlega óásættanlegt að okkar mati og mikil takmörkun á starfi og aðgengi fjölmiðla að þessu svæði,“ segir Sigríður Dögg. Ekki dugi að skammta einum ljósmyndara eða einum kvikmyndatökumanni stuttan tíma daglega fyrir hönd allra fjölmiðla í heiminum án þess að blaða- og fréttamenn fái að vera með í för. Yfirleitt væri um að ræða alvant fjölmiðlafólk í fréttaöflun á hamfarasvæðum. Ein af ástæðum lögreglustjórans við takmörkun á fjölmiðla er að ekki væri til reiðu nógu margt björgunarsveitarfólk til að fylgja fréttamönnum á svæðið.Stöð 2/Arnar Þá væru dæmi um að fulltrúar yfirvalda ætluðu eftir á að banna birtingu á tilteknu efni sem væri ótækt. Verið væri að kanna mögleika á að kæra takmarkanirnar. „Við erum þegar komin með lögmann til að skoða þetta mál og erum að kanna hvort við getum leitað þeirra leiða. En það er bara mjög erfitt þegar búið er að lýsa yfir neyðarástandi. Þá hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum svo miklar heimildir,“ segir formaður Blaðamannafélagsins. Þegar lögreglustjórinn á Suðurnesjum setti ótímabundið bann við ferðum barna að gosstöðvunum við Meradali í fyrra komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn hefði farið út fyrir valdmörk hans. Minnti umboðsmaður á að íþyngjandi ráðstafanir stjórnvalda yrðu almennt að eiga sér stoð í lögum. Þegar þær skertu grundvallarréttindi sem varin væru af stjórnarskrá og mannréttindum bæri að gera ríkari kröfu en ella til skýrleika lagaheimildar. Ekki mætti ganga lengra en þörf væri hverju sinni til að afstýra hættu. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur nánast bannað fjölmiðlum að fara inn á skilgreint hættusvæði sem auk þess er mjög víðfemt. Stöð 2/Bladur Hrafnkell Fjölmiðlar hafa ríkan stjórnarskrárvarinn rétt til athafna og birtingu frétta. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölmiðla hefur athafnafrelsi þeirra verið skert mikið og í dag benda Almannavarnir og lögreglustjórinn hvor á annan í þeim efnum. Sigríður Dögg segir fjölmiðla vera augu og eyru Grindvíkinga og alls almennings. „Grindvíkingar sjálfir fá ekki að fylgjast með framkvæmd á þessu aðgerðum, eigna- og björgunaraðgerðum. Við höfum heyrt mikla gagnrýni á hversu miklu meiri tíma fyrirtækjaeigendur fá til að bjarga sínum eignum en íbúar. Svo hefur almenningur líka verið að spyrja spurninga varðandi framkvæmd á þessum varnargörðum. Og ef við erum ekki á svæðinu til að fylgjast með og spyrja spurninga fyrir hönd almennings þá hefur enginn það tækifæri,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglan Almannavarnir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Víðtæk lokun hindrar för um stóran hluta Reykjanesskaga Akstursbann það sem Almannavarnir tilkynntu um á föstudagskvöld á öllum leiðum til Grindavíkur er enn í gildi. Svo víðtæk er lokunin að hún bannar för ökutækja um stóran hluta Reykjanesskagans. 13. nóvember 2023 10:43 Upplýsingafundur Almannavarna vegna ástandsins í Grindavík Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 11 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og sviðsstjóri Almannavarna, stjórnar fundinum. 20. nóvember 2023 10:18 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Víðtæk lokun hindrar för um stóran hluta Reykjanesskaga Akstursbann það sem Almannavarnir tilkynntu um á föstudagskvöld á öllum leiðum til Grindavíkur er enn í gildi. Svo víðtæk er lokunin að hún bannar för ökutækja um stóran hluta Reykjanesskagans. 13. nóvember 2023 10:43
Upplýsingafundur Almannavarna vegna ástandsins í Grindavík Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 11 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og sviðsstjóri Almannavarna, stjórnar fundinum. 20. nóvember 2023 10:18
Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35
Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent