Í tilkynningu kemur fram að bæði félög sérhæfi sig í þjónustu í upplýsingatækni og búnaðarsölu en með kaupunum fjölgi OK starfsstöðvum sínum og styrkir sig enn frekar sem leiðandi þjónustu- og rekstaraðili tölvukerfa.
Fram kemur að þjónusta TRS við rafmagns- og fjarskiptakerfi sé ekki hluti af kaupunum og verði sá hluti starfræktur í nýju félagi, TRS raf ehf.
Endanleg viðskipti eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.