Segja eign sína nú verðlausa með öllu Jakob Bjarnar og Helena Rós Sturludóttir skrifa 13. nóvember 2023 15:24 Amanda segir fréttamanni Stöðvar 2 að hann geti sveijað sér uppá það að brúðarkransinn fari með. Hér huga þau hjón að aðstæðum, á þeim tíu mínútum sem hverjum og einum var úthlutað til að sækja verðmæti. vísir/vilhelm Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. „Nú við bara að reyna að taka mestu verðmæti sem við gátum ekki tekið með okkur á föstudeginum. Það var pínu panikk þá þegar það var bara einhverju hrúgað með. En nú erum við að klára að taka fötin, fjölskyldumyndir og þessa dýru hluti sem manni þykir vænt um,“ segir Ómar. Þó ástandið einkennist af óvissu er létt yfir þeim Amöndu og Ómari. Þau fara þó ekki í grafgötur með að óvissan sem nú hangir yfir sé ömurleg tilfinning. „Ógeðsleg. Maður veit ekki neitt. Maður sér eitthvað í fréttum. Eins og með okkur, maður sá bara einhverja sprungu rétt fyrir utan húsið okkar en vissum ekki neitt. Við vorum bara hrædd að koma í dag. Vissum ekkert í hvað við vorum að fara að ganga inn í. Það var rosalega óþægilegt.“ Útlitið skárra en þau óttuðust Þau segja útlitið inni fyrir skárra en þau héldu. „En ég tek eftir því að það er komin bunga í gólfið, garðurinn er ekki lengur sléttur, gagnstéttin hér fyrir framan húsið hefur lyfst upp þannig að maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist. Og meta stöðuna,“ segir Ómar. Þó ástandið sé svart er létt yfir þeim Ómari og Amöndu.vísir/vilhelm Komi til goss, komi ekki til goss… Hvernig verður að snúa aftur? „Óþægilegt. Ef verður ekki gos veit maður ekki hvort maður vill koma aftur. Maður horfir á eign sína sem verðlausa. Það er enginn að fara að kaupa þetta af manni, vilji maður fara. Og verði gos, það er heldur ekki þægilegt. Ef það verður nálægt… já, þetta er bara, ekki góð staða.“ Hvernig verður framhaldið hjá ykkur næstu daga? „Við fengum íbúð í Hveragerði og erum þar og fáum að vera í einhvern tímna. Svo verður bara að taka þetta dag frá degi.“ Brúðkaupskransinn skal með Amanda talar ensku og hún var spurð um blómakrans sem hún hafði í höndum. „Hann er frá því við giftum okkur á síðasta ári,“ sagði Amanda og sagði fréttakonu að hún gæti sveijað sér uppá það að hún ætlaði sér að taka hann með sér. „Ég vil bara fara heim,“ sagði hún spurð hvað hún vildi gera? Þegar um hægist. „Þetta er frábært samfélag og við eigum hér ættingja og vini. Hér viljum við vera. Gott að fá að koma og sjá að þetta er ekki eins svakalegt ástand og okkur var gert að trúa. Ég vil ekki fara, en við eigum víst engan annan kost í stöðunni.“ Ómar, þú skrifaðir eftirminnilegan miða á útihurðina: eldgosafrí? „Heyrðu, ég var bara eitthvað í vinnunni og sá að við áttum að setja einhvern hundleiðinlegan miða í gluggann. Og ég hugsaði að það gæti verið gaman fyrir björgunarsveitarmennina að sjá eitthvað annað og fyndið. Ég reiknaði ekki með að það myndi fara lengi en gott að einhverjir geti hlegið að þessu,“ segir Ómar. Og telur að húmorinn bjargvætt í aðstæðum sem þessum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
„Nú við bara að reyna að taka mestu verðmæti sem við gátum ekki tekið með okkur á föstudeginum. Það var pínu panikk þá þegar það var bara einhverju hrúgað með. En nú erum við að klára að taka fötin, fjölskyldumyndir og þessa dýru hluti sem manni þykir vænt um,“ segir Ómar. Þó ástandið einkennist af óvissu er létt yfir þeim Amöndu og Ómari. Þau fara þó ekki í grafgötur með að óvissan sem nú hangir yfir sé ömurleg tilfinning. „Ógeðsleg. Maður veit ekki neitt. Maður sér eitthvað í fréttum. Eins og með okkur, maður sá bara einhverja sprungu rétt fyrir utan húsið okkar en vissum ekki neitt. Við vorum bara hrædd að koma í dag. Vissum ekkert í hvað við vorum að fara að ganga inn í. Það var rosalega óþægilegt.“ Útlitið skárra en þau óttuðust Þau segja útlitið inni fyrir skárra en þau héldu. „En ég tek eftir því að það er komin bunga í gólfið, garðurinn er ekki lengur sléttur, gagnstéttin hér fyrir framan húsið hefur lyfst upp þannig að maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist. Og meta stöðuna,“ segir Ómar. Þó ástandið sé svart er létt yfir þeim Ómari og Amöndu.vísir/vilhelm Komi til goss, komi ekki til goss… Hvernig verður að snúa aftur? „Óþægilegt. Ef verður ekki gos veit maður ekki hvort maður vill koma aftur. Maður horfir á eign sína sem verðlausa. Það er enginn að fara að kaupa þetta af manni, vilji maður fara. Og verði gos, það er heldur ekki þægilegt. Ef það verður nálægt… já, þetta er bara, ekki góð staða.“ Hvernig verður framhaldið hjá ykkur næstu daga? „Við fengum íbúð í Hveragerði og erum þar og fáum að vera í einhvern tímna. Svo verður bara að taka þetta dag frá degi.“ Brúðkaupskransinn skal með Amanda talar ensku og hún var spurð um blómakrans sem hún hafði í höndum. „Hann er frá því við giftum okkur á síðasta ári,“ sagði Amanda og sagði fréttakonu að hún gæti sveijað sér uppá það að hún ætlaði sér að taka hann með sér. „Ég vil bara fara heim,“ sagði hún spurð hvað hún vildi gera? Þegar um hægist. „Þetta er frábært samfélag og við eigum hér ættingja og vini. Hér viljum við vera. Gott að fá að koma og sjá að þetta er ekki eins svakalegt ástand og okkur var gert að trúa. Ég vil ekki fara, en við eigum víst engan annan kost í stöðunni.“ Ómar, þú skrifaðir eftirminnilegan miða á útihurðina: eldgosafrí? „Heyrðu, ég var bara eitthvað í vinnunni og sá að við áttum að setja einhvern hundleiðinlegan miða í gluggann. Og ég hugsaði að það gæti verið gaman fyrir björgunarsveitarmennina að sjá eitthvað annað og fyndið. Ég reiknaði ekki með að það myndi fara lengi en gott að einhverjir geti hlegið að þessu,“ segir Ómar. Og telur að húmorinn bjargvætt í aðstæðum sem þessum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18