Viðskipti innlent

Gunnar Már ráðinn for­stjóri GA Telesis Engine Service OY

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Már Sigurfinnsson.
Gunnar Már Sigurfinnsson. Aðsend

Gunnar Már Sigurfinnsson hefur verið ráðinn forstjóri GA Telesis Engine Service OY, dótturfyrirtækis GA Telesis, alþjóðlegs þjónustufyrirtækis með varahluti og alhliða viðhaldsþjónustu við flugfélög um allan heim.

Í tilkynningu kemur fram að Gunnar Már hafi starfað hjá Icelandair í 37 ár þar sem hann var framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í tvígang og síðar framkvæmdastjóri Icelandair Cargo í 15 ár. Hann lét nýverið af störfum sem sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.

Hjá GA Telesis Engine Service OY verður hann yfir einni af grunnstarfsemi félagsins, hreyflaviðhaldsstöð þess sem er í Finnlandi.

GA Telesis er með starfsstöðvar víða um heim, en höfuðstöðvar þess eru í Bandaríkjunum. Gunnar hefur þegar hafið störf sem forstjóri GA Telesis Engine Service OY.


Tengdar fréttir

Gunnar Már hættir hjá Icelandair Car­go

Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×