Stígur til hliðar sem formaður Landsbjargar Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2023 23:56 Otti Rafn Sigmarsson er nýr formaður Landsbjargar. Landsbjörg Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem formaður félagsins og úr stjórn þess. Upp úr ellefu í kvöld tilkynnti Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í orðsendingu til félaga sinna í Landsbjörgu að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. janúar 2024. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, muni taka við skyldum formanns félagsins á meðan. Fundað verði á nýju ári um framhaldið. Otti er Grindvíkingur og hefur verið virkur félagi í björgunarsveitinni Þorbirni. Hann tók meðal annars þátt í aðgerðum björgunarsveitarinnar við rýmingu Grindavíkur á föstudag. Með tímabundinni afsögn sinni vilji Otti einbeita sér að fjölskyldu sinni en atburðir síðustu daga hafa vafalaust tekið á fyrir hann líkt og aðra Grindvíkinga. Otti við aðgerðastjórn á föstudag.Vísir/Vilhelm Orðsending Otta í heild: Kæru félagar, Atburðir síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum og sér ekki enn fyrir endan á atburðarrásinni sem nú er í gangi. Grindvíkingar eiga um sárt að binda og ég er einn af þeim. Ég leiddi hersveit frábæra félaga s.l. föstudag í rýmingu bæjarins við svakalegustu aðstæður sem ég hef kynnst. Að yfirgefa svo bæinn eftir rýmingu var gríðarlega erfitt og mikið áfall fyrir mig. Ég hef bæði í gær og í dag verið í Grindavík að aðstoða við ýmislegt og í því uni ég mér best. Slysavarnafélagið Landsbjörg er risastórt félag sem á hverjum tímapunkti þarf öfluga forystu til þess að keyra verkefnin áfram. Þræðir félagsins liggja víða og verkefnin eru fjölmörg. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. Janúar á næsta ári en þá mun stjórn félagsins funda. Á þeim fundi mun ég ásamt stjórn félagsins taka ákvörðun um framhaldið. Á meðan mun Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, taka við skyldum formanns félagsins. Það er ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, mér sjálfum eða fjölskyldu minni að starfa áfram við þessar aðstæður. Þó svo að þessari atburðarrás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum. Stjórn félagsins er full mönnuð frábæru fólki og er ég ekki í nokkrum vafa um að þau leysi verkefnin í minni fjarveru. Það er nóg framundan í félaginu eins og alltaf, stutt í fulltrúaráðsfund og svo auðvitað flugeldasölu og því mikilvægt að forysta félagsins haldi fókus. Að lokum langar mig að þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar og allan stuðninginn frá því björgunarsveitarfólki sem ég hef hitt hér síðustu daga. Það er ómetanlegt fyrir mig og alla hina í Grindavík að finna þennan stuðning. Með von um bjarta framtíð Björgunarsveitir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Upp úr ellefu í kvöld tilkynnti Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í orðsendingu til félaga sinna í Landsbjörgu að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. janúar 2024. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, muni taka við skyldum formanns félagsins á meðan. Fundað verði á nýju ári um framhaldið. Otti er Grindvíkingur og hefur verið virkur félagi í björgunarsveitinni Þorbirni. Hann tók meðal annars þátt í aðgerðum björgunarsveitarinnar við rýmingu Grindavíkur á föstudag. Með tímabundinni afsögn sinni vilji Otti einbeita sér að fjölskyldu sinni en atburðir síðustu daga hafa vafalaust tekið á fyrir hann líkt og aðra Grindvíkinga. Otti við aðgerðastjórn á föstudag.Vísir/Vilhelm Orðsending Otta í heild: Kæru félagar, Atburðir síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum og sér ekki enn fyrir endan á atburðarrásinni sem nú er í gangi. Grindvíkingar eiga um sárt að binda og ég er einn af þeim. Ég leiddi hersveit frábæra félaga s.l. föstudag í rýmingu bæjarins við svakalegustu aðstæður sem ég hef kynnst. Að yfirgefa svo bæinn eftir rýmingu var gríðarlega erfitt og mikið áfall fyrir mig. Ég hef bæði í gær og í dag verið í Grindavík að aðstoða við ýmislegt og í því uni ég mér best. Slysavarnafélagið Landsbjörg er risastórt félag sem á hverjum tímapunkti þarf öfluga forystu til þess að keyra verkefnin áfram. Þræðir félagsins liggja víða og verkefnin eru fjölmörg. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. Janúar á næsta ári en þá mun stjórn félagsins funda. Á þeim fundi mun ég ásamt stjórn félagsins taka ákvörðun um framhaldið. Á meðan mun Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, taka við skyldum formanns félagsins. Það er ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, mér sjálfum eða fjölskyldu minni að starfa áfram við þessar aðstæður. Þó svo að þessari atburðarrás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum. Stjórn félagsins er full mönnuð frábæru fólki og er ég ekki í nokkrum vafa um að þau leysi verkefnin í minni fjarveru. Það er nóg framundan í félaginu eins og alltaf, stutt í fulltrúaráðsfund og svo auðvitað flugeldasölu og því mikilvægt að forysta félagsins haldi fókus. Að lokum langar mig að þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar og allan stuðninginn frá því björgunarsveitarfólki sem ég hef hitt hér síðustu daga. Það er ómetanlegt fyrir mig og alla hina í Grindavík að finna þennan stuðning. Með von um bjarta framtíð
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira