Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. nóvember 2023 00:05 Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. „HS veitur eru að skoða þetta en það verðu rekki hægt að fara í einhverjar viðgerðir fyrr en það er orðið bjart á morgun. Við vinnum ekkert á þessu svæði á nóttunni eða í myrkrinu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir rafmagnsleysið vera í austasta hluta bæjarins, austan megin við misgengið. „Líklegast er náttúrlega að eitthvað hafi farið í sundur en við vitum það ekki og HS veitur og viðgerðarfólk á þeirra vegum fer á stað í fyrramálið ef hættumatið hefur ekki breyst.“ Voru íbúar á svæðinu ennþá að sækja dót þegar þetta gerðist? „Það var eitthvað orðið lítið af því. Það átti að hætta því fyrir myrkur og þetta gerist ekkert löngu fyrir myrkur þannig að það hafa ekki verið margir eftir þarna inni,“ segir Víðir. Aðspurður út í gagnrýni sem lögregla hefur fengið vegna fyrirkomulags segir hann gagnrýnina líklega réttmæta. „Það kom ítrekað fram í dag, við báðum fólk sem hafði verið búið að fara að fara ekki aftur svo við gætum komið öllum að sem áttu eftir að fara. Það tókst ekki alveg nógu vel í dag og við höldum áfram á morgun.“ Varnargarðar mikilvægir heita vatnsins vegna Víðir segir að vegna hættu megi örfáir fara inn á svæðið í einu. Tryggja þurfi að rýming yrði snögg ef til hennar kæmi. „Þannig að það verður haldið áfram á morgun og vonandi tekst þá að allir geti kíkt heim sem ekki hafa getað það hingað til,“ segir Víðir. „Og aftur hvetjum við þá sem eru búnir að fara að leyfa hinum að hafa forgang,“ bætir hann við. Víðir segir hafa verið sérstakt að koma inn í Grindavík í dag. „Það hafa verið gríðarleg umbrot og það er mikið tjón og mikil vinna fram undan að laga tjón og koma bænum aftur í samt lag.“ Hann segir Almannavarnir hafa lagt áherslu á byggingu varnargarða. „Í fyrsta falli til þess að verja orkuverið í Svartsengi þannig að hitaveituframleiðslan geti haldið áfram. Það er ýmislegt hægt að gera varðandi kalda vatnið og rafmagnið en heita vatnið er veikasti punkturinn og það er áhersluatriði varðandi varnargarðana,“ segir Víðir að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„HS veitur eru að skoða þetta en það verðu rekki hægt að fara í einhverjar viðgerðir fyrr en það er orðið bjart á morgun. Við vinnum ekkert á þessu svæði á nóttunni eða í myrkrinu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir rafmagnsleysið vera í austasta hluta bæjarins, austan megin við misgengið. „Líklegast er náttúrlega að eitthvað hafi farið í sundur en við vitum það ekki og HS veitur og viðgerðarfólk á þeirra vegum fer á stað í fyrramálið ef hættumatið hefur ekki breyst.“ Voru íbúar á svæðinu ennþá að sækja dót þegar þetta gerðist? „Það var eitthvað orðið lítið af því. Það átti að hætta því fyrir myrkur og þetta gerist ekkert löngu fyrir myrkur þannig að það hafa ekki verið margir eftir þarna inni,“ segir Víðir. Aðspurður út í gagnrýni sem lögregla hefur fengið vegna fyrirkomulags segir hann gagnrýnina líklega réttmæta. „Það kom ítrekað fram í dag, við báðum fólk sem hafði verið búið að fara að fara ekki aftur svo við gætum komið öllum að sem áttu eftir að fara. Það tókst ekki alveg nógu vel í dag og við höldum áfram á morgun.“ Varnargarðar mikilvægir heita vatnsins vegna Víðir segir að vegna hættu megi örfáir fara inn á svæðið í einu. Tryggja þurfi að rýming yrði snögg ef til hennar kæmi. „Þannig að það verður haldið áfram á morgun og vonandi tekst þá að allir geti kíkt heim sem ekki hafa getað það hingað til,“ segir Víðir. „Og aftur hvetjum við þá sem eru búnir að fara að leyfa hinum að hafa forgang,“ bætir hann við. Víðir segir hafa verið sérstakt að koma inn í Grindavík í dag. „Það hafa verið gríðarleg umbrot og það er mikið tjón og mikil vinna fram undan að laga tjón og koma bænum aftur í samt lag.“ Hann segir Almannavarnir hafa lagt áherslu á byggingu varnargarða. „Í fyrsta falli til þess að verja orkuverið í Svartsengi þannig að hitaveituframleiðslan geti haldið áfram. Það er ýmislegt hægt að gera varðandi kalda vatnið og rafmagnið en heita vatnið er veikasti punkturinn og það er áhersluatriði varðandi varnargarðana,“ segir Víðir að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira