Fá að sækja dýrin sem verða eftir í skammdeginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2023 13:13 Þessi köttur var í Grindavík í hádeginu þegar fyrsti hópurinn fékk að fara heim í sjö mínútur. Vísir/vilhelm Fulltrúar dýraverndarfélaga hafa gengið grænt ljós til að sækja þau dýr sem verða eftir í Grindavík í dag þegar fer að dimma. Þetta segir Anna Margrét Áslaugardóttir formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í morgun að hleypa íbúum í Grindavík heim til sín að sækja verðmæti. Íbúum og fyrirtækjum er skipt niður eftir hverfum. Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur kröfðust þess eftir hádegi í gær að dýrum yrði bjargað í Grindavík og nágrenni. „Ljóst að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Kötturinn var svo fluttur út í búri í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sjálfboðaliðar voru tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. „Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.“ Rætt var við Önnu Margréti í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þau óskuðu eftir eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Innslagið má sjá hér að neðan. Anna Margrét hjá Dýrfinnu segir fulltrúa hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafa staðfest við hana upp úr hádegi að fulltrúar dýraverndarfélaganna fengu að fara þangað seinni partinn. „Eigendur eru að fara inn og fá að sækja verðmæti, dýr eru verðmæti. Dvo þegar fer að dimma og eigendur fara af svæðinu förum við inn með lögreglu og björgunarsveitum.“ „Ég veit að einhverjir eigendur misstu frá sér kettina þegar þeir voru að reyna að bjarga þeim. Við grípum þá sem við sjáum í kvöld.“ Dýraverndarfélögin sex sem sameina krafta sína. Fjölmargir húseigendur í Grindavík höfðu komið húslyklum til Dýrfinnu í þeirri von um að þau fengu að sækja dýrin. Anna Margrét og félagar eru tilbúin ða lokunarpósti eitt með lyklana. „Mér skilst að það sé búið að bjarga öllum dúfum, sem voru vel yfir hundrað. Svo erum við með búr til að lána ef fólk gleymir búrunum sínum. Við höfum fengið símtöl frá nokkrum eigendum sem gleymdu búrum.“ Anna Margrét segir að þegar búið verður að fara með íbúa í dagsbirtu þá fái þau að fara í fylgd að hafa uppi á þeim dýrum sem eftir urðu. Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í morgun að hleypa íbúum í Grindavík heim til sín að sækja verðmæti. Íbúum og fyrirtækjum er skipt niður eftir hverfum. Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur kröfðust þess eftir hádegi í gær að dýrum yrði bjargað í Grindavík og nágrenni. „Ljóst að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Kötturinn var svo fluttur út í búri í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sjálfboðaliðar voru tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. „Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.“ Rætt var við Önnu Margréti í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þau óskuðu eftir eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Innslagið má sjá hér að neðan. Anna Margrét hjá Dýrfinnu segir fulltrúa hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafa staðfest við hana upp úr hádegi að fulltrúar dýraverndarfélaganna fengu að fara þangað seinni partinn. „Eigendur eru að fara inn og fá að sækja verðmæti, dýr eru verðmæti. Dvo þegar fer að dimma og eigendur fara af svæðinu förum við inn með lögreglu og björgunarsveitum.“ „Ég veit að einhverjir eigendur misstu frá sér kettina þegar þeir voru að reyna að bjarga þeim. Við grípum þá sem við sjáum í kvöld.“ Dýraverndarfélögin sex sem sameina krafta sína. Fjölmargir húseigendur í Grindavík höfðu komið húslyklum til Dýrfinnu í þeirri von um að þau fengu að sækja dýrin. Anna Margrét og félagar eru tilbúin ða lokunarpósti eitt með lyklana. „Mér skilst að það sé búið að bjarga öllum dúfum, sem voru vel yfir hundrað. Svo erum við með búr til að lána ef fólk gleymir búrunum sínum. Við höfum fengið símtöl frá nokkrum eigendum sem gleymdu búrum.“ Anna Margrét segir að þegar búið verður að fara með íbúa í dagsbirtu þá fái þau að fara í fylgd að hafa uppi á þeim dýrum sem eftir urðu.
Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02
Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46