Nýtum betur og njótum verðmætanna Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 11. nóvember 2023 12:01 Ef metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftslagsmálum eiga að nást er mikilvægt að auka hringrás auðlinda hér á landi. Sjálfbær nýting auðlinda verður sífellt mikilvægari. Hringrásarhagkerfið byggir á að lágmarka auðlindanotkun eins og kostur er og viðhalda verðmætum þeirra auðlinda sem eru teknar í notkun eins lengi og mögulegt er. Hringrásarhlutfall Íslands var metið í fyrsta sinn í nýlegri greiningu sem Guðmundur Steingrímsson vann í samvinnu við sjálfbærniteymi KPMG á Íslandi. Hringrásarhlutfall er mælikvarði á hversu mikið af því efni sem notað er hérlendis er endurnýtt innan hagkerfisins með einum eða öðrum hætti. Niðurstöður greiningarinnar sýna að þetta hlutfall er aðeins 8,5% hérlendis. Þetta þýðir að 91,5% af efninu er ekki nýtt aftur innan hagkerfisins. Við Íslendingar lifum í miklu neyslusamfélagi en hér jafngildir efnisfótspor á hvern íbúa þreföldu heimsmeðaltali. Helmingur þessarar neyslu er jarðefnaeldsneyti í ýmsu formi. Við notum bensín og olíu m.a. til að knýja samgöngur á landi, lofti og láði. Jarðefnaeldnseyti er einnig notað til að framleiða ýmsar vörur sem við neytum hér. Þótt jarðefnaeldsneytið sé svo hátt hlutfall verður líka að hafa í huga að við búum betur en margar þjóðir, með vinnslu okkar á raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Fast á hæla jarðefnaeldsneytis koma svo efnasambönd utan málma, aðallega innlent grjót, sandur og möl en einnig innflutt sement og önnur byggingarefni. Einblínt á níu prósent Um helmingur þeirra efna sem notuð eru hérlendis enda í mannvirkjum um ókomin ár, um 31% efnanna fer úr hagkerfinu í formi útblásturs og 11% í formi skólps. Athygli vekur að um 9% endar sem sorp og þar af einungis um 1% sem heimilissorp. Þó hefur mestu púðri í átt að aukinni hringrás hér á landi verið eytt í aðgerðir sem tengjast endurvinnslu sorps. Sú staðreynd kristallast í stefnu stjórnvalda og nýjum hringrásarlögum sem tóku gildi nú í upphafi árs. Endurvinnsla sorps er að sjálfsögðu mikilvæg aðgerð en til að stuðla að uppbyggingu hringrásarhagkerfis hér á landi er nauðsynlegt að horfa víðar. Niðurstöður greiningar Guðmundar sýna nefnilega að til að stuðla að frekari hringrás auðlinda hér á landi er ekki síður mikilvægt að huga að orkukerfinu og mannvirkjageiranum. Þar spilar Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, lykilhlutverk bæði sem stærsti raforkuframleiðandinn og sem það fyrirtæki sem ræðst í stærstu framkvæmdir á landinu. Landsvirkjun vinnur raforku einungis úr endurnýjanlegum auðlindum auk þess sem okkar vara er eðli málsins samkvæmt umbúðalaus og veldur ekki losun við notkun. Þá dregur aukin raforkuvinnsla úr þörf á notkun jarðefnaeldsneytis sem er óendurnýjanleg auðlind. Starfsemi Landsvirkjunar fellur því einstaklega vel að hringrásarhagkerfinu. Græn orka ýti grárri burt Með því að auka vinnslu á raforku úr endurnýjanlegum auðlindum verðum við ekki eins háð jarðefnaeldsneyti og nú er. Við þurfum að virkja til þessara orkuskipta. Við hjá Landsvirkjun erum með verkefni á teikniborðinu sem vonandi skila nýrri orku á næstu árum. Við styðjum líka við orkuskipti innanlands með öðrum hætti, m.a. með þróun rafeldsneytisframleiðslu og í gegnum staðbundnu samstarfsverkefnin Bláma á Vestfjörðum, Eim á Norðurlandi, Orkídeu á Suðurlandi og Eygló á Austurlandi sem öll vinna að orkutengdri nýsköpun og aukinni hringrás auðlinda. Mikið af byggingarefnum þarf í byggingu nýrra aflstöðva og mikilvægt að huga vel að hönnun og efnisvali. Vistferilsgreiningar á núverandi aflstöðvum okkar sýna að stærsti hluti efnisspors þeirra er stál, steypa og jarðefni, auk þess jarðefnaeldsneytis sem notað var á framkvæmdatíma. Við leggjum því sérstaka áherslu á að lágmarka áhrif þessara þátta við hönnun og byggingu nýrra virkjana. Við notum innra kolefnisverð við ákvarðanatöku í hönnun og útboðum nýrra virkjana og leggjum áherslu á vistvæna kosti við efnisval. Viðhald er verðmæti Það er ekki síður mikilvægt að hámarka líftíma þeirra aflstöðva sem nú þegar hafa verið teknar í notkun til að halda virði þeirra auðlinda sem í þær fóru sem lengst í hagkerfinu. Þess vegna leggjum við okkur fram við að sinna viðhaldi þeirra eins vel og kostur er. Gott dæmi um það er elsta aflsstöðin, Ljósafossstöð, sem er enn í fullu fjöri 86 ára gömul. Orkufyrirtæki þjóðarinnar mun halda áfram að leggja sitt af mörkum til að styðja við hringrásarhagkerfið á Íslandi, m.a. með því að auka öflun endurnýjanlegrar orku, styðja við orkuskipti og orkutengda nýsköpun og stuðla að vistvænni mannvirkjagerð. Ívar Kristinn er sérfræðingur á deild loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ef metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftslagsmálum eiga að nást er mikilvægt að auka hringrás auðlinda hér á landi. Sjálfbær nýting auðlinda verður sífellt mikilvægari. Hringrásarhagkerfið byggir á að lágmarka auðlindanotkun eins og kostur er og viðhalda verðmætum þeirra auðlinda sem eru teknar í notkun eins lengi og mögulegt er. Hringrásarhlutfall Íslands var metið í fyrsta sinn í nýlegri greiningu sem Guðmundur Steingrímsson vann í samvinnu við sjálfbærniteymi KPMG á Íslandi. Hringrásarhlutfall er mælikvarði á hversu mikið af því efni sem notað er hérlendis er endurnýtt innan hagkerfisins með einum eða öðrum hætti. Niðurstöður greiningarinnar sýna að þetta hlutfall er aðeins 8,5% hérlendis. Þetta þýðir að 91,5% af efninu er ekki nýtt aftur innan hagkerfisins. Við Íslendingar lifum í miklu neyslusamfélagi en hér jafngildir efnisfótspor á hvern íbúa þreföldu heimsmeðaltali. Helmingur þessarar neyslu er jarðefnaeldsneyti í ýmsu formi. Við notum bensín og olíu m.a. til að knýja samgöngur á landi, lofti og láði. Jarðefnaeldnseyti er einnig notað til að framleiða ýmsar vörur sem við neytum hér. Þótt jarðefnaeldsneytið sé svo hátt hlutfall verður líka að hafa í huga að við búum betur en margar þjóðir, með vinnslu okkar á raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Fast á hæla jarðefnaeldsneytis koma svo efnasambönd utan málma, aðallega innlent grjót, sandur og möl en einnig innflutt sement og önnur byggingarefni. Einblínt á níu prósent Um helmingur þeirra efna sem notuð eru hérlendis enda í mannvirkjum um ókomin ár, um 31% efnanna fer úr hagkerfinu í formi útblásturs og 11% í formi skólps. Athygli vekur að um 9% endar sem sorp og þar af einungis um 1% sem heimilissorp. Þó hefur mestu púðri í átt að aukinni hringrás hér á landi verið eytt í aðgerðir sem tengjast endurvinnslu sorps. Sú staðreynd kristallast í stefnu stjórnvalda og nýjum hringrásarlögum sem tóku gildi nú í upphafi árs. Endurvinnsla sorps er að sjálfsögðu mikilvæg aðgerð en til að stuðla að uppbyggingu hringrásarhagkerfis hér á landi er nauðsynlegt að horfa víðar. Niðurstöður greiningar Guðmundar sýna nefnilega að til að stuðla að frekari hringrás auðlinda hér á landi er ekki síður mikilvægt að huga að orkukerfinu og mannvirkjageiranum. Þar spilar Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, lykilhlutverk bæði sem stærsti raforkuframleiðandinn og sem það fyrirtæki sem ræðst í stærstu framkvæmdir á landinu. Landsvirkjun vinnur raforku einungis úr endurnýjanlegum auðlindum auk þess sem okkar vara er eðli málsins samkvæmt umbúðalaus og veldur ekki losun við notkun. Þá dregur aukin raforkuvinnsla úr þörf á notkun jarðefnaeldsneytis sem er óendurnýjanleg auðlind. Starfsemi Landsvirkjunar fellur því einstaklega vel að hringrásarhagkerfinu. Græn orka ýti grárri burt Með því að auka vinnslu á raforku úr endurnýjanlegum auðlindum verðum við ekki eins háð jarðefnaeldsneyti og nú er. Við þurfum að virkja til þessara orkuskipta. Við hjá Landsvirkjun erum með verkefni á teikniborðinu sem vonandi skila nýrri orku á næstu árum. Við styðjum líka við orkuskipti innanlands með öðrum hætti, m.a. með þróun rafeldsneytisframleiðslu og í gegnum staðbundnu samstarfsverkefnin Bláma á Vestfjörðum, Eim á Norðurlandi, Orkídeu á Suðurlandi og Eygló á Austurlandi sem öll vinna að orkutengdri nýsköpun og aukinni hringrás auðlinda. Mikið af byggingarefnum þarf í byggingu nýrra aflstöðva og mikilvægt að huga vel að hönnun og efnisvali. Vistferilsgreiningar á núverandi aflstöðvum okkar sýna að stærsti hluti efnisspors þeirra er stál, steypa og jarðefni, auk þess jarðefnaeldsneytis sem notað var á framkvæmdatíma. Við leggjum því sérstaka áherslu á að lágmarka áhrif þessara þátta við hönnun og byggingu nýrra virkjana. Við notum innra kolefnisverð við ákvarðanatöku í hönnun og útboðum nýrra virkjana og leggjum áherslu á vistvæna kosti við efnisval. Viðhald er verðmæti Það er ekki síður mikilvægt að hámarka líftíma þeirra aflstöðva sem nú þegar hafa verið teknar í notkun til að halda virði þeirra auðlinda sem í þær fóru sem lengst í hagkerfinu. Þess vegna leggjum við okkur fram við að sinna viðhaldi þeirra eins vel og kostur er. Gott dæmi um það er elsta aflsstöðin, Ljósafossstöð, sem er enn í fullu fjöri 86 ára gömul. Orkufyrirtæki þjóðarinnar mun halda áfram að leggja sitt af mörkum til að styðja við hringrásarhagkerfið á Íslandi, m.a. með því að auka öflun endurnýjanlegrar orku, styðja við orkuskipti og orkutengda nýsköpun og stuðla að vistvænni mannvirkjagerð. Ívar Kristinn er sérfræðingur á deild loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun