Eins og búið sé að þurrka Grindavík út af kortinu Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 11:40 Það hvernig límt hefur verið yfir vegaskilti til Grindavíkur hefur lagst illa í margan Grindvíkinginn sem túlkar þetta sem svo að búið sé að afmá Grindavík af kortinu. vísir/vilhelm Athygli vakti dögunum að búið var að líma rautt límband yfir Grindavík og Bláa lónið við Grindavíkurafleggjarann við Reykjanesbraut. Líkt og búið sé að þurrka Grindavík út af kortinu. Hvernig má þetta vera? Það er Vegagerðin sem hefur með vegamerkingar að gera. Og hún stendur fyrir þessum breytingum á merkingu skiltanna. „Við erum aðallega að sýna okkar erlendu vegfarendum að þeir komist ekki til Grindavíkur eða í Bláa lónið. Það er ekki venjulegt að vegir séu lokaðir svo dögum skiptir og því er þetta gert,“ segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar. Efasemdir um að staðið hafi verið rétt að málum Nú hefur fréttastofu borist ábendingar um að þetta hafi stuðað viðkvæmt tilfinningalíf Grindvíkinga, eins og það sé búið að þurrka Grindavík af kortinu? „Aha ég skil,“ segir G. Pétur og klórar sér í kollinum. „En þetta eru svokallaðar fordæmalausar aðstæður og við viljum vera með réttastar og bestar upplýsingar og það er okkar hlutverk og þetta minnkar líka hugsanlega eitthvað óþarfa umferð á lokunarpóst.“ „Já, ég hef heyrt efasemdir frá íbúum að þetta sé ekki besta leiðin til að útskýra að vegurinn til Grindavíkur sé lokaður,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við Vísi. Fannar bæjarstjóri telur að þarna hefði mátt standa öðruvísi að málum.vísir/vilhelm Fannar segist hafa heyrt það frá fulltrúa Vegagerðarinnar að þetta væri nýjung, það er að gera þetta með þessum hætti. „En ég get sagt fyrir sjálfan mig og tala eflaust fyrir hönd fleiri Grindvíkinga, að ég held að það hefði mátt gera þetta með öðrum hætti. Ástandið er mjög viðkvæmt hjá mörgu fólki.“ Grindvíkingar viðkvæmir nú um stundir Fannar segir uppsafnaða þreytu í Grindvíkingum vera að brjótast fram núna. „Þær eru fljótari að kvikna tilfinningar sem bærast með fólki. Það er hægt að setja sig að einhverju leyti í stöðu fólks sem er að horfa upp á að eignir sínar mannlausar; eignastaðan óviss og greiðslugeta og möguleiki til að framfleyta sér og sínum. Allt er nú óvissu háð og margir í tímabundnum úrræðum sem þarf að leysa úr. „Þeir eru margir viðkvæmir. Það hefði verið betra að tilkynna það á þessum gatnamótum að vegurinn væri lokaður,“ segir Fannar sem lætur sér ekki detta í hug eina mínútu annað en að menn hafi verið að gera sitt besta. Þarna hafi ekki illur hugur ráðið. „En þeir hefðu mátt vanda sig betur við þetta.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Hvernig má þetta vera? Það er Vegagerðin sem hefur með vegamerkingar að gera. Og hún stendur fyrir þessum breytingum á merkingu skiltanna. „Við erum aðallega að sýna okkar erlendu vegfarendum að þeir komist ekki til Grindavíkur eða í Bláa lónið. Það er ekki venjulegt að vegir séu lokaðir svo dögum skiptir og því er þetta gert,“ segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar. Efasemdir um að staðið hafi verið rétt að málum Nú hefur fréttastofu borist ábendingar um að þetta hafi stuðað viðkvæmt tilfinningalíf Grindvíkinga, eins og það sé búið að þurrka Grindavík af kortinu? „Aha ég skil,“ segir G. Pétur og klórar sér í kollinum. „En þetta eru svokallaðar fordæmalausar aðstæður og við viljum vera með réttastar og bestar upplýsingar og það er okkar hlutverk og þetta minnkar líka hugsanlega eitthvað óþarfa umferð á lokunarpóst.“ „Já, ég hef heyrt efasemdir frá íbúum að þetta sé ekki besta leiðin til að útskýra að vegurinn til Grindavíkur sé lokaður,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við Vísi. Fannar bæjarstjóri telur að þarna hefði mátt standa öðruvísi að málum.vísir/vilhelm Fannar segist hafa heyrt það frá fulltrúa Vegagerðarinnar að þetta væri nýjung, það er að gera þetta með þessum hætti. „En ég get sagt fyrir sjálfan mig og tala eflaust fyrir hönd fleiri Grindvíkinga, að ég held að það hefði mátt gera þetta með öðrum hætti. Ástandið er mjög viðkvæmt hjá mörgu fólki.“ Grindvíkingar viðkvæmir nú um stundir Fannar segir uppsafnaða þreytu í Grindvíkingum vera að brjótast fram núna. „Þær eru fljótari að kvikna tilfinningar sem bærast með fólki. Það er hægt að setja sig að einhverju leyti í stöðu fólks sem er að horfa upp á að eignir sínar mannlausar; eignastaðan óviss og greiðslugeta og möguleiki til að framfleyta sér og sínum. Allt er nú óvissu háð og margir í tímabundnum úrræðum sem þarf að leysa úr. „Þeir eru margir viðkvæmir. Það hefði verið betra að tilkynna það á þessum gatnamótum að vegurinn væri lokaður,“ segir Fannar sem lætur sér ekki detta í hug eina mínútu annað en að menn hafi verið að gera sitt besta. Þarna hafi ekki illur hugur ráðið. „En þeir hefðu mátt vanda sig betur við þetta.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira