Getur verið að „Lúlli/Lúlla lúser-ar“ munu aldrei eiga séns í framtíðinni? Davíð Bergmann skrifar 16. nóvember 2023 12:30 „Það eru afföll í öllum árgöngum út í hinum siðmenntaða heim Dabbi!“ sagði góður vinur minn og lærimeistari við mig fyrir 29 árum síðan þá vorum við staddir niður í Útideild sem var rekin af Unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Hlutverk Útideildar var aðallega að vera í vettvangs leitarstarfi og það var löngu fyrir tíma kúreka löggunnar Guðmundarr Fylkissonar sem er að leita stroku barna um alla borg í dag. Í þetta skipti vorum við ég og lærimeistari minn að ræða yfirheyrslu sem ég sat hjá lögreglunni sem starfsmaður barnaverndar. Það var venjan að við sátum slíkar yfirheyrslur til að passa upp að það væri ekki brotið á réttindum ungmenna í þeim sem þeirra talsmaður. Í þetta sinn hafi þetta ungmenni framið alvarlegt brot sem hefði átt að hafa alvarlegar afleiðingar strax að mínu viti. Ég var bölvandi og ragnandi að hún hafði engu hafa skilað, því hún fór gegnum eitt eyrað og út um hitt á ungmenninu og afleiðingarnar voru engar fyrir gerandann. Og það leið heldur ekki að löngu að ég þurfti að setja aðra yfirheyrslu með sama ungmenni fyrir álíka alvarlegt brot, sem skilaði líka engu og afleiðingar voru í það skiptið engar eins og öll hin skiptin. Ég man að ég spurði lærimeistarann „en þurfa þau að vera svona mörg sem eru afskrifuð strax“ þá svaraði hann mér svo eftirminnilega „Veistu Dabbi það kemur að því þegar þú ert að reyna lýsa upp veginn fyrir þá vonlausu, að þú hrasir með “Florence nigthingale lampan hendinni” Svo þegar þú stígur á glerbrotin þá mun renna upp fyrir þér að sumum er ekki hægt að bjarga! Sættu þig við það strax ef þú ætlar að eiga þér framtíð í þessu starfi, annars brennur þú upp á no time“ Eftir á að hyggja var þetta auðvitað rétt hjá honum og hann reyndist sannspár. Því þetta ungmenni sem ég var að bölva og ragna yfir niður í Útideild fyrir aldamót situr núna árið 2023 á bak við lás og slá og hefur verið með fasta áskrift í fangelsum landsins á sínum fullorðins árum og ef ekki þar þá er hann inn í almenna tryggingakerfinu okkar og verið samfélaginu afskaplega dýr í gegnum áratugina fyrir utan alla glæpina sem hann hefur framið. Það er ekki hægt að bjarga öllum og þannig er það um allan heim, en ég samt á þeirri bjargfastri skoðun að við getum gert svo miklu miklu betur í þessum málaflokki í dag. Ég er líka sannfærður um að það kemur til með að bjarga mannslífum og fjölskyldum og spara þjóðfélaginu umtalsverða fjármuni. ég er jafnframt sannfærður að þeir fjármunir sem verða lagðir í þá vinnu munu skila sér margfald til baka í ríkiskassann. Þegar stjórnmálamennirnir fara upp í pontu, hvort heldur niður á alþingi eða eru að kynna stefnu stjórnmálaflokksins fyrir kosningar þá koma þessi þrjú hugtök iðulega upp í ræðum þeirra „framþróun, nýsköpun og menntun“ En hvað þýðir þetta, er t.d reiknað með „Lúlla/Lúllu lúser-um“ í þeirri framþróun sem er boðuð þarna, eða er bara gert ráð fyrir Gunnu/Nonna norm í henni? Af hverju skildi ég vera velta þessari spurningu fyrir mér í dag? Kannski er það vegna þess að fjórða iðnbylting hefur nú þegar hafið innreið sína inn í okkar samtíma með aukinni sjálfvirknivæðingu. Öll sú tækniþróun sem hefur átt sér stað bara á allra síðustu örfáu árum krefst meiri sérþekkingar og en frekari menntunar. Þá hlítur maður að hugsa um „Lúlla/Lúllu“ eru þau inn í þessari framtíðar sýn. Svona miðað við efndir dag þá held ég ekki. Á sama tíma fá „Lúlli/Lúlla“ þessi skilaboð frá samfélaginu „Ef þið missið af lestinni þá er hætt við að þið verðið úti í kuldanum eða festist í fátæktar gildru þar til þið dragið ykkar síðasta andardrátt“ Staðreyndin í dag er sú að hér vex úr grasi önnur og þriðja kynslóð fólks sem er í alvörunni fátækt og þeim mun ekki fækka á næstu árum það er á hreinu. Nema það verði hugarfarsbreyting og það verði forgangsraðað með öðrum hætti í okkar samfélagi. Það er eitt að vera fjárhagslega fátækur síðan er það hitt að vera félagslega fátækur og geta ekki verið þátttakandi í samfélaginu sem við lifum í dag. En hvað ætlum við að gera í þessu? Svo er fólk að velta vöngum yfir því af hverju andleg veikindi sé að aukast hjá ungmennum eins og kvíði. Ég skal alveg viðurkenna það hér að ég er fæ æluna upp í háls þegar það er verið að hamra á þessum þremur hugtökum aftur aftur af okkar landskjörnu stjórnmála fólki, „menntun, nýsköpun, framþróun“ því veruleikinn er sá í dag að tuttugu prósent drengjanna okkar geta ekki lesið sér til gagns. Hvar skildi vera gert ráð fyrir þeim í þeirri framþróun sem fram undan er. Hvar eiga „Lúlli/Lúlla“ að vinna í róbótavæðingu framtíðarinnar ef þau geta ekki einu sinni lesið sér til gagns? Getur verið að tæknin sé að skapa nýtt þjóðfélagslegt vandamál sem mun snerta okkur öll með einhverjum hætti ef það verður ekki gripið inn í með róttækum aðgerðum? Ef ég vissi svarið við þessari spurningu þá hugsa ég að ég fengi Nobels verðlaunin í félagsvísindum, sem mun aldrei gerast þar sem ég hef ekki lokið neinu slíku námi sjálfur og helsta skýringin er sú að ég átti bókina sem minn helsta óvin á mínum uppvaxtar árum.Ég á það sameiginlegt með svo mörgum sem hafa villast af braut í lífinu og jafnvel þeir sömu sem völdu að feta afbrotaveginn. Þegar ég rifja það upp þegar ég var starfsmaður Útideildarinnar fyrir aldamótin þá fékk ég oft til mín drengi sem áttu einmitt bókina sem sinn helsta óvin í lífinu. Þetta voru strákar sem voru löngu búnir að gefast upp á hefðbundnu bóknámi og höfðu ofnæmi fyrir öllu sem hét skóli. Á þessum árum átti ég möguleika á að koma þeim út á vinnumarkaðinn, og í framhaldinu gat gerst kraftaverk, að þeir urðu nýtir þjóðfélags þegnar þó svo að bóknámsbrautin var fyrir löngu búin að afskrifa þá og það jafnvel strax á miðstiginu í grunnskóla. Þó svo að það séu liðin 29 ár síðan þá búum við en við þann veruleika í dag eins og skýrslan sýnir okkur „Forvarnir og geðrækt hjá ungmennum á höfuðborgarsvæðinu“ sem var gerð af samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram í henni orðrétt tilvitnun hefst „Ekki eru tiltækar nákvæmar tölulegar upplýsingar yfir ungmenni sem eiga við skólaforðun að etja, hafa ekki hafa skráð sig í framhaldsskóla, eða horfið á brott úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Hjá framhaldsskólunum er engin sérstök (miðlæg) skráning til um nemendur sem skráðir eru í skóla, en mæta sjaldan eða alls ekki. Leiða má líkur að því, að tölur Hagstofnunar des. 2022 um atvinnulaus ungmenni (16-24 ára) endurspegli að mestu leyti þann fjölda ungmenna á höfuðborgarsvæðinu sem eru í skólaforðun, hafi horfið frá námi og eru skráð atvinnulaus. Því má gera að því skóna að um 3000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu séu um þessar mundir hvorki í formlegu námi né á vinnumarkaði og talsverður hluti þeirra sæki einhverskonar þjónustu til sveitarfélaganna.“ Eru þessir einstaklingar hafðir með þegar við erum að tala um framþróun og menntun og nýsköpun? Það held ég ekki er ekki miklu líklegra að þeirra bíði það óumflýjanlega hlutkesti að vera affall í sínum árgangi of jafnvel að festast í klóm fátæktar að jafnvel að velja afbrotabrautina. Barnamálaráðherra hefur kynnt til sögunnar farsældarlög og því ber að fagna þar sem þau lög eiga að taka undan um börn sem hafa verið hornreka í samfélaginu okkar af ýmsum ástæðum. Þetta er allt saman fallegt og göfugt í orði og á blaði en hvað býr þarna að baki. Þýðir þetta kannski meira sérfræðinga veldi og á að fjölga fólki sem situr við skrifborð á skrifstofum sem talar sín á milli um börnin en ekki við þau? Eða erum við að tala um raunverulega vettvangs vinnu á gólfinu í anda við útideildina sálugu eða mótorsmiðjuna nú eða kannski að styrkja úrræði eins og Fjölsmiðjuna og það væri hægt að gera í góðri samvinnu við atvinnulífið sem væri mikil framþróun ef það myndi takast. Ætlum við að meta verknám til jafns við bóknám þó að það sé dýrt og hafa pláss fyrir þá sem sækja um það og aðstöðu. Sem betur fer hefur þekking okkar þegar kemur að sértækum námserfiðleikum aukist til muna og það er almennt viðurkennt. Alla veganna er himinn og haf á milli þess þegar ég var olnbogabarn í skólakerfinu á áttunda og níunda áratugnum miðað við hvernig þetta er í dag og sem betur fer. En á mínum uppvaxtar árum var úrlausnin hjá skóla og félagsmála yfirvöldum Kópavogs að rífa mig upp með rótum frá minni fjölskyldu og vinum og senda mig í burt. Sem gerði það að verkum að æskunni minni var rænt sem verður aldrei fyrirgefið af minni hálfu, „það er geymt en verður aldrei gleymt“ hver veit kannski skrifa ég um það einn daginn. En hvað gerist svo þegar skólaskyldunni lýkur hjá „Lúlla/Lúllu lúser“ hvað tekur þá við er í alvöru gert ráð fyrir þeim í fjórðu iðnbyltingunni. Er hugsanlegt að það megi rekja aukna hörku í afbrotaheiminum til þess að við erum ekki að sinna þessum hóp með sama hætti og við gerum fyrir Gunnu/Nonna norm? Hvernig ætli standi á þessu, það hlítur að vera einhver skýring á þessu eða er þetta óumflýjanleg þróun sem er ekki hægt að stöðva og við verðum að sætta okkur við hana. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
„Það eru afföll í öllum árgöngum út í hinum siðmenntaða heim Dabbi!“ sagði góður vinur minn og lærimeistari við mig fyrir 29 árum síðan þá vorum við staddir niður í Útideild sem var rekin af Unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Hlutverk Útideildar var aðallega að vera í vettvangs leitarstarfi og það var löngu fyrir tíma kúreka löggunnar Guðmundarr Fylkissonar sem er að leita stroku barna um alla borg í dag. Í þetta skipti vorum við ég og lærimeistari minn að ræða yfirheyrslu sem ég sat hjá lögreglunni sem starfsmaður barnaverndar. Það var venjan að við sátum slíkar yfirheyrslur til að passa upp að það væri ekki brotið á réttindum ungmenna í þeim sem þeirra talsmaður. Í þetta sinn hafi þetta ungmenni framið alvarlegt brot sem hefði átt að hafa alvarlegar afleiðingar strax að mínu viti. Ég var bölvandi og ragnandi að hún hafði engu hafa skilað, því hún fór gegnum eitt eyrað og út um hitt á ungmenninu og afleiðingarnar voru engar fyrir gerandann. Og það leið heldur ekki að löngu að ég þurfti að setja aðra yfirheyrslu með sama ungmenni fyrir álíka alvarlegt brot, sem skilaði líka engu og afleiðingar voru í það skiptið engar eins og öll hin skiptin. Ég man að ég spurði lærimeistarann „en þurfa þau að vera svona mörg sem eru afskrifuð strax“ þá svaraði hann mér svo eftirminnilega „Veistu Dabbi það kemur að því þegar þú ert að reyna lýsa upp veginn fyrir þá vonlausu, að þú hrasir með “Florence nigthingale lampan hendinni” Svo þegar þú stígur á glerbrotin þá mun renna upp fyrir þér að sumum er ekki hægt að bjarga! Sættu þig við það strax ef þú ætlar að eiga þér framtíð í þessu starfi, annars brennur þú upp á no time“ Eftir á að hyggja var þetta auðvitað rétt hjá honum og hann reyndist sannspár. Því þetta ungmenni sem ég var að bölva og ragna yfir niður í Útideild fyrir aldamót situr núna árið 2023 á bak við lás og slá og hefur verið með fasta áskrift í fangelsum landsins á sínum fullorðins árum og ef ekki þar þá er hann inn í almenna tryggingakerfinu okkar og verið samfélaginu afskaplega dýr í gegnum áratugina fyrir utan alla glæpina sem hann hefur framið. Það er ekki hægt að bjarga öllum og þannig er það um allan heim, en ég samt á þeirri bjargfastri skoðun að við getum gert svo miklu miklu betur í þessum málaflokki í dag. Ég er líka sannfærður um að það kemur til með að bjarga mannslífum og fjölskyldum og spara þjóðfélaginu umtalsverða fjármuni. ég er jafnframt sannfærður að þeir fjármunir sem verða lagðir í þá vinnu munu skila sér margfald til baka í ríkiskassann. Þegar stjórnmálamennirnir fara upp í pontu, hvort heldur niður á alþingi eða eru að kynna stefnu stjórnmálaflokksins fyrir kosningar þá koma þessi þrjú hugtök iðulega upp í ræðum þeirra „framþróun, nýsköpun og menntun“ En hvað þýðir þetta, er t.d reiknað með „Lúlla/Lúllu lúser-um“ í þeirri framþróun sem er boðuð þarna, eða er bara gert ráð fyrir Gunnu/Nonna norm í henni? Af hverju skildi ég vera velta þessari spurningu fyrir mér í dag? Kannski er það vegna þess að fjórða iðnbylting hefur nú þegar hafið innreið sína inn í okkar samtíma með aukinni sjálfvirknivæðingu. Öll sú tækniþróun sem hefur átt sér stað bara á allra síðustu örfáu árum krefst meiri sérþekkingar og en frekari menntunar. Þá hlítur maður að hugsa um „Lúlla/Lúllu“ eru þau inn í þessari framtíðar sýn. Svona miðað við efndir dag þá held ég ekki. Á sama tíma fá „Lúlli/Lúlla“ þessi skilaboð frá samfélaginu „Ef þið missið af lestinni þá er hætt við að þið verðið úti í kuldanum eða festist í fátæktar gildru þar til þið dragið ykkar síðasta andardrátt“ Staðreyndin í dag er sú að hér vex úr grasi önnur og þriðja kynslóð fólks sem er í alvörunni fátækt og þeim mun ekki fækka á næstu árum það er á hreinu. Nema það verði hugarfarsbreyting og það verði forgangsraðað með öðrum hætti í okkar samfélagi. Það er eitt að vera fjárhagslega fátækur síðan er það hitt að vera félagslega fátækur og geta ekki verið þátttakandi í samfélaginu sem við lifum í dag. En hvað ætlum við að gera í þessu? Svo er fólk að velta vöngum yfir því af hverju andleg veikindi sé að aukast hjá ungmennum eins og kvíði. Ég skal alveg viðurkenna það hér að ég er fæ æluna upp í háls þegar það er verið að hamra á þessum þremur hugtökum aftur aftur af okkar landskjörnu stjórnmála fólki, „menntun, nýsköpun, framþróun“ því veruleikinn er sá í dag að tuttugu prósent drengjanna okkar geta ekki lesið sér til gagns. Hvar skildi vera gert ráð fyrir þeim í þeirri framþróun sem fram undan er. Hvar eiga „Lúlli/Lúlla“ að vinna í róbótavæðingu framtíðarinnar ef þau geta ekki einu sinni lesið sér til gagns? Getur verið að tæknin sé að skapa nýtt þjóðfélagslegt vandamál sem mun snerta okkur öll með einhverjum hætti ef það verður ekki gripið inn í með róttækum aðgerðum? Ef ég vissi svarið við þessari spurningu þá hugsa ég að ég fengi Nobels verðlaunin í félagsvísindum, sem mun aldrei gerast þar sem ég hef ekki lokið neinu slíku námi sjálfur og helsta skýringin er sú að ég átti bókina sem minn helsta óvin á mínum uppvaxtar árum.Ég á það sameiginlegt með svo mörgum sem hafa villast af braut í lífinu og jafnvel þeir sömu sem völdu að feta afbrotaveginn. Þegar ég rifja það upp þegar ég var starfsmaður Útideildarinnar fyrir aldamótin þá fékk ég oft til mín drengi sem áttu einmitt bókina sem sinn helsta óvin í lífinu. Þetta voru strákar sem voru löngu búnir að gefast upp á hefðbundnu bóknámi og höfðu ofnæmi fyrir öllu sem hét skóli. Á þessum árum átti ég möguleika á að koma þeim út á vinnumarkaðinn, og í framhaldinu gat gerst kraftaverk, að þeir urðu nýtir þjóðfélags þegnar þó svo að bóknámsbrautin var fyrir löngu búin að afskrifa þá og það jafnvel strax á miðstiginu í grunnskóla. Þó svo að það séu liðin 29 ár síðan þá búum við en við þann veruleika í dag eins og skýrslan sýnir okkur „Forvarnir og geðrækt hjá ungmennum á höfuðborgarsvæðinu“ sem var gerð af samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram í henni orðrétt tilvitnun hefst „Ekki eru tiltækar nákvæmar tölulegar upplýsingar yfir ungmenni sem eiga við skólaforðun að etja, hafa ekki hafa skráð sig í framhaldsskóla, eða horfið á brott úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Hjá framhaldsskólunum er engin sérstök (miðlæg) skráning til um nemendur sem skráðir eru í skóla, en mæta sjaldan eða alls ekki. Leiða má líkur að því, að tölur Hagstofnunar des. 2022 um atvinnulaus ungmenni (16-24 ára) endurspegli að mestu leyti þann fjölda ungmenna á höfuðborgarsvæðinu sem eru í skólaforðun, hafi horfið frá námi og eru skráð atvinnulaus. Því má gera að því skóna að um 3000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu séu um þessar mundir hvorki í formlegu námi né á vinnumarkaði og talsverður hluti þeirra sæki einhverskonar þjónustu til sveitarfélaganna.“ Eru þessir einstaklingar hafðir með þegar við erum að tala um framþróun og menntun og nýsköpun? Það held ég ekki er ekki miklu líklegra að þeirra bíði það óumflýjanlega hlutkesti að vera affall í sínum árgangi of jafnvel að festast í klóm fátæktar að jafnvel að velja afbrotabrautina. Barnamálaráðherra hefur kynnt til sögunnar farsældarlög og því ber að fagna þar sem þau lög eiga að taka undan um börn sem hafa verið hornreka í samfélaginu okkar af ýmsum ástæðum. Þetta er allt saman fallegt og göfugt í orði og á blaði en hvað býr þarna að baki. Þýðir þetta kannski meira sérfræðinga veldi og á að fjölga fólki sem situr við skrifborð á skrifstofum sem talar sín á milli um börnin en ekki við þau? Eða erum við að tala um raunverulega vettvangs vinnu á gólfinu í anda við útideildina sálugu eða mótorsmiðjuna nú eða kannski að styrkja úrræði eins og Fjölsmiðjuna og það væri hægt að gera í góðri samvinnu við atvinnulífið sem væri mikil framþróun ef það myndi takast. Ætlum við að meta verknám til jafns við bóknám þó að það sé dýrt og hafa pláss fyrir þá sem sækja um það og aðstöðu. Sem betur fer hefur þekking okkar þegar kemur að sértækum námserfiðleikum aukist til muna og það er almennt viðurkennt. Alla veganna er himinn og haf á milli þess þegar ég var olnbogabarn í skólakerfinu á áttunda og níunda áratugnum miðað við hvernig þetta er í dag og sem betur fer. En á mínum uppvaxtar árum var úrlausnin hjá skóla og félagsmála yfirvöldum Kópavogs að rífa mig upp með rótum frá minni fjölskyldu og vinum og senda mig í burt. Sem gerði það að verkum að æskunni minni var rænt sem verður aldrei fyrirgefið af minni hálfu, „það er geymt en verður aldrei gleymt“ hver veit kannski skrifa ég um það einn daginn. En hvað gerist svo þegar skólaskyldunni lýkur hjá „Lúlla/Lúllu lúser“ hvað tekur þá við er í alvöru gert ráð fyrir þeim í fjórðu iðnbyltingunni. Er hugsanlegt að það megi rekja aukna hörku í afbrotaheiminum til þess að við erum ekki að sinna þessum hóp með sama hætti og við gerum fyrir Gunnu/Nonna norm? Hvernig ætli standi á þessu, það hlítur að vera einhver skýring á þessu eða er þetta óumflýjanleg þróun sem er ekki hægt að stöðva og við verðum að sætta okkur við hana. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun