Svo til óbreytt ástand en minni líkur á gosi ef eitthvað er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2023 12:23 Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna óbreytta við Þorbjörn. Ekki séu skýr merki um eldgos. Litlar breytingar eru á stöðunni í Grindavík þó að verulega hafi dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhinga. Jarðeðlisfræðingur segir svipaðar líkur á gosi og áður. Veðurstofan fundaði með almannavörnum í morgun, eftir þann fund sátu sérfræðingar á Veðurstofunni á lengri fundi þar sem rýnt var í gögn og lauk honum rétt fyrir fréttir. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Við fórum almennt yfir stöðuna, fórum yfir þau gögn sem eru að berast, skjálftagögn, GPS gögn og önnur gögn sem við eigum eftir að vinna betur úr. Stöðumatið er nánast óbreytt virkni síðan í gær. Hún hefur breyst lítið og hættumatið fyrir allt svæðið er mjög svipað og í gær.“ Verulega hefur dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhringa. „Það virðist vera að þessi gríðarlegi atburður sem varð á föstudaginn, þessi gliðnunaratburður og kvikuhlaupið hafi losað um nánast alla spennu á svæðinu og hún er alveg dottin niður, skjálftavirknin. Þannig nú getum við fylgst vel með smáskjálftavirkni í innskotinu og erum að því. Eitt af því sem við sjáum þar er að skjálftavirknin er stöðug og fer ekki grynnkandi.“ Hver er staðan á kvikunni? „Við erum ekki að sjá merki um að hún sé á hreyfingu upp á við, ekki enn. Ný mynd kom í morgun sem við erum að skoða. Það fyrsta sem við sjáum þegar við horfum á hana, fyrsta mat okkar er að við sjáum ekki skýr merki um grynnkun en það er ekki hægt að meta það út frá því að horfa, við erum að bíða eftir módelum. Ef þau sýna mikla grynnkun þá tilkynnum við um það.“ Hann segir að fara verði varlega í að meta breytingar á líkum á eldgosi. „Almenna matið er óbreytt enn og svipaðar líkur. Þær eru kannski örlítið að breytast niður á við ef eitthvað er, það er kannski á stöðum eins og úti í sjó en við bara getum ekki lagt mat á það enn hversu miklar líkur á því eru núna. Við höfum ekki séð hvort kvika sé að grynnka eða ekki.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu – Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Veðurstofan fundaði með almannavörnum í morgun, eftir þann fund sátu sérfræðingar á Veðurstofunni á lengri fundi þar sem rýnt var í gögn og lauk honum rétt fyrir fréttir. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Við fórum almennt yfir stöðuna, fórum yfir þau gögn sem eru að berast, skjálftagögn, GPS gögn og önnur gögn sem við eigum eftir að vinna betur úr. Stöðumatið er nánast óbreytt virkni síðan í gær. Hún hefur breyst lítið og hættumatið fyrir allt svæðið er mjög svipað og í gær.“ Verulega hefur dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhringa. „Það virðist vera að þessi gríðarlegi atburður sem varð á föstudaginn, þessi gliðnunaratburður og kvikuhlaupið hafi losað um nánast alla spennu á svæðinu og hún er alveg dottin niður, skjálftavirknin. Þannig nú getum við fylgst vel með smáskjálftavirkni í innskotinu og erum að því. Eitt af því sem við sjáum þar er að skjálftavirknin er stöðug og fer ekki grynnkandi.“ Hver er staðan á kvikunni? „Við erum ekki að sjá merki um að hún sé á hreyfingu upp á við, ekki enn. Ný mynd kom í morgun sem við erum að skoða. Það fyrsta sem við sjáum þegar við horfum á hana, fyrsta mat okkar er að við sjáum ekki skýr merki um grynnkun en það er ekki hægt að meta það út frá því að horfa, við erum að bíða eftir módelum. Ef þau sýna mikla grynnkun þá tilkynnum við um það.“ Hann segir að fara verði varlega í að meta breytingar á líkum á eldgosi. „Almenna matið er óbreytt enn og svipaðar líkur. Þær eru kannski örlítið að breytast niður á við ef eitthvað er, það er kannski á stöðum eins og úti í sjó en við bara getum ekki lagt mat á það enn hversu miklar líkur á því eru núna. Við höfum ekki séð hvort kvika sé að grynnka eða ekki.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu – Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49