Flúði með börnin í bæinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. nóvember 2023 22:20 Halldóra Birtu var ekki lengur sama þegar hlutir byrjuðu að hrynja úr hillum svo hún yfirgaf Grindavík eins og margir aðrir hafa gert í kvöld. Halldóra Birta og fjölskylda hennar búa í Grindavík og fundu rækilega fyrir skjálftunum í dag. Þegar hlutir voru farnir að hrynja úr hillum ákvað Halldóra að fara til Reykjavíkur með börn sín tvö. Hún segir bílaröð hafa myndast á Nesvegi eftir að Grindavíkurvegur lokaði. „Þetta byrjaði upp úr þrjú. Þá fór þetta að aukast og stigmagnaðist með hverri mínútunni. Ég var löngu hætt að telja skjálftanna þetta var orðið svo mikið. Það var orðið þannig að það voru stöðugir skjálftar,“ segir Halldóra um skjálftavirknina í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndband af íbúð hennar nötra í dag. „Maður fann kannski stóra skjálfta á mínútu eða tveggja mínútu fresti. Svo voru það þessir litlu, skjálftar upp í þrjá að stærð, sem finnast ekki í Reykjavík og nágrenni en finnast mjög vel í Grindavík. Það var eins og að vera á sjó, mér leið eins og ég væri drukkin eða komin með sjóriðu.“ „Svo var bara að reyna að halda kúlinu fyrir börnin. Þegar það var orðið það mikið að það var farið að hrynja úr hillum þá ákváðum við að pakka í töskur,“ segir Halldóra. Bílaröð út úr bænum Á þeim tímapunkti leið Halldóru eins og fjölskyldan væri ekki örugg lengur. Sérstaklega ekki vegna litlu barnanna hennar tveggja. „Maðurinn minn varð reyndar eftir. Hann fór að hjálpa pabba sínum af því það voru farnir að losna skápar af veggjunum og það þurfti að laga það. Hann ætlar að taka stöðuna á eftir. En með tvö lítil börn var þetta ekki hægt lengur,“ segir Halldóra. „Þá var Grindavíkurvegurinn lokaður þannig við þurftum að fara Nesveginn,“ segir Halldóra en sú leið er þó nokkuð lengri en leiðin um Grindavíkurveginn en honum var lokað eftir að sprunga myndaðist á veginum. Var mikið af fólki á Nesveginum? „Já, það var alveg bílaröð og líka rosalega mikil hálka þannig þetta gekk hægt. Miðað við að það eru ekki margir sem keyra þennan veg venjulega var alveg röð af bílum út úr bænum. Ég sá að einhverjir fóru Suðurstrandarleiðina en ég treysti mér ekki í hana út af Krýsuvíkurleiðinni upp á grjóthrun,“ segir hún. Þið eruð þá komin í bæinn? „Ég er mjög heppin að eiga foreldra í bænum þannig ég flúði til þeirra,“ sagði Halldóra. Hún sagðist ekki þekkja marga sem hefðu ákveðið að yfirgefa bæinn en miðað við umferðina var hún nokkuð viss um að það væru ansi margir farnir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Þetta byrjaði upp úr þrjú. Þá fór þetta að aukast og stigmagnaðist með hverri mínútunni. Ég var löngu hætt að telja skjálftanna þetta var orðið svo mikið. Það var orðið þannig að það voru stöðugir skjálftar,“ segir Halldóra um skjálftavirknina í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndband af íbúð hennar nötra í dag. „Maður fann kannski stóra skjálfta á mínútu eða tveggja mínútu fresti. Svo voru það þessir litlu, skjálftar upp í þrjá að stærð, sem finnast ekki í Reykjavík og nágrenni en finnast mjög vel í Grindavík. Það var eins og að vera á sjó, mér leið eins og ég væri drukkin eða komin með sjóriðu.“ „Svo var bara að reyna að halda kúlinu fyrir börnin. Þegar það var orðið það mikið að það var farið að hrynja úr hillum þá ákváðum við að pakka í töskur,“ segir Halldóra. Bílaröð út úr bænum Á þeim tímapunkti leið Halldóru eins og fjölskyldan væri ekki örugg lengur. Sérstaklega ekki vegna litlu barnanna hennar tveggja. „Maðurinn minn varð reyndar eftir. Hann fór að hjálpa pabba sínum af því það voru farnir að losna skápar af veggjunum og það þurfti að laga það. Hann ætlar að taka stöðuna á eftir. En með tvö lítil börn var þetta ekki hægt lengur,“ segir Halldóra. „Þá var Grindavíkurvegurinn lokaður þannig við þurftum að fara Nesveginn,“ segir Halldóra en sú leið er þó nokkuð lengri en leiðin um Grindavíkurveginn en honum var lokað eftir að sprunga myndaðist á veginum. Var mikið af fólki á Nesveginum? „Já, það var alveg bílaröð og líka rosalega mikil hálka þannig þetta gekk hægt. Miðað við að það eru ekki margir sem keyra þennan veg venjulega var alveg röð af bílum út úr bænum. Ég sá að einhverjir fóru Suðurstrandarleiðina en ég treysti mér ekki í hana út af Krýsuvíkurleiðinni upp á grjóthrun,“ segir hún. Þið eruð þá komin í bæinn? „Ég er mjög heppin að eiga foreldra í bænum þannig ég flúði til þeirra,“ sagði Halldóra. Hún sagðist ekki þekkja marga sem hefðu ákveðið að yfirgefa bæinn en miðað við umferðina var hún nokkuð viss um að það væru ansi margir farnir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira