„Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2023 12:58 Ari Trausti fór yfir jarðhræringar og söguna í Sprengisandi. Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ræddi jarðhræringarnar við Grindavík í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði kvikuganginn langan og stóran og það sem hafi komið jarðvísindamönnum mest á óvart núna hafi verið hversu hratt hann fór suðvestur um helgina. Hann segir norðaustur enda gangsins ekki fjarri Fagradalsfjalli og hinn endann við hafið. Hann sagði fjórar eða fimm sviðsmyndir í boði. Kvikugangurinn geti lengst, kvikan komið upp eða, þótt litlar líkur séu á, að kvikan komi ekki upp. Það verði að reikna með því að þekjan rofni einhvers staðar og kvikan komi upp þar. Annar möguleiki sé að þekjan rofni úti við haf og það sé ýmislegt í boði þar. Ari Trausti sagði spennuna nærri óbærilega, það væri svo margt í boði. Líklega stutt í eldgos Hann sagði best að reikna með því að það gjósi annað hvort á næstu klukkutímum eða næstu tveimur eða þremur dögum. Það verði lítill fyrirvari að því. „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður,“ sagði Ari Trausti. Hann sagði þetta þó ekkert óvænt, þessi vitneskja um lotubundna virkni Reykjanesskagans hafi legið fyrir. Með þá vitneskju verði að líta til sögunnar. Síðasta lota sé þokkalega ljós því þá hafi verið hér fólk. „Það hefur alltaf vofað yfir okkur að nýtt óróatímabil á Reykjanesi á þéttbýlasta hluta landsins gengi í garð,“ sagði Ari Trausti og að fleiri eldstöðvar væru að safna í sig. Eins og Katla, Hekla og Bárðarbunga. Hann sagði þennan stóra gang sem myndaðist um helgina þó hafa komið á óvart. Ari fór einnig yfir varnargarða en að það sé erfitt að útbúa þá þegar ekki er vitað hvar þeir koma upp. Þegar þeir eru rétt byggðir þá virki þeir vel en annars séu þeir tilraun sem séu þó vel þess virði. Ari Trausti var gestur Kristjáns á meðan aðrir hoppuðu inn eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Víðir Reynisson í almannavörnum og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. Hægt er að hlusta á umræðurnar í heild sinni hér að ofan Sprengisandur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ræddi jarðhræringarnar við Grindavík í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði kvikuganginn langan og stóran og það sem hafi komið jarðvísindamönnum mest á óvart núna hafi verið hversu hratt hann fór suðvestur um helgina. Hann segir norðaustur enda gangsins ekki fjarri Fagradalsfjalli og hinn endann við hafið. Hann sagði fjórar eða fimm sviðsmyndir í boði. Kvikugangurinn geti lengst, kvikan komið upp eða, þótt litlar líkur séu á, að kvikan komi ekki upp. Það verði að reikna með því að þekjan rofni einhvers staðar og kvikan komi upp þar. Annar möguleiki sé að þekjan rofni úti við haf og það sé ýmislegt í boði þar. Ari Trausti sagði spennuna nærri óbærilega, það væri svo margt í boði. Líklega stutt í eldgos Hann sagði best að reikna með því að það gjósi annað hvort á næstu klukkutímum eða næstu tveimur eða þremur dögum. Það verði lítill fyrirvari að því. „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður,“ sagði Ari Trausti. Hann sagði þetta þó ekkert óvænt, þessi vitneskja um lotubundna virkni Reykjanesskagans hafi legið fyrir. Með þá vitneskju verði að líta til sögunnar. Síðasta lota sé þokkalega ljós því þá hafi verið hér fólk. „Það hefur alltaf vofað yfir okkur að nýtt óróatímabil á Reykjanesi á þéttbýlasta hluta landsins gengi í garð,“ sagði Ari Trausti og að fleiri eldstöðvar væru að safna í sig. Eins og Katla, Hekla og Bárðarbunga. Hann sagði þennan stóra gang sem myndaðist um helgina þó hafa komið á óvart. Ari fór einnig yfir varnargarða en að það sé erfitt að útbúa þá þegar ekki er vitað hvar þeir koma upp. Þegar þeir eru rétt byggðir þá virki þeir vel en annars séu þeir tilraun sem séu þó vel þess virði. Ari Trausti var gestur Kristjáns á meðan aðrir hoppuðu inn eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Víðir Reynisson í almannavörnum og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. Hægt er að hlusta á umræðurnar í heild sinni hér að ofan
Sprengisandur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira