
Íbúðin er 101 fermetrar að stærð á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Eignin er sérlega smart í skandínavískum stíl búin vönduðu efnisvali og björtum rýmum.
Í eldhúsi eru fallegar framhliðar frá HAF-studio úr eik ásamt fallegri Carrara marmaraplötu á borðum.
Eldhús, borðstofa og stofa er í opnu og samliggjandi rými. Milli stofu og borðstofu er tvöföld frönsk glerhurð sem skilur rýmin að. Á gólfi er hvítolíuborið furuparket og setur skandínavískan blæ á heildarmyndina.



Stílhreint og hlýlegt
Tvö herbergi eru í íbúðinni og eitt baðherbergi. Baðherbergið er stílhreint með gegnheilum Terrazo flísum á veggjum og gólfi. Innrétting er frá IKEA með HAF framhliðum í eik.
Karitas var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Heimsókn um árið. Þar fékk hann að sjá frá breytingum sem hjónin gerðu á eigninni.

Nánari upplýsingar má finna um eignina á Vísi.is