„Þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2023 11:32 Árni bíður ásamt teymi frá Þjóðskjalasafni og Grindvíkurbæ eftir því að komast inn til að bjarga verðmætum skjölum. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Þjóðskjalasafns og Grindavíkurbæjar ætlar að reyna að bjarga sem mestu af skjölum bæjarins í dag. Í forgangi eru skjöl er varða lóðir, barnavernd og fatlaða einstaklinga. Um mjög mikið magn er að ræða að mati skjalavarðar Þjóðskjalasafns. Tíu manns frá Þjóðskjalasafninu eru nú á leið til Grindavíkur til að sækja verðmæt skjöl. Árni Jóhannsson, skjalavörður, segir í samtali við fréttastofu að reynt verði að vinna hratt til að bjarga skjölum bæjarins í tæka tíð. „Við ætlum að reyna að ná sem mestu af skjalasafni bæjarins. Við erum tíu frá Þjóðskjalasafninu ásamt fjórum starfsmönnum bæjarins sem þekkja hvað er mikilvægt að taka. Við munum flytja skjölin til varðveislu á Þjóðskjalasafninu,“ segir Árni sem bíður nú í röð eins og fleiri eftir því að komast inn á svæðið. „Ef allt fer á versta veg verða skjölin trygg.“ Árni segir að lögð verði áhersla á skjöl er varða réttindi einstaklinga fyrst og svo til skjala er varða hag bæjarins. „Til að mynda hvar eignir fasteigna liggja, og lóðir. Svo lítum við til barnaverndar og málefna fatlaðra. Það eru réttindi einstaklinga og hagur bæjarins. Það er forgangsröðunin en við reynum að ná öllu. En fyrst þarf að tryggja réttindi einstaklinganna,“ segir Árni. Hvað heldurðu að þetta séu mörg skjöl? „Það er erfitt að segja en þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum. Mögulega nálægt hundrað metrum. Kannski aðeins sunnan við það mark. Þetta er talsvert magn þannig við reynum að ná sem mestu.“ Hann segir að reynt verði að vinna hratt en þau vita ekki enn hversu mikinn tíma þau hafa fengið. Unnið er að þessu í nánu samráði við almannavarnir sem úthlutar þeim tíma. „Við buðum fram aðstoð um helgina og nú fáum við vonandi að ná þessu út, í tæka tíð.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Tíu manns frá Þjóðskjalasafninu eru nú á leið til Grindavíkur til að sækja verðmæt skjöl. Árni Jóhannsson, skjalavörður, segir í samtali við fréttastofu að reynt verði að vinna hratt til að bjarga skjölum bæjarins í tæka tíð. „Við ætlum að reyna að ná sem mestu af skjalasafni bæjarins. Við erum tíu frá Þjóðskjalasafninu ásamt fjórum starfsmönnum bæjarins sem þekkja hvað er mikilvægt að taka. Við munum flytja skjölin til varðveislu á Þjóðskjalasafninu,“ segir Árni sem bíður nú í röð eins og fleiri eftir því að komast inn á svæðið. „Ef allt fer á versta veg verða skjölin trygg.“ Árni segir að lögð verði áhersla á skjöl er varða réttindi einstaklinga fyrst og svo til skjala er varða hag bæjarins. „Til að mynda hvar eignir fasteigna liggja, og lóðir. Svo lítum við til barnaverndar og málefna fatlaðra. Það eru réttindi einstaklinga og hagur bæjarins. Það er forgangsröðunin en við reynum að ná öllu. En fyrst þarf að tryggja réttindi einstaklinganna,“ segir Árni. Hvað heldurðu að þetta séu mörg skjöl? „Það er erfitt að segja en þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum. Mögulega nálægt hundrað metrum. Kannski aðeins sunnan við það mark. Þetta er talsvert magn þannig við reynum að ná sem mestu.“ Hann segir að reynt verði að vinna hratt en þau vita ekki enn hversu mikinn tíma þau hafa fengið. Unnið er að þessu í nánu samráði við almannavarnir sem úthlutar þeim tíma. „Við buðum fram aðstoð um helgina og nú fáum við vonandi að ná þessu út, í tæka tíð.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00
500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00