Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2023 14:06 Helgi Áss er þeirrar skoðunar að borgarráð sé á vafasömu róli með að vilja fjarlægja styttuna á altari ósannaðra ásakana. vísir/vilhelm Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. Helgi Áss ritar grein á Vísi þar sem hann fer yfir málið en eins og lesendur Vísis þekkja mæta vel hefur bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um sr. Friðrik Friðriksson, hinn fyrrum dáða og elskaða æskulýðsfrömuð, orðið til að svipta manninn helgi sinni. Guðmundur upplýsti að á ritunartíma bókarinnar hafi maður nokkur á sjötugsaldri sett sig í samband við sig og sagt honum að Séra Friðrik hafi leitað á sig með ósæmilegum hætti. Þetta fékk svo á Guðmund að hann var að hugsa um að leggja verkið frá sér, en sagði svo að sannleikurinn yrði að fá fram að ganga. Séra Friðrik kom að stofnum KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi og var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Eins og Helgi Áss bendir á í grein sinni var þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Borgarráð á villigötum Í greininni bendir Helgi á að ásakanirnar á hendur séra Friðriki séu nafnlausar og órannsakaðar. Engar sannanir eru fyrirliggjandi. Viðbrögð borgarráðs í gær voru hins vegar þau að samþykkja eftirfarandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvaða stytta fellur næst? Helgi er þeirrar skoðunar að með því að samþykkja þessa tillögu fallist borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Og Helgi veltir því fyrir sér hvaða stytta verði næst fyrir barðinu á því sem hann kallar „woke-æði“. „Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London,“ skrifar Helgi Áss og telur þessa þróun varhugaverða. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Helgi Áss ritar grein á Vísi þar sem hann fer yfir málið en eins og lesendur Vísis þekkja mæta vel hefur bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um sr. Friðrik Friðriksson, hinn fyrrum dáða og elskaða æskulýðsfrömuð, orðið til að svipta manninn helgi sinni. Guðmundur upplýsti að á ritunartíma bókarinnar hafi maður nokkur á sjötugsaldri sett sig í samband við sig og sagt honum að Séra Friðrik hafi leitað á sig með ósæmilegum hætti. Þetta fékk svo á Guðmund að hann var að hugsa um að leggja verkið frá sér, en sagði svo að sannleikurinn yrði að fá fram að ganga. Séra Friðrik kom að stofnum KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi og var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Eins og Helgi Áss bendir á í grein sinni var þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Borgarráð á villigötum Í greininni bendir Helgi á að ásakanirnar á hendur séra Friðriki séu nafnlausar og órannsakaðar. Engar sannanir eru fyrirliggjandi. Viðbrögð borgarráðs í gær voru hins vegar þau að samþykkja eftirfarandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvaða stytta fellur næst? Helgi er þeirrar skoðunar að með því að samþykkja þessa tillögu fallist borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Og Helgi veltir því fyrir sér hvaða stytta verði næst fyrir barðinu á því sem hann kallar „woke-æði“. „Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London,“ skrifar Helgi Áss og telur þessa þróun varhugaverða.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01