Gagnrýni: Svo lengi sem við lifum Erna Mist skrifar 16. nóvember 2023 14:31 Íslendingar flytja til útlanda í þeim eina tilgangi að snúa aftur heim. Söguhetja þáttanna Svo lengi sem við lifum er þar engin undantekning, heldur dæmisaga þeirra sanninda: tónlistarkona sem ákveður að flytja heim eftir farsælan tónlistarferil með erlendan mann og barn í eftirdragi. Upphaflega er heimkoman eitt stórt spurningarmerki, en þegar útlit söguhetjunnar og viðhorft hennar gagnvart kynjaímyndum eru höfð til hliðsjónar koma ástæðurnar á færibandi: Bransinn var brenglaður, draumurinn dó um leið og hann var dreginn inn í veruleikann, og til að eiga möguleika á eðlilegu lífi var eina leiðin að elta upprunann og festa þar rætur. En spennufíknin slokknar ekki þó umhverfið hafi róast. Þó söguhetjan sé einfari að eðlisfari vakir innra með henni óseðjandi þrá eftir ofsablandinni nánd; fantasíum sem raungerast þegar ímyndunaraflinu tekst ekki að finna þeim farveg. Í stöðugum skilmingum við eigin langanir reynist listakonunni fjölskyldulífið ekki svo borðliggjandi, og þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að stíga inn í hlutverk barnapíu fer heimilislífið endanlega úr böndunum. Fortíðardraugar á borð við fyrrum elskhuga og ófullkomna foreldra brjóta upp á framvinduna, en í stað þess að nýta áföll og fortíðarbresti til að útskýra hegðun og hugsanavillur söguhetjunnar (eins og vinsælt þykir í samtímasagnagerð sem einkennist af geðrænni greiningaráráttu og gegndarlausu fórnarlambsblæti) draga aukapersónurnar fram óvæntar hliðar á söguhetjunni sem berst við að samræma þessar hliðar. Hið sígilda samspil valdaójafnvægis og forboðins aðdráttarafls tekur á sig ólíkar birtingarmyndir í kringumstæðum sem eru í senn framandi og kunnulegar; senum sem sýna mann sjálfan í skálduðum persónum. Svo lengi sem við lifum er fyrst og fremst óður til frelsisins, þeirrar sammannlegu sálarhvatar til að skera á bönd hinna stöðnuðu hversdagshátta og losna undan fjötrum samfélagsgerðar sem skyldar okkur til að velja eina útgáfu af sjálfum okkur og bæla hinar niður. Söguhetja þáttanna er kærkomin nýjung í persónugallerí íslenskrar sjónvarpsgerðar - kona sem kýs frelsið frelsisins vegna; óvissuna fram yfir klisjuna. Þættina skrifar Aníta Briem, Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar. Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar flytja til útlanda í þeim eina tilgangi að snúa aftur heim. Söguhetja þáttanna Svo lengi sem við lifum er þar engin undantekning, heldur dæmisaga þeirra sanninda: tónlistarkona sem ákveður að flytja heim eftir farsælan tónlistarferil með erlendan mann og barn í eftirdragi. Upphaflega er heimkoman eitt stórt spurningarmerki, en þegar útlit söguhetjunnar og viðhorft hennar gagnvart kynjaímyndum eru höfð til hliðsjónar koma ástæðurnar á færibandi: Bransinn var brenglaður, draumurinn dó um leið og hann var dreginn inn í veruleikann, og til að eiga möguleika á eðlilegu lífi var eina leiðin að elta upprunann og festa þar rætur. En spennufíknin slokknar ekki þó umhverfið hafi róast. Þó söguhetjan sé einfari að eðlisfari vakir innra með henni óseðjandi þrá eftir ofsablandinni nánd; fantasíum sem raungerast þegar ímyndunaraflinu tekst ekki að finna þeim farveg. Í stöðugum skilmingum við eigin langanir reynist listakonunni fjölskyldulífið ekki svo borðliggjandi, og þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að stíga inn í hlutverk barnapíu fer heimilislífið endanlega úr böndunum. Fortíðardraugar á borð við fyrrum elskhuga og ófullkomna foreldra brjóta upp á framvinduna, en í stað þess að nýta áföll og fortíðarbresti til að útskýra hegðun og hugsanavillur söguhetjunnar (eins og vinsælt þykir í samtímasagnagerð sem einkennist af geðrænni greiningaráráttu og gegndarlausu fórnarlambsblæti) draga aukapersónurnar fram óvæntar hliðar á söguhetjunni sem berst við að samræma þessar hliðar. Hið sígilda samspil valdaójafnvægis og forboðins aðdráttarafls tekur á sig ólíkar birtingarmyndir í kringumstæðum sem eru í senn framandi og kunnulegar; senum sem sýna mann sjálfan í skálduðum persónum. Svo lengi sem við lifum er fyrst og fremst óður til frelsisins, þeirrar sammannlegu sálarhvatar til að skera á bönd hinna stöðnuðu hversdagshátta og losna undan fjötrum samfélagsgerðar sem skyldar okkur til að velja eina útgáfu af sjálfum okkur og bæla hinar niður. Söguhetja þáttanna er kærkomin nýjung í persónugallerí íslenskrar sjónvarpsgerðar - kona sem kýs frelsið frelsisins vegna; óvissuna fram yfir klisjuna. Þættina skrifar Aníta Briem, Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir. Höfundur er listmálari.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun