Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2023 09:00 Athygli vakti í gær að búið var að líma rautt límband yfir Grindavík og Bláa lónið við Grindavíkurafleggjarann við Reykjanesbraut. Vísir/Arnar Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að aðgangurinn í dag sé eingöngu fyrir íbúa sem hafa ekki komist inn á svæðið og tekur til þeirra íbúa sem þegar er búið að hafa samband við. Sú vinna er enn í gangi. Fólk er beðið um að mæta ekki nema búið sé að hafa samband við það. Innkomuleiðir fyrir íbúa Grindavíkur verða tvær í dag: Hópur 1 Um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fær fólk frekari leiðbeiningar. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall. Þessi aðkomuleið er ætluð íbúum við eftirtaldar götur: Efrahóp, Austurhóp, Miðhóp, Víðgerði, Austurvegur, Hópsvegur, Hópsbraut, Lóuhlíð, Mávahlíð, Spóahlíð, Fálkahlíð, Brattahlíð, Austurvegur og Þórkötlustaðahverfi í heild sinni. Hópur 2 Um Grindavíkurveg, en sú aðkomuleið er einungis ætluð íbúum á völdum götum í norðvesturhluta Grindavíkur. Verið er að hringja í íbúa við þær götur og úthluta þeim tíma og leiðbeina um framkvæmdina. Viðkomandi íbúar fara í björgunarsveitarbifreiðum frá söfnunarstað við Grindavíkurveg að heimilum í Grindavík og til baka. Til athugunar fyrir íbúa: Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað Munið eftir húslykli Búr fyrir gæludýr ef þörf er á Poka eða annað undir muni Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu. Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni. Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk Mjög mikilvægt er að allir sem koma að þessari aðgerð hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk. Þá segir að áætlunin geti breyst án fyrirvara. „En þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglu. Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Reyna að tryggja að allir fái að kíkja heim til sín Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að aðgangurinn í dag sé eingöngu fyrir íbúa sem hafa ekki komist inn á svæðið og tekur til þeirra íbúa sem þegar er búið að hafa samband við. Sú vinna er enn í gangi. Fólk er beðið um að mæta ekki nema búið sé að hafa samband við það. Innkomuleiðir fyrir íbúa Grindavíkur verða tvær í dag: Hópur 1 Um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fær fólk frekari leiðbeiningar. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall. Þessi aðkomuleið er ætluð íbúum við eftirtaldar götur: Efrahóp, Austurhóp, Miðhóp, Víðgerði, Austurvegur, Hópsvegur, Hópsbraut, Lóuhlíð, Mávahlíð, Spóahlíð, Fálkahlíð, Brattahlíð, Austurvegur og Þórkötlustaðahverfi í heild sinni. Hópur 2 Um Grindavíkurveg, en sú aðkomuleið er einungis ætluð íbúum á völdum götum í norðvesturhluta Grindavíkur. Verið er að hringja í íbúa við þær götur og úthluta þeim tíma og leiðbeina um framkvæmdina. Viðkomandi íbúar fara í björgunarsveitarbifreiðum frá söfnunarstað við Grindavíkurveg að heimilum í Grindavík og til baka. Til athugunar fyrir íbúa: Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað Munið eftir húslykli Búr fyrir gæludýr ef þörf er á Poka eða annað undir muni Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu. Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni. Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk Mjög mikilvægt er að allir sem koma að þessari aðgerð hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk. Þá segir að áætlunin geti breyst án fyrirvara. „En þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglu. Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Reyna að tryggja að allir fái að kíkja heim til sín Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Vaktin: Reyna að tryggja að allir fái að kíkja heim til sín Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00