„Eftir samveruna verður boðið upp á kaffi, djús og kleinur og prestar Suðurnesja og viðbragðsaðilar Rauða krossins vera til samtals og hlustunar. Við hvetjum alla til að sýna samtöðu og mæta og njóta nærveru og uppörvunar í samfélaginu með hvert öðru,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Þjóðkirkjunnar.
Í tilkynningunni er einnig minnt á áfallahjálparnetfang kirkjunnar afallahjalp@kirkjan.is og að hægt sé að hafa samband við prest fyrir samtal, samfylgd í gegnum óvissu og erfiða reynslu.
Hægt verður að vera með í samverustundinni í gegnum beint streymi hér fyrir neðan.