„Inn í miðjum storminum sér maður ekki neitt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2023 15:48 Konráð Guðjónsson hagfræðingur fór yfir stöðu mála í Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir að óvissan í Grindavík muni ekki hafa góð áhrif á verðbólguna. Þó séu þau háð því hvernig mál þróast á Reykjanesi. Gríðarleg óvissa Þetta segir hann í Sprengisandi í dag. Hann segist ekki sjá fyrir mikinn samdrátt í hagkerfinu öllu en að það sé engin leið að vita eins og staðan er. Hann segir að krónan sé búin að veikjast og að halli ríkissjóðs sé að aukast. Hlusta má á viðtalið í heild sinni ásamt viðtali við Arnar Má Ólafsson um ferðamál í ljósi mögulegs eldgoss í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er náttúrlega gríðarleg óvissa og við vitum ekki hvernig hlutirnir fara. Við gerum ráð fyrir að það svartasta rætist ekki og það verði ekki mjög alvarlegt tjón í Svartsengi. Þá held ég að við séum ekki að horfa á mikinn samdrátt fyrir hagkerfið í heild sinni. Þannig þetta breytir stóru myndinni þar ekkert endilega, en það er algjörlega háð því hvernig þetta þróast náttúrlega,“ segir Konráð. Vondar fréttir Hann segir jafnframt að aðstæður á Reykjanesi séu að hafa slæm áhrif á verðbólguna en að ekkert sé hægt að fullyrða eins og er. „Varðandi verðbólguna, það sem er komið fram núna eru vondar fréttir fyrir hana. Krónan er búin að veikjast við erum að sjá fram á að skortur á húsnæði hefur aukist, mögulega bara tímabundið, það fer eftir því hversu mörg hús eru skemmd í grindavík og hvenær verður hægt að fara þangað aftur. “ Konráð segir að staðan sé ekki góð en að þó sé ekki hægt að sjá fyrir hverjar afleiðingarnar verði. „Svo talaði forsætisráðherra um það í gær að þetta myndi vera mjög dýrt fyrir ríkissjóð sem að óbreyttu eykur halla ríkissjóðs. Allt þetta er ekki gott fyrir verðbólguna. Við erum í ekkert sérstakri stöðu en þetta eru smámunir miðað við það sem Grindvíkingar eru að hugsa um núna.“ Hefur fulla trú á því að takist vel Hann segir óvissuna um þróun mála og hættuna við að eitthvað gerist munu hafa víðtækari efnahagslegar afleiðingar. „Inn í miðjum storminum sér maður yfirleitt ekki neitt um hver áhrifin eru og hvernig þetta fer allt saman. Hvað verður og hvað þarf að gera er eitthvað sem við verðum einfaldlega bara að læra smátt og smátt. Þannig er einfaldlega staðan, því miður. En ég hef fulla trú á því að það muni takast vel,“ bætir hann við. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Gríðarleg óvissa Þetta segir hann í Sprengisandi í dag. Hann segist ekki sjá fyrir mikinn samdrátt í hagkerfinu öllu en að það sé engin leið að vita eins og staðan er. Hann segir að krónan sé búin að veikjast og að halli ríkissjóðs sé að aukast. Hlusta má á viðtalið í heild sinni ásamt viðtali við Arnar Má Ólafsson um ferðamál í ljósi mögulegs eldgoss í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er náttúrlega gríðarleg óvissa og við vitum ekki hvernig hlutirnir fara. Við gerum ráð fyrir að það svartasta rætist ekki og það verði ekki mjög alvarlegt tjón í Svartsengi. Þá held ég að við séum ekki að horfa á mikinn samdrátt fyrir hagkerfið í heild sinni. Þannig þetta breytir stóru myndinni þar ekkert endilega, en það er algjörlega háð því hvernig þetta þróast náttúrlega,“ segir Konráð. Vondar fréttir Hann segir jafnframt að aðstæður á Reykjanesi séu að hafa slæm áhrif á verðbólguna en að ekkert sé hægt að fullyrða eins og er. „Varðandi verðbólguna, það sem er komið fram núna eru vondar fréttir fyrir hana. Krónan er búin að veikjast við erum að sjá fram á að skortur á húsnæði hefur aukist, mögulega bara tímabundið, það fer eftir því hversu mörg hús eru skemmd í grindavík og hvenær verður hægt að fara þangað aftur. “ Konráð segir að staðan sé ekki góð en að þó sé ekki hægt að sjá fyrir hverjar afleiðingarnar verði. „Svo talaði forsætisráðherra um það í gær að þetta myndi vera mjög dýrt fyrir ríkissjóð sem að óbreyttu eykur halla ríkissjóðs. Allt þetta er ekki gott fyrir verðbólguna. Við erum í ekkert sérstakri stöðu en þetta eru smámunir miðað við það sem Grindvíkingar eru að hugsa um núna.“ Hefur fulla trú á því að takist vel Hann segir óvissuna um þróun mála og hættuna við að eitthvað gerist munu hafa víðtækari efnahagslegar afleiðingar. „Inn í miðjum storminum sér maður yfirleitt ekki neitt um hver áhrifin eru og hvernig þetta fer allt saman. Hvað verður og hvað þarf að gera er eitthvað sem við verðum einfaldlega bara að læra smátt og smátt. Þannig er einfaldlega staðan, því miður. En ég hef fulla trú á því að það muni takast vel,“ bætir hann við.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira