Innlent

Stefán Logi grunaður um stór­fellda líkams­á­rás

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stefán Logi er vistaður í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði.
Stefán Logi er vistaður í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm

Stefán Logi Sívarsson, rúmlega fertugur karlmaður sem á að baki langan sakaferil fyrir ofbeldisbrot, sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Hann er sakaður um stórfellda líkamsárás fyrir rúmri viku.

Þetta herma heimildir fréttastofu. Meint brot átti sér stað í íbúð í Fellahverfinu í Breiðholti.

Stefán Logi á að baki langan sakaferil en hann hefur ekki hlotið dóm í níu ár. Hann var síðast dæmdur í átján mánaða fangelsi árið 2014 í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Málið snerist um mannrán á tveimur mönnum, frelsissviptingu og pyntingu í hálfan sólarhring.

Ári síðar var Stefán Logi fórnarlamb í stórfelldu líkamsárásarmáli þar sem árásarmaðurinn fékk átján mánaða dóm. Árásarmaðurinn furðaði sig á dómnum enda hefði Stefán Logi mætt óboðinn heim til hans vopnaður hafnarboltakylfu og veitt honum áverka.

Stefán Logi stofnaði árið 2017 fyrirtækið 4 Grjótharðir ehf. með þremur félögum sínum. Tilgangur fyrirtækisins var sagður bygging fasteigna, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur. Félagið var afskráð árið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×