Sumir fái endurtekið að fara meðan aðrir bíði endalaust Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 15. nóvember 2023 14:47 Kristín Arnberg skildi mikilvæga hluti eftir heima á föstudag. Vísir Kristín Arnberg íbúi í Grindavík er hluti af fimmtán manna fjölskyldu sem dvelur í sumarbústað í Grímsnesi. Þeim hefur reynst erfitt að fá að komast að heimili sínu sem er á hættusvæði. Hún er með hnút í maganum varðandi framtíðina. Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Hefði aldrei séð þetta fyrir „Við vorum bara að koma núna. Við vorum loksins að fá að vita að við mættum fara,“ segir Kristín Arnberg í bílaröðinni við Grindavík í samtali við fréttastofu. „Við erum semsagt í rauða hverfinu. Biðum í þessu kaosi hérna á Suðurstrandarveginum í gær. Við erum austur í sveit í sumarbústað, fimmtán manna fjölskylda. Við reyndum að komast heim og þá var okkur bara snúið við.“ Í gær? „Já. Þannig að í morgun er ég búin að vera allan tímann í símanum að reyna að fá einhver svör. Af því að við fórum á föstudaginn og ætluðum bara að vera helgina. Tókum ekkert með okkur. Okkur vantar náttúrulega að komast heim að sækja föt og lyf. En þetta er náttúrulega svakalegt. Þetta er bara ástand sem maður hefði náttúrulega aldrei dottið í hug að maður ætti eftir að standa í.“ Verður að komast alla leið Nú er löng röð núna, áttu von á því að þú komist í dag? „Annars missi ég bara þetta litla sem ég á eftir af geðheilsunni held ég. Þannig að, mér finnst þetta bara...og að fólk skuli fá að fara tvisvar, þrisvar, að ná í heima hjá sér, en svo eru sumir, eins og við og ég þurfti að vera í símanum í allan morgun og loksins var mér tjáð að við kæmum hingað. Ég ætla bara að vona að ég komist alla leið og geti náð í það sem mig vantar.“ Hvernig líður þér með það að fá loksins að komast og sjá húsið? „Ég náttúrulega er með hnút í maganum. ég veit ekkert hverju ég á von. En maður vonar það besta. Ég held ég eigi heima í góðu húsi,“ segir Kristín hlæjandi. Hún segir son sinn hafa kíkt á gluggana hjá sér í gær og ekki séð betur en að húsið væru í góðu standi. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21 Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. 15. nóvember 2023 13:44 „Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Hefði aldrei séð þetta fyrir „Við vorum bara að koma núna. Við vorum loksins að fá að vita að við mættum fara,“ segir Kristín Arnberg í bílaröðinni við Grindavík í samtali við fréttastofu. „Við erum semsagt í rauða hverfinu. Biðum í þessu kaosi hérna á Suðurstrandarveginum í gær. Við erum austur í sveit í sumarbústað, fimmtán manna fjölskylda. Við reyndum að komast heim og þá var okkur bara snúið við.“ Í gær? „Já. Þannig að í morgun er ég búin að vera allan tímann í símanum að reyna að fá einhver svör. Af því að við fórum á föstudaginn og ætluðum bara að vera helgina. Tókum ekkert með okkur. Okkur vantar náttúrulega að komast heim að sækja föt og lyf. En þetta er náttúrulega svakalegt. Þetta er bara ástand sem maður hefði náttúrulega aldrei dottið í hug að maður ætti eftir að standa í.“ Verður að komast alla leið Nú er löng röð núna, áttu von á því að þú komist í dag? „Annars missi ég bara þetta litla sem ég á eftir af geðheilsunni held ég. Þannig að, mér finnst þetta bara...og að fólk skuli fá að fara tvisvar, þrisvar, að ná í heima hjá sér, en svo eru sumir, eins og við og ég þurfti að vera í símanum í allan morgun og loksins var mér tjáð að við kæmum hingað. Ég ætla bara að vona að ég komist alla leið og geti náð í það sem mig vantar.“ Hvernig líður þér með það að fá loksins að komast og sjá húsið? „Ég náttúrulega er með hnút í maganum. ég veit ekkert hverju ég á von. En maður vonar það besta. Ég held ég eigi heima í góðu húsi,“ segir Kristín hlæjandi. Hún segir son sinn hafa kíkt á gluggana hjá sér í gær og ekki séð betur en að húsið væru í góðu standi.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21 Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. 15. nóvember 2023 13:44 „Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21
Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. 15. nóvember 2023 13:44
„Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59