Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. nóvember 2023 17:31 „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona,“ segir fréttaljósmyndarinn Ragnar Visage. Vísir/Vilhelm Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. „Mér líður ömurlega yfir þessu. Þetta var gert í algjöru óðagoti,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að hann hafi líklega verið síðasti fjölmiðlamaðurinn eftir í Grindavík skömmu fyrir rýmingu í dag, þegar hann hafi verið beðinn um að ná myndefni innan úr húsi. „Ég er beðinn um að reyna að koma mér inn í eitthvað hús, og þar var algjörlega átt við hús þar sem að eitthvað fólk væri, en ég ákveð bara að tékka á næsta húsi í öllum þessar hasar,“ segir Ragnar sem tekur fram að þarna hafi verið sérstakar aðstæður, sem afsaki þó ekki hegðun sína. „Og í allri þessari geðveiki þá einhvern veginn að tékka á þessu. Ég sé auðvitað eftir á að þetta er algjörlega galið hjá mér.“ Ragnar segist ætla að læra af þessu, að hugsa fyrst í streituvaldandi aðstæðum. „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona. Það sem ég vil gera er bara að „documentera“ og miðla efni,“ segir hann. Ragnar segist vera búinn að biðja björgunarsveitirnar og húseigendur afsökunar á þessari hegðun sinni. Jafnframt hefur Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, gefið út að atvikið sé ekki í anda fréttastofu RÚV og biður alla Grindvíkinga afsökunar. Ragnar hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook síðustu sinni. Þar sér hann sig knúinn til að afsaka hegðun sína þar sem hann er „sennilega óvinsælasti maður dagsins“. Grindavík Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
„Mér líður ömurlega yfir þessu. Þetta var gert í algjöru óðagoti,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að hann hafi líklega verið síðasti fjölmiðlamaðurinn eftir í Grindavík skömmu fyrir rýmingu í dag, þegar hann hafi verið beðinn um að ná myndefni innan úr húsi. „Ég er beðinn um að reyna að koma mér inn í eitthvað hús, og þar var algjörlega átt við hús þar sem að eitthvað fólk væri, en ég ákveð bara að tékka á næsta húsi í öllum þessar hasar,“ segir Ragnar sem tekur fram að þarna hafi verið sérstakar aðstæður, sem afsaki þó ekki hegðun sína. „Og í allri þessari geðveiki þá einhvern veginn að tékka á þessu. Ég sé auðvitað eftir á að þetta er algjörlega galið hjá mér.“ Ragnar segist ætla að læra af þessu, að hugsa fyrst í streituvaldandi aðstæðum. „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona. Það sem ég vil gera er bara að „documentera“ og miðla efni,“ segir hann. Ragnar segist vera búinn að biðja björgunarsveitirnar og húseigendur afsökunar á þessari hegðun sinni. Jafnframt hefur Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, gefið út að atvikið sé ekki í anda fréttastofu RÚV og biður alla Grindvíkinga afsökunar. Ragnar hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook síðustu sinni. Þar sér hann sig knúinn til að afsaka hegðun sína þar sem hann er „sennilega óvinsælasti maður dagsins“.
Grindavík Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira