RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2023 16:10 Heiðar Örn segir að atvikið megi rekja til óðagots og misskilnings á vettvangi. Það sé ekki í anda þess sem RÚV vilji vera þekkt fyrir. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. Halldóra Sigtryggsdóttir, íbúi í Grindavík, sagði í Facebook-færslu í dag vera virkilega reið. „Fréttamenn hafa ekki leyfi til að fara inná heimilið mitt! RÚV skammist ykkar, set inn myndband þið eigið að láta heimilin okkar vera í Grindavíkurbær. Grindvíkingar, kíkið á myndavélarnar og sjáið hvort fréttamenn eru að reyna að komast inn,“ sagði Halldóra. Það kom merktur fréttamaður heim áðan, tók myndir, reyndi að opna hurðir og leitaði svo að lykli! Lögreglan á Suðurnesjum plís gerið eitthvað í málinu Björgunarsveitin Þorbjörn þetta viljum við ekki. Óhætt er að segja að Grindvíkingar og fleiri taki undir með Halldóru. Myndbandsupptökunni að ofan hefur þegar þetta er skrifað verið deilt mörg hundruð sinnum og er atvikið til umræðu í ýmsum umræðuhópum. RÚV beðst velvirðingar í tilkynningu í dag. „Starfsmaður RÚV sást í dag á öryggismyndavél reyna að komast inn í yfirgefið hús og leita að lyklum að læstum dyrum. Fréttastofa RÚV harmar þetta atvik og biður íbúa hússins og alla Grindvíkinga innilegrar afsökunar á því,“ segir í tilkynningu Heiðars Arnar. „Fréttamenn RÚV hafa kappkostað að fjalla um atburðina í Grindavík af virðingu fyrir íbúum og eigum þeirra, og vinnubrögðin sem sjást á myndskeiðinu eru ekki í anda vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Við höfum rekið atvikið til misskilnings og óðagots á vettvangi, en munum í kjölfarið fara yfir verkferla okkar og vinnureglur og brýna fyrir öllum þeim sem fara á vettvang að virða einkalíf og eigur Grindvíkinga, og valda þeim ekki meiri óþægindum eða sorg en þeir upplifa fyrir.“ Lögreglan á Suðurnesjum segir í svari á Facebook-síðu sinni að málið sé komið á þeirra borð. Ljósmyndarinn biðst afsökunar Starfsmaður RÚV, ljósmyndarinn Ragnar Visage, tjáir sig um atvikið á Facebook-síðu sinni. „Kæru vinir þar sem ég er nú sennilega óvinsælasti maður dagsins þá vil ég innilega afsaka mína hegðun í Grindavík í dag, þetta var í algjöru óðagáti þar sem ég var einn eftir í bænum (fyrir utan viðbragðsaðila) og ég var beðinn um að reyna ná myndefni innanhús, í algjöru hugsunarleysi og í öllum hasarnum fannst mér liggjast beinast við að athuga með að komast inn í næsta hús,“ segir Ragnar. „Galið, ég veit!“ Ragnar biðst afsökunar. „Búinn að fá miklar skammir frá Björgunarsveitinni, skiljanlega, og hef beðið þau innilega afsökunar, og þetta er engan veginn í anda vinnureglna RÚV eða þess anda sem fréttatofan starfar í.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Það fóru allar sírenur í gang“ Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. 14. nóvember 2023 15:36 „Þetta skotgekk en þetta er óheppilegt“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að Grindavík hafi verið rýmd vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. 14. nóvember 2023 15:36 Merki um að gas sé að koma upp Ástæða þess að ákveðið var að grípa til rýmingar í Grindavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag er að gasmælar Veðurstofunnar sýna að gas, brennisteinsdíoxíð SO2, sé að koma upp úr jörðinni nærri Grindavík. 14. nóvember 2023 15:24 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Halldóra Sigtryggsdóttir, íbúi í Grindavík, sagði í Facebook-færslu í dag vera virkilega reið. „Fréttamenn hafa ekki leyfi til að fara inná heimilið mitt! RÚV skammist ykkar, set inn myndband þið eigið að láta heimilin okkar vera í Grindavíkurbær. Grindvíkingar, kíkið á myndavélarnar og sjáið hvort fréttamenn eru að reyna að komast inn,“ sagði Halldóra. Það kom merktur fréttamaður heim áðan, tók myndir, reyndi að opna hurðir og leitaði svo að lykli! Lögreglan á Suðurnesjum plís gerið eitthvað í málinu Björgunarsveitin Þorbjörn þetta viljum við ekki. Óhætt er að segja að Grindvíkingar og fleiri taki undir með Halldóru. Myndbandsupptökunni að ofan hefur þegar þetta er skrifað verið deilt mörg hundruð sinnum og er atvikið til umræðu í ýmsum umræðuhópum. RÚV beðst velvirðingar í tilkynningu í dag. „Starfsmaður RÚV sást í dag á öryggismyndavél reyna að komast inn í yfirgefið hús og leita að lyklum að læstum dyrum. Fréttastofa RÚV harmar þetta atvik og biður íbúa hússins og alla Grindvíkinga innilegrar afsökunar á því,“ segir í tilkynningu Heiðars Arnar. „Fréttamenn RÚV hafa kappkostað að fjalla um atburðina í Grindavík af virðingu fyrir íbúum og eigum þeirra, og vinnubrögðin sem sjást á myndskeiðinu eru ekki í anda vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Við höfum rekið atvikið til misskilnings og óðagots á vettvangi, en munum í kjölfarið fara yfir verkferla okkar og vinnureglur og brýna fyrir öllum þeim sem fara á vettvang að virða einkalíf og eigur Grindvíkinga, og valda þeim ekki meiri óþægindum eða sorg en þeir upplifa fyrir.“ Lögreglan á Suðurnesjum segir í svari á Facebook-síðu sinni að málið sé komið á þeirra borð. Ljósmyndarinn biðst afsökunar Starfsmaður RÚV, ljósmyndarinn Ragnar Visage, tjáir sig um atvikið á Facebook-síðu sinni. „Kæru vinir þar sem ég er nú sennilega óvinsælasti maður dagsins þá vil ég innilega afsaka mína hegðun í Grindavík í dag, þetta var í algjöru óðagáti þar sem ég var einn eftir í bænum (fyrir utan viðbragðsaðila) og ég var beðinn um að reyna ná myndefni innanhús, í algjöru hugsunarleysi og í öllum hasarnum fannst mér liggjast beinast við að athuga með að komast inn í næsta hús,“ segir Ragnar. „Galið, ég veit!“ Ragnar biðst afsökunar. „Búinn að fá miklar skammir frá Björgunarsveitinni, skiljanlega, og hef beðið þau innilega afsökunar, og þetta er engan veginn í anda vinnureglna RÚV eða þess anda sem fréttatofan starfar í.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Það fóru allar sírenur í gang“ Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. 14. nóvember 2023 15:36 „Þetta skotgekk en þetta er óheppilegt“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að Grindavík hafi verið rýmd vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. 14. nóvember 2023 15:36 Merki um að gas sé að koma upp Ástæða þess að ákveðið var að grípa til rýmingar í Grindavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag er að gasmælar Veðurstofunnar sýna að gas, brennisteinsdíoxíð SO2, sé að koma upp úr jörðinni nærri Grindavík. 14. nóvember 2023 15:24 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Það fóru allar sírenur í gang“ Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. 14. nóvember 2023 15:36
„Þetta skotgekk en þetta er óheppilegt“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að Grindavík hafi verið rýmd vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. 14. nóvember 2023 15:36
Merki um að gas sé að koma upp Ástæða þess að ákveðið var að grípa til rýmingar í Grindavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag er að gasmælar Veðurstofunnar sýna að gas, brennisteinsdíoxíð SO2, sé að koma upp úr jörðinni nærri Grindavík. 14. nóvember 2023 15:24