„No, no, no spilling in Iceland“ Þorvaldur Logason skrifar 18. nóvember 2023 15:00 Árið 2018 skilaði Hannes H. Gissurarson, prófessor við HÍ, inn til Bjarna Benediktssonar illræmdri skýrslu um Hrunið. Skýrslu á enskri tungu sem Bjarni lét skattgreiðendur borga og var greinilega ætluð sem málsvörn elítu Sjálfstæðisflokksins gagnvart ásökunum um ábyrgð á Hruninu. Hrunið var þar sagt afleiðing af alþjóða fjármálahruninu og helst á ábyrgð nokkurra útrásarvíkinga, útlendinga, Breta og ESB. Hannes studdist við vinnu tveggja háskólamanna; Ásgeirs Jónssonar núverandi Seðlabankastjóra og Eiríks Bergmann prófessors við Bifröst. Þeir þrír hafa allir gefið út bækur á ensku sem útskýra Hrunið fyrir útlendingum og ríma ágætlega við nýlega heimildamynd sem sýnd var á RÚV við mikla hneykslan: „The Battle of Iceland“.Það sem einkennir skýringar allra þessara aðila er hvernig rökstuddur grunur um alvarlega pólitíska spillingu er falinn. Orðið spilling er jafnvel vandlega grafið í reyk. Við svo búið má ekki standa. Alvarleg hætt er á að sú afvegaleiðandi mynd sem valdamiklir pólitískir og akademískir aðilar hafa skapað og vilja gefa útlendingum af Hrunsögunni verði ofan á ef ekki er brugðist sterkt við. Hlutur Eiríks Bergmann er þar ansi sérkennilegur. Hann setti fram þá fræðikenningu og gaf út í bók á ensku að skýra mætti „uppgang, hrun og endurreisn íslensks efnahagslífs út frá pólitískri sjálfsmynd þjóðarinnar.“ Við getum þakkað fyrir að dýpri og langsóttari verða orsakaskýringar prófessara líklega ekki. Hvernig hefði Búsáhaldabyltingin litið út ef alþýða manna hefði staðið á Austurvelli og hrópað: „Vanhæf þjóðarsál! Vanhæf þjóðarsál! …“ í stað þess að hrópa á vanhæfa pólitíska stjórn? Jafnvel enn undarlegra var framlag Eiríks Bergmann til Icesave sögunnar. Þar virðist þátttaka hans sjálfs í atburðarrásinni flækjast svo illilega fyrir honum að hann virðist hvorki skilja kjarna málsins né geta leiðrétt augljósar rangfærslur. Nýleg bók mín, Eimreiðarelítan – spillingarsaga, er því honum skiljanlega áfall. Icesave var fjársvik! Í bókinni set ég fram einfalda en sláandi staðreynd sem þjóðin hefði átt að vera upplýst um strax eftir útgáfu Rannsóknarskýrslu Alþingis 2010 og var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í markaðssvikamáli Landsbankans, árið 2016: Icesave var fjársvik! Þessi staðreynd er fullkomlega og algjörlega óumdeilanleg. Fjárhagsstaða Landsbankans var svo gróflega fölsuð að allir þeir sem lögðu fram fé í bankann voru í reynd fórnarlömb fjársvika. Í bók minni geng ég reyndar lengra í afhjúpun og rökstyð að Icesave hafi einnig verið pólitísk tryggingarsvik (sama gilti um Kaupthing Edge í útibúinu í Þýsklandi). Á þessar staðreyndir virðist Eiríkur meira og minna blindur eins og á spillingarorsakir Hrunsins og áhrif spillingarinnar á viðvarandi efnahagsvandamál Íslands. Í Bergmann útgáfunni af Icesave sögunni er sjálfsmynd Íslendinga í fyrirrúmi. Hann var sjálfur hluti af hinum þjóðernislega Indefence-hópi og hóf þar stórkostlega strámannsherferð undir slagorðinu: „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn.“ Vitandi fullvel að Bretar beittu aldrei neinum lagaákvæðum um hryðjuverk heldur ákvæðum um efnahagsbrot (spillingu) og settu okkur aldrei á neinn lista yfir hryðjuverkaríki heldur á eignafrystingarlista. Þar voru vissulega ríki með það sem Eiríkur myndi líklega kalla þjakaða þjóðarsál en ég kalla spillta stjórnmálaelítu. Spillingin gjörbreytir skrifum sögunnar Sú staðreynd að Icesave var fjársvik á ábyrgð lítillar valdaklíku æðstu valdamanna Íslands gjörbreytir sögunni sem nú þarf að skrifa alveg upp á nýtt. Ég skora á vandaða sagnfræðinga, stjórnmálafræðinga, kvikmyndargerðarmenn og aðra að fara af krafti í það verk. Í bók minni var einungis svigrúm til að veita innsýn inn í málið, hlut þess í Hruninu og skýringarmátt þess fyrir elítuspillinguna í landinu. Taka þarf afstöðu til þess hvort um tryggingarsvik elítunnar hafi verið að ræða og endurskoða allan málstað Íslendinga, Breta, Hollendinga og annarra í Icesave-sögunni út frá því. Á sama hátt þarf að skýra Hrunið fyrir útlendingum út frá pólitískri spillingu. Látum baráttuna um söguna ekki enda með dauða sannleikans. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 skilaði Hannes H. Gissurarson, prófessor við HÍ, inn til Bjarna Benediktssonar illræmdri skýrslu um Hrunið. Skýrslu á enskri tungu sem Bjarni lét skattgreiðendur borga og var greinilega ætluð sem málsvörn elítu Sjálfstæðisflokksins gagnvart ásökunum um ábyrgð á Hruninu. Hrunið var þar sagt afleiðing af alþjóða fjármálahruninu og helst á ábyrgð nokkurra útrásarvíkinga, útlendinga, Breta og ESB. Hannes studdist við vinnu tveggja háskólamanna; Ásgeirs Jónssonar núverandi Seðlabankastjóra og Eiríks Bergmann prófessors við Bifröst. Þeir þrír hafa allir gefið út bækur á ensku sem útskýra Hrunið fyrir útlendingum og ríma ágætlega við nýlega heimildamynd sem sýnd var á RÚV við mikla hneykslan: „The Battle of Iceland“.Það sem einkennir skýringar allra þessara aðila er hvernig rökstuddur grunur um alvarlega pólitíska spillingu er falinn. Orðið spilling er jafnvel vandlega grafið í reyk. Við svo búið má ekki standa. Alvarleg hætt er á að sú afvegaleiðandi mynd sem valdamiklir pólitískir og akademískir aðilar hafa skapað og vilja gefa útlendingum af Hrunsögunni verði ofan á ef ekki er brugðist sterkt við. Hlutur Eiríks Bergmann er þar ansi sérkennilegur. Hann setti fram þá fræðikenningu og gaf út í bók á ensku að skýra mætti „uppgang, hrun og endurreisn íslensks efnahagslífs út frá pólitískri sjálfsmynd þjóðarinnar.“ Við getum þakkað fyrir að dýpri og langsóttari verða orsakaskýringar prófessara líklega ekki. Hvernig hefði Búsáhaldabyltingin litið út ef alþýða manna hefði staðið á Austurvelli og hrópað: „Vanhæf þjóðarsál! Vanhæf þjóðarsál! …“ í stað þess að hrópa á vanhæfa pólitíska stjórn? Jafnvel enn undarlegra var framlag Eiríks Bergmann til Icesave sögunnar. Þar virðist þátttaka hans sjálfs í atburðarrásinni flækjast svo illilega fyrir honum að hann virðist hvorki skilja kjarna málsins né geta leiðrétt augljósar rangfærslur. Nýleg bók mín, Eimreiðarelítan – spillingarsaga, er því honum skiljanlega áfall. Icesave var fjársvik! Í bókinni set ég fram einfalda en sláandi staðreynd sem þjóðin hefði átt að vera upplýst um strax eftir útgáfu Rannsóknarskýrslu Alþingis 2010 og var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í markaðssvikamáli Landsbankans, árið 2016: Icesave var fjársvik! Þessi staðreynd er fullkomlega og algjörlega óumdeilanleg. Fjárhagsstaða Landsbankans var svo gróflega fölsuð að allir þeir sem lögðu fram fé í bankann voru í reynd fórnarlömb fjársvika. Í bók minni geng ég reyndar lengra í afhjúpun og rökstyð að Icesave hafi einnig verið pólitísk tryggingarsvik (sama gilti um Kaupthing Edge í útibúinu í Þýsklandi). Á þessar staðreyndir virðist Eiríkur meira og minna blindur eins og á spillingarorsakir Hrunsins og áhrif spillingarinnar á viðvarandi efnahagsvandamál Íslands. Í Bergmann útgáfunni af Icesave sögunni er sjálfsmynd Íslendinga í fyrirrúmi. Hann var sjálfur hluti af hinum þjóðernislega Indefence-hópi og hóf þar stórkostlega strámannsherferð undir slagorðinu: „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn.“ Vitandi fullvel að Bretar beittu aldrei neinum lagaákvæðum um hryðjuverk heldur ákvæðum um efnahagsbrot (spillingu) og settu okkur aldrei á neinn lista yfir hryðjuverkaríki heldur á eignafrystingarlista. Þar voru vissulega ríki með það sem Eiríkur myndi líklega kalla þjakaða þjóðarsál en ég kalla spillta stjórnmálaelítu. Spillingin gjörbreytir skrifum sögunnar Sú staðreynd að Icesave var fjársvik á ábyrgð lítillar valdaklíku æðstu valdamanna Íslands gjörbreytir sögunni sem nú þarf að skrifa alveg upp á nýtt. Ég skora á vandaða sagnfræðinga, stjórnmálafræðinga, kvikmyndargerðarmenn og aðra að fara af krafti í það verk. Í bók minni var einungis svigrúm til að veita innsýn inn í málið, hlut þess í Hruninu og skýringarmátt þess fyrir elítuspillinguna í landinu. Taka þarf afstöðu til þess hvort um tryggingarsvik elítunnar hafi verið að ræða og endurskoða allan málstað Íslendinga, Breta, Hollendinga og annarra í Icesave-sögunni út frá því. Á sama hátt þarf að skýra Hrunið fyrir útlendingum út frá pólitískri spillingu. Látum baráttuna um söguna ekki enda með dauða sannleikans. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar