Grindvíkingar ætla sér heim aftur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2023 20:30 Grindvíkingarnir á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem ætla sér heim aftur til Grindavíkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. Tvær fjölskyldur eru í húsinu á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem eigendurnir Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir lánuðu af sinni einskæru góðvild. Fjölskyldurnar segja mjög mikilvægt að vera saman. Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir á Selfossi, sem eiga þetta glæsilega hús á Syðri Brú lánuðu Grindvíkingnum húsið sitt en þau hafa verið þar síðan á föstudagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að bjarga okkur hérna. Við erum búin að taka spilamót, elda góðan mat og bara hlægja og reyna að hafa það gott,” segir Valgerður Vilmundardóttir og bætir við. „Við höfum von og trú og viljum trúa því að eldgosið verði einhvers staðar þar sem verða ekki skemmdir.” Áttu einhver skilaboð til fólks og þjóðarinnar? „Bara stórt knús á alla Grindvíkinga og vona ég að við komumst heim og getum átt gott bæjarlíf aftur,” segir Valgerður. „Við komum aftur heim, við erum Grindvíkingar, við erum sterkust og við komumst yfir þetta sama hvernig þetta fer,” segir Hallgrímur Hjálmarsson. En sálartetrið, hvernig er það hjá fólkinu? „Það er bara helvíti gott, já, ég myndi segja það, ég er ekkert að kvarta og kveina, nei, nei,” segir Kolbrún Einarsdóttir. Og ertu bjartsýn á að þið komist heim? „Já, ég er það. Ég held að Grindavíkin verði alltaf minn staður allavega og okkar allra.” Mjög vel fer um fólkið á Syðri Brú en aldursforsetinn, Kolbrún Einarsdóttir, sem er 80 ára segist ekkert vera að kvarta og kveina yfir ástandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fjölskyldurnar eru duglegar að fara út og hreyfa sig, sem þau segja lykilatriði. „Sveitalyktin er best, fjósalykt, „I love it”, segir Valgerður hlæjandi. Kvenfélag Grindavíkur verður 100 ára 24. nóvember næstkomandi og af því tilefni voru þessar servíettur meðal annars útbúnar. Ljóst er að ekkert verður af afmælishátíðarhöldum að sinni í ljósi ástandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Grímsnes- og Grafningshreppur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Tvær fjölskyldur eru í húsinu á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem eigendurnir Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir lánuðu af sinni einskæru góðvild. Fjölskyldurnar segja mjög mikilvægt að vera saman. Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir á Selfossi, sem eiga þetta glæsilega hús á Syðri Brú lánuðu Grindvíkingnum húsið sitt en þau hafa verið þar síðan á föstudagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að bjarga okkur hérna. Við erum búin að taka spilamót, elda góðan mat og bara hlægja og reyna að hafa það gott,” segir Valgerður Vilmundardóttir og bætir við. „Við höfum von og trú og viljum trúa því að eldgosið verði einhvers staðar þar sem verða ekki skemmdir.” Áttu einhver skilaboð til fólks og þjóðarinnar? „Bara stórt knús á alla Grindvíkinga og vona ég að við komumst heim og getum átt gott bæjarlíf aftur,” segir Valgerður. „Við komum aftur heim, við erum Grindvíkingar, við erum sterkust og við komumst yfir þetta sama hvernig þetta fer,” segir Hallgrímur Hjálmarsson. En sálartetrið, hvernig er það hjá fólkinu? „Það er bara helvíti gott, já, ég myndi segja það, ég er ekkert að kvarta og kveina, nei, nei,” segir Kolbrún Einarsdóttir. Og ertu bjartsýn á að þið komist heim? „Já, ég er það. Ég held að Grindavíkin verði alltaf minn staður allavega og okkar allra.” Mjög vel fer um fólkið á Syðri Brú en aldursforsetinn, Kolbrún Einarsdóttir, sem er 80 ára segist ekkert vera að kvarta og kveina yfir ástandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fjölskyldurnar eru duglegar að fara út og hreyfa sig, sem þau segja lykilatriði. „Sveitalyktin er best, fjósalykt, „I love it”, segir Valgerður hlæjandi. Kvenfélag Grindavíkur verður 100 ára 24. nóvember næstkomandi og af því tilefni voru þessar servíettur meðal annars útbúnar. Ljóst er að ekkert verður af afmælishátíðarhöldum að sinni í ljósi ástandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Grímsnes- og Grafningshreppur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira