Helstu tíðindi:
- Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur enn töluverðar líkur á gosi, en líklega yrði það í minni kantinum og í líkingu við gos síðustu ára.
- Kvikugas mældist í borholu í Svartsengi norðan Þorbjarnar í gær. Frekari mælingar verða gerðar í dag.
- HS Veitur sögðu í gær að rof hefðu orðið á rafstrengum og lögnum vegna sprungunnar sem nú liggur í gegnum bæinn.
- Íbúum á rauða svæðinu, hættulegasta svæði Grindavíkur fengu boð um að komast til að sækja eigur í morgun. Sú aðgerð hófst klukkan níu í morgun en klukkan ellefu var þeim hætt vegna öryggisráðstafanna. Forsvarsmönnum fyrirtækja var hleypt inn klukkan 14.
- Foreldrum leik- og grunnskólabarna í Grindavík var boðið samverustundar í Laugardalshöll klukkan 13 í dag.
Hér fyrir neðan má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis á Þorbirni:
Og hér má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis sem beinist að Grindavík:
Fréttastofa fylgist með þróun mála í allan dag. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).