„No, no, no spilling in Iceland“ Þorvaldur Logason skrifar 18. nóvember 2023 15:00 Árið 2018 skilaði Hannes H. Gissurarson, prófessor við HÍ, inn til Bjarna Benediktssonar illræmdri skýrslu um Hrunið. Skýrslu á enskri tungu sem Bjarni lét skattgreiðendur borga og var greinilega ætluð sem málsvörn elítu Sjálfstæðisflokksins gagnvart ásökunum um ábyrgð á Hruninu. Hrunið var þar sagt afleiðing af alþjóða fjármálahruninu og helst á ábyrgð nokkurra útrásarvíkinga, útlendinga, Breta og ESB. Hannes studdist við vinnu tveggja háskólamanna; Ásgeirs Jónssonar núverandi Seðlabankastjóra og Eiríks Bergmann prófessors við Bifröst. Þeir þrír hafa allir gefið út bækur á ensku sem útskýra Hrunið fyrir útlendingum og ríma ágætlega við nýlega heimildamynd sem sýnd var á RÚV við mikla hneykslan: „The Battle of Iceland“.Það sem einkennir skýringar allra þessara aðila er hvernig rökstuddur grunur um alvarlega pólitíska spillingu er falinn. Orðið spilling er jafnvel vandlega grafið í reyk. Við svo búið má ekki standa. Alvarleg hætt er á að sú afvegaleiðandi mynd sem valdamiklir pólitískir og akademískir aðilar hafa skapað og vilja gefa útlendingum af Hrunsögunni verði ofan á ef ekki er brugðist sterkt við. Hlutur Eiríks Bergmann er þar ansi sérkennilegur. Hann setti fram þá fræðikenningu og gaf út í bók á ensku að skýra mætti „uppgang, hrun og endurreisn íslensks efnahagslífs út frá pólitískri sjálfsmynd þjóðarinnar.“ Við getum þakkað fyrir að dýpri og langsóttari verða orsakaskýringar prófessara líklega ekki. Hvernig hefði Búsáhaldabyltingin litið út ef alþýða manna hefði staðið á Austurvelli og hrópað: „Vanhæf þjóðarsál! Vanhæf þjóðarsál! …“ í stað þess að hrópa á vanhæfa pólitíska stjórn? Jafnvel enn undarlegra var framlag Eiríks Bergmann til Icesave sögunnar. Þar virðist þátttaka hans sjálfs í atburðarrásinni flækjast svo illilega fyrir honum að hann virðist hvorki skilja kjarna málsins né geta leiðrétt augljósar rangfærslur. Nýleg bók mín, Eimreiðarelítan – spillingarsaga, er því honum skiljanlega áfall. Icesave var fjársvik! Í bókinni set ég fram einfalda en sláandi staðreynd sem þjóðin hefði átt að vera upplýst um strax eftir útgáfu Rannsóknarskýrslu Alþingis 2010 og var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í markaðssvikamáli Landsbankans, árið 2016: Icesave var fjársvik! Þessi staðreynd er fullkomlega og algjörlega óumdeilanleg. Fjárhagsstaða Landsbankans var svo gróflega fölsuð að allir þeir sem lögðu fram fé í bankann voru í reynd fórnarlömb fjársvika. Í bók minni geng ég reyndar lengra í afhjúpun og rökstyð að Icesave hafi einnig verið pólitísk tryggingarsvik (sama gilti um Kaupthing Edge í útibúinu í Þýsklandi). Á þessar staðreyndir virðist Eiríkur meira og minna blindur eins og á spillingarorsakir Hrunsins og áhrif spillingarinnar á viðvarandi efnahagsvandamál Íslands. Í Bergmann útgáfunni af Icesave sögunni er sjálfsmynd Íslendinga í fyrirrúmi. Hann var sjálfur hluti af hinum þjóðernislega Indefence-hópi og hóf þar stórkostlega strámannsherferð undir slagorðinu: „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn.“ Vitandi fullvel að Bretar beittu aldrei neinum lagaákvæðum um hryðjuverk heldur ákvæðum um efnahagsbrot (spillingu) og settu okkur aldrei á neinn lista yfir hryðjuverkaríki heldur á eignafrystingarlista. Þar voru vissulega ríki með það sem Eiríkur myndi líklega kalla þjakaða þjóðarsál en ég kalla spillta stjórnmálaelítu. Spillingin gjörbreytir skrifum sögunnar Sú staðreynd að Icesave var fjársvik á ábyrgð lítillar valdaklíku æðstu valdamanna Íslands gjörbreytir sögunni sem nú þarf að skrifa alveg upp á nýtt. Ég skora á vandaða sagnfræðinga, stjórnmálafræðinga, kvikmyndargerðarmenn og aðra að fara af krafti í það verk. Í bók minni var einungis svigrúm til að veita innsýn inn í málið, hlut þess í Hruninu og skýringarmátt þess fyrir elítuspillinguna í landinu. Taka þarf afstöðu til þess hvort um tryggingarsvik elítunnar hafi verið að ræða og endurskoða allan málstað Íslendinga, Breta, Hollendinga og annarra í Icesave-sögunni út frá því. Á sama hátt þarf að skýra Hrunið fyrir útlendingum út frá pólitískri spillingu. Látum baráttuna um söguna ekki enda með dauða sannleikans. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 skilaði Hannes H. Gissurarson, prófessor við HÍ, inn til Bjarna Benediktssonar illræmdri skýrslu um Hrunið. Skýrslu á enskri tungu sem Bjarni lét skattgreiðendur borga og var greinilega ætluð sem málsvörn elítu Sjálfstæðisflokksins gagnvart ásökunum um ábyrgð á Hruninu. Hrunið var þar sagt afleiðing af alþjóða fjármálahruninu og helst á ábyrgð nokkurra útrásarvíkinga, útlendinga, Breta og ESB. Hannes studdist við vinnu tveggja háskólamanna; Ásgeirs Jónssonar núverandi Seðlabankastjóra og Eiríks Bergmann prófessors við Bifröst. Þeir þrír hafa allir gefið út bækur á ensku sem útskýra Hrunið fyrir útlendingum og ríma ágætlega við nýlega heimildamynd sem sýnd var á RÚV við mikla hneykslan: „The Battle of Iceland“.Það sem einkennir skýringar allra þessara aðila er hvernig rökstuddur grunur um alvarlega pólitíska spillingu er falinn. Orðið spilling er jafnvel vandlega grafið í reyk. Við svo búið má ekki standa. Alvarleg hætt er á að sú afvegaleiðandi mynd sem valdamiklir pólitískir og akademískir aðilar hafa skapað og vilja gefa útlendingum af Hrunsögunni verði ofan á ef ekki er brugðist sterkt við. Hlutur Eiríks Bergmann er þar ansi sérkennilegur. Hann setti fram þá fræðikenningu og gaf út í bók á ensku að skýra mætti „uppgang, hrun og endurreisn íslensks efnahagslífs út frá pólitískri sjálfsmynd þjóðarinnar.“ Við getum þakkað fyrir að dýpri og langsóttari verða orsakaskýringar prófessara líklega ekki. Hvernig hefði Búsáhaldabyltingin litið út ef alþýða manna hefði staðið á Austurvelli og hrópað: „Vanhæf þjóðarsál! Vanhæf þjóðarsál! …“ í stað þess að hrópa á vanhæfa pólitíska stjórn? Jafnvel enn undarlegra var framlag Eiríks Bergmann til Icesave sögunnar. Þar virðist þátttaka hans sjálfs í atburðarrásinni flækjast svo illilega fyrir honum að hann virðist hvorki skilja kjarna málsins né geta leiðrétt augljósar rangfærslur. Nýleg bók mín, Eimreiðarelítan – spillingarsaga, er því honum skiljanlega áfall. Icesave var fjársvik! Í bókinni set ég fram einfalda en sláandi staðreynd sem þjóðin hefði átt að vera upplýst um strax eftir útgáfu Rannsóknarskýrslu Alþingis 2010 og var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í markaðssvikamáli Landsbankans, árið 2016: Icesave var fjársvik! Þessi staðreynd er fullkomlega og algjörlega óumdeilanleg. Fjárhagsstaða Landsbankans var svo gróflega fölsuð að allir þeir sem lögðu fram fé í bankann voru í reynd fórnarlömb fjársvika. Í bók minni geng ég reyndar lengra í afhjúpun og rökstyð að Icesave hafi einnig verið pólitísk tryggingarsvik (sama gilti um Kaupthing Edge í útibúinu í Þýsklandi). Á þessar staðreyndir virðist Eiríkur meira og minna blindur eins og á spillingarorsakir Hrunsins og áhrif spillingarinnar á viðvarandi efnahagsvandamál Íslands. Í Bergmann útgáfunni af Icesave sögunni er sjálfsmynd Íslendinga í fyrirrúmi. Hann var sjálfur hluti af hinum þjóðernislega Indefence-hópi og hóf þar stórkostlega strámannsherferð undir slagorðinu: „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn.“ Vitandi fullvel að Bretar beittu aldrei neinum lagaákvæðum um hryðjuverk heldur ákvæðum um efnahagsbrot (spillingu) og settu okkur aldrei á neinn lista yfir hryðjuverkaríki heldur á eignafrystingarlista. Þar voru vissulega ríki með það sem Eiríkur myndi líklega kalla þjakaða þjóðarsál en ég kalla spillta stjórnmálaelítu. Spillingin gjörbreytir skrifum sögunnar Sú staðreynd að Icesave var fjársvik á ábyrgð lítillar valdaklíku æðstu valdamanna Íslands gjörbreytir sögunni sem nú þarf að skrifa alveg upp á nýtt. Ég skora á vandaða sagnfræðinga, stjórnmálafræðinga, kvikmyndargerðarmenn og aðra að fara af krafti í það verk. Í bók minni var einungis svigrúm til að veita innsýn inn í málið, hlut þess í Hruninu og skýringarmátt þess fyrir elítuspillinguna í landinu. Taka þarf afstöðu til þess hvort um tryggingarsvik elítunnar hafi verið að ræða og endurskoða allan málstað Íslendinga, Breta, Hollendinga og annarra í Icesave-sögunni út frá því. Á sama hátt þarf að skýra Hrunið fyrir útlendingum út frá pólitískri spillingu. Látum baráttuna um söguna ekki enda með dauða sannleikans. Höfundur er heimspekingur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun