„Hún er það góð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2023 16:30 Caitlin Clark er frábær leikmaður og algjör lykilleikmaður hjá Iowa Hawkeyes. Getty/G Fiume Caitlin Clark er fyrir löngu orðin stórstjarna í bandarísku íþróttalífi eftir frammistöðu sína í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu ár. NBA stórstjörnur eru meðal þeirra sem hafa dásamað leik hennar og áhuginn á skólaliði hennar er rosalegur sem sést á því að miðar á leiki liðsins fjúka út. Clark hafði leikandi getað komist að í WNBA deildinni en ákvað að klára fjórða árið sitt í Iowa skólanum. Hún er sannkölluð súperstjarna og WNBA liðin vonast til að fá fyrsta valrétt til að geta valið hana. Clark er nú mætt aftur til leiks á lokaári sínu með Iowaa og hún var heldur betur í stuði í leik á móti Virginia Tech. Hún skoraði 44 stig í leiknum auk þess að gefa 6 stoðsendingar og taka 8 fráköst. Hún átti beinan þátt í 19 af 28 körfum Iowa liðsins. 40-point games vs. AP Top 10 opponents, since 2021-22:Caitlin Clark, @IowaWBB: 4All other men & women combined: 0 pic.twitter.com/sxeMEAdFhR— OptaSTATS (@OptaSTATS) November 10, 2023 Iowa þurfti líka á öllum hennar stigum að halda því liðið rétt marði sigur 80-76. Kenny Brooks, þjálfari Virginia Tech, hristi bara hausinn þegar hann var spurður út í hvað hann reyndi til að hægja á Clark. „Ég elska stelpurnar í mínu liði en stundum ertu að spila damm þegar mótherjinn er að spila skák. Hún er það góð,“ sagði Kenny Brooks. Clark hefði getað verið með miklu fleiri stoðsendingar því liðsfélagar hennar fóru oft illa með sniðskot sem hún bjó til fyrir þá. „Hún er einn allra besti leikmaður sinnar kynslóðar og við munum fá að fylgjast lengi með henni spila á mjög háu getustigi,“ sagði Brooks. Eftir að leiknum lauk þá þyrptust að henni ungir krakkar í Iowa treyju númer 22 sem vildu fá eiginhandaráritun frá henni. Hún eyddi nokkrum mínútum í að gefa þær áður en hún var kölluð inn í klefa. Caitlin Clark tonight! 44 Points 13/31 Shooting 13/17 Free Throws 8 Rebounds 6 Assists 5 Threes 1 Turnover Video: @IQfor3 pic.twitter.com/Satjtk9CdK— Ballislife.com (@Ballislife) November 10, 2023 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
NBA stórstjörnur eru meðal þeirra sem hafa dásamað leik hennar og áhuginn á skólaliði hennar er rosalegur sem sést á því að miðar á leiki liðsins fjúka út. Clark hafði leikandi getað komist að í WNBA deildinni en ákvað að klára fjórða árið sitt í Iowa skólanum. Hún er sannkölluð súperstjarna og WNBA liðin vonast til að fá fyrsta valrétt til að geta valið hana. Clark er nú mætt aftur til leiks á lokaári sínu með Iowaa og hún var heldur betur í stuði í leik á móti Virginia Tech. Hún skoraði 44 stig í leiknum auk þess að gefa 6 stoðsendingar og taka 8 fráköst. Hún átti beinan þátt í 19 af 28 körfum Iowa liðsins. 40-point games vs. AP Top 10 opponents, since 2021-22:Caitlin Clark, @IowaWBB: 4All other men & women combined: 0 pic.twitter.com/sxeMEAdFhR— OptaSTATS (@OptaSTATS) November 10, 2023 Iowa þurfti líka á öllum hennar stigum að halda því liðið rétt marði sigur 80-76. Kenny Brooks, þjálfari Virginia Tech, hristi bara hausinn þegar hann var spurður út í hvað hann reyndi til að hægja á Clark. „Ég elska stelpurnar í mínu liði en stundum ertu að spila damm þegar mótherjinn er að spila skák. Hún er það góð,“ sagði Kenny Brooks. Clark hefði getað verið með miklu fleiri stoðsendingar því liðsfélagar hennar fóru oft illa með sniðskot sem hún bjó til fyrir þá. „Hún er einn allra besti leikmaður sinnar kynslóðar og við munum fá að fylgjast lengi með henni spila á mjög háu getustigi,“ sagði Brooks. Eftir að leiknum lauk þá þyrptust að henni ungir krakkar í Iowa treyju númer 22 sem vildu fá eiginhandaráritun frá henni. Hún eyddi nokkrum mínútum í að gefa þær áður en hún var kölluð inn í klefa. Caitlin Clark tonight! 44 Points 13/31 Shooting 13/17 Free Throws 8 Rebounds 6 Assists 5 Threes 1 Turnover Video: @IQfor3 pic.twitter.com/Satjtk9CdK— Ballislife.com (@Ballislife) November 10, 2023
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira