Innleiða stafrænan íslenskukennara hjá sveitarfélögum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2023 11:31 Frá vinstri; Herve Debono, Jón Gunnar Þórðarson, Hilmar Þór Birgisson og Guðmundur Auðunson Silla Páls Sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Akranes, Mýrdalshreppur, Ísafjarðarbær og Mosfellsbær hafa keypt og innleitt stafræna íslenskukennarann Bara tala sem byggður er á gervigreind, fyrir starfsfólkið sitt. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að fjölmörg önnur sveitarfélög séu einnig að hefja innleiðingu. Eins og fram hefur komið er dagur íslenskrar tungu í dag. Í tilkynningunni kemur fram að Bara tala sé stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Um sé að ræða endalausn sem byggi á kjarna lausnum íslensku máltækni áætlunarinnar. Þá sé boðið upp á starfstengt íslenskunám og grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði. Með notkun sjónrænna vísbendinga og mynda geti notendur auðveldlega bætt orðaforða sinn, hlustunarfærni og hagnýtt minni, sem gefur þegar fram í sækir aukið sjálfstraust þegar íslenska sé töluð. „Í dag eru 23 prósent starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði af erlendu bergi brotin. Þjóðfélagið hefur breyst mikið á síðustu tveimur áratugum og þörfin á hágæða stafrænni íslenskukennslu hefur aukist til muna,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala. „Fyrirtæki og sveitarfélög hafa tekið kennslulausninni okkar vel og í dag hafa 18 fyrirtæki og 5 sveitarfélög innleitt lausnina okkar. Við fögnum innilega þessum stóra áfanga á degi íslenskrar tungu!“ „Þvert á atvinnugreinar telja vinnuveitendur sem Akademias þjónustar með rafrænum fræðslulausnum glerþak vera á vinnumarkaðinum. Þeir sem læra tungumálið eru þeir einstaklingar sem fá framgang í starfi, verða t.d. teymisstjórar og deildarstjórar, og uppskera með því hærri laun og betra líf í íslensku samfélagi. Án tungumálsins er því hætt við að stórir hópar festist í ákveðinni fátæktar gryfju,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias. Ánægð í Mosfellsbæ og Ísafirði „Hjá Mosfellsbæ starfar stór og öflugur hópur starfsfólks með annað móðurmál en íslensku. Við trúum því að Bara tala sé frábært tæki til að auðvelda starfsfólki okkar að ná valdi á íslenskunni og þannig komast hraðar og auðveldar inn í samfélagið,“ er haft eftir Kristjáni Þór Magnússyni, sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis Mosfellsbæjar. „Það er mjög mikilvægt að lækka þann þröskuld sem íslenskunámið er mörgu erlendu starfsfólki og því hlökkum við til samstarfsins við Bara tala, sem sannarlega býður upp á áhugaverða leið til að efla íslenskukunnáttu.“ Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar, segir bæinn vilja bjóða erlendu starfsfólki sínu upp á hinn nýa stafræna íslenskukennara. Sveitarfélagið telji mikilvægt að gefa starsfólkinu tækifæri til að efla íslenskukunnáttu í leik og starfi og styðavið máltileinkun þess. Íslensk tunga Gervigreind Sveitarstjórnarmál Stafræn þróun Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að fjölmörg önnur sveitarfélög séu einnig að hefja innleiðingu. Eins og fram hefur komið er dagur íslenskrar tungu í dag. Í tilkynningunni kemur fram að Bara tala sé stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Um sé að ræða endalausn sem byggi á kjarna lausnum íslensku máltækni áætlunarinnar. Þá sé boðið upp á starfstengt íslenskunám og grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði. Með notkun sjónrænna vísbendinga og mynda geti notendur auðveldlega bætt orðaforða sinn, hlustunarfærni og hagnýtt minni, sem gefur þegar fram í sækir aukið sjálfstraust þegar íslenska sé töluð. „Í dag eru 23 prósent starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði af erlendu bergi brotin. Þjóðfélagið hefur breyst mikið á síðustu tveimur áratugum og þörfin á hágæða stafrænni íslenskukennslu hefur aukist til muna,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala. „Fyrirtæki og sveitarfélög hafa tekið kennslulausninni okkar vel og í dag hafa 18 fyrirtæki og 5 sveitarfélög innleitt lausnina okkar. Við fögnum innilega þessum stóra áfanga á degi íslenskrar tungu!“ „Þvert á atvinnugreinar telja vinnuveitendur sem Akademias þjónustar með rafrænum fræðslulausnum glerþak vera á vinnumarkaðinum. Þeir sem læra tungumálið eru þeir einstaklingar sem fá framgang í starfi, verða t.d. teymisstjórar og deildarstjórar, og uppskera með því hærri laun og betra líf í íslensku samfélagi. Án tungumálsins er því hætt við að stórir hópar festist í ákveðinni fátæktar gryfju,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias. Ánægð í Mosfellsbæ og Ísafirði „Hjá Mosfellsbæ starfar stór og öflugur hópur starfsfólks með annað móðurmál en íslensku. Við trúum því að Bara tala sé frábært tæki til að auðvelda starfsfólki okkar að ná valdi á íslenskunni og þannig komast hraðar og auðveldar inn í samfélagið,“ er haft eftir Kristjáni Þór Magnússyni, sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis Mosfellsbæjar. „Það er mjög mikilvægt að lækka þann þröskuld sem íslenskunámið er mörgu erlendu starfsfólki og því hlökkum við til samstarfsins við Bara tala, sem sannarlega býður upp á áhugaverða leið til að efla íslenskukunnáttu.“ Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar, segir bæinn vilja bjóða erlendu starfsfólki sínu upp á hinn nýa stafræna íslenskukennara. Sveitarfélagið telji mikilvægt að gefa starsfólkinu tækifæri til að efla íslenskukunnáttu í leik og starfi og styðavið máltileinkun þess.
Íslensk tunga Gervigreind Sveitarstjórnarmál Stafræn þróun Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira