Tefjast orkuskiptin vegna 208 króna á mánuði? Haraldur Þór Jónsson skrifar 10. nóvember 2023 07:00 Það hefur mikið verið rætt og skrifað um boðuð orkuskipti. Ekki hefur skort á samtalið, samráðið, orkufundi, ráðstefnur, málstofur og vinnuhópana í umræðu um boðuð orkuskipti. Allir eru sammála um kosti þess að skipta út jarðefnaeldsneyti og verða efnahagslega sjálfstæð þjóð þegar kemur að orkunotkun. Fyrr á þessu ári kom babb í bátinn. Sveitarfélögin sem hafa megnið af orkuvinnslunni í sínu nærumhverfi sýndu fram á það að það að takmarkaður ávinningur er fyrir nærsamfélagið í núverandi lagaumgjörð orkuvinnslu. Orkumannvirki skila takmörkuðum störfum í sitt nærumhverfi og 95% af orkumannvirkjum eru undanþegin fasteignasköttum. Sveitarfélögin með orkumannvirkin í sínu nærumhverfi fá því ekki tekjur í gegnum lögbundna tekjustofna sína. Þess vegna hættu fjölmörg sveitarfélög að skipuleggja orkumannvirki í byrjun þessa árs og við horfðum fram á virkjanastopp á sama tíma og við ætluðum að fara í orkuskipti. En hvað hefur gerst síðan? Jú, sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna og lagt fram fullmótaðar tillögur um hvernig hægt er að skapa sanngjarna umgjörð svo nærumhverfi orkuvinnslu fái sanngjarnar tekjur af grænni orkuframleiðslu. Breið samstaða er á bak við tillögurnar hjá sveitarfélögunum. Engir aðrir hagaðilar orkuframleiðslu né ríkisvaldið hafa komið fram með tillögur um breytingar á núverandi lagaumgjörð sem tryggir forsendur þess að ríkið og sveitarfélögin geti farið að vinna saman að boðuðum orkuskiptum. Kröfur sveitarfélaganna eru ekki miklar, einungis að orkufyrirtækin á Íslandi greiði sambærilega skatta til sveitarfélaganna eins og í Noregi. Í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst vann fyrir Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið kemur fram að ef undanþága orkufyrirtækjanna frá lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga yrði afnumin og greiddur yrði skattur til sveitarfélaganna í samræmi við tillögur sveitarfélaganna þyrfti verð á rafmagni að hækka um 0,5 kr./kWst ef því yrði veitt að fullu út í verðlagið, sem engin þörf er á að gera þar sem arðsemi orkufyrirtækjanna hleypur á tugum milljarða. Meðal raforkunotkun heimilis er 5.000 kWst á ári. Að velta öllum kostnaðinum út í verðlagið þýðir árs hækkun uppá 2.500kr. eða 208kr. á mánuði fyrir meðal heimili á Íslandi. Boltinn liggur því hjá ríkisvaldinu að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofni sveitarfélaganna og skapa sanngjarna lagaumgjörð fyrir ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin eru sannarlega tilbúin í orkuskipti sem auka lífsgæði allra íbúa landsins, bæði íbúa í nærumhverfi orkuvinnslu sem og þeirra sem nota orkuna. Höfundur er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Það hefur mikið verið rætt og skrifað um boðuð orkuskipti. Ekki hefur skort á samtalið, samráðið, orkufundi, ráðstefnur, málstofur og vinnuhópana í umræðu um boðuð orkuskipti. Allir eru sammála um kosti þess að skipta út jarðefnaeldsneyti og verða efnahagslega sjálfstæð þjóð þegar kemur að orkunotkun. Fyrr á þessu ári kom babb í bátinn. Sveitarfélögin sem hafa megnið af orkuvinnslunni í sínu nærumhverfi sýndu fram á það að það að takmarkaður ávinningur er fyrir nærsamfélagið í núverandi lagaumgjörð orkuvinnslu. Orkumannvirki skila takmörkuðum störfum í sitt nærumhverfi og 95% af orkumannvirkjum eru undanþegin fasteignasköttum. Sveitarfélögin með orkumannvirkin í sínu nærumhverfi fá því ekki tekjur í gegnum lögbundna tekjustofna sína. Þess vegna hættu fjölmörg sveitarfélög að skipuleggja orkumannvirki í byrjun þessa árs og við horfðum fram á virkjanastopp á sama tíma og við ætluðum að fara í orkuskipti. En hvað hefur gerst síðan? Jú, sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna og lagt fram fullmótaðar tillögur um hvernig hægt er að skapa sanngjarna umgjörð svo nærumhverfi orkuvinnslu fái sanngjarnar tekjur af grænni orkuframleiðslu. Breið samstaða er á bak við tillögurnar hjá sveitarfélögunum. Engir aðrir hagaðilar orkuframleiðslu né ríkisvaldið hafa komið fram með tillögur um breytingar á núverandi lagaumgjörð sem tryggir forsendur þess að ríkið og sveitarfélögin geti farið að vinna saman að boðuðum orkuskiptum. Kröfur sveitarfélaganna eru ekki miklar, einungis að orkufyrirtækin á Íslandi greiði sambærilega skatta til sveitarfélaganna eins og í Noregi. Í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst vann fyrir Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið kemur fram að ef undanþága orkufyrirtækjanna frá lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga yrði afnumin og greiddur yrði skattur til sveitarfélaganna í samræmi við tillögur sveitarfélaganna þyrfti verð á rafmagni að hækka um 0,5 kr./kWst ef því yrði veitt að fullu út í verðlagið, sem engin þörf er á að gera þar sem arðsemi orkufyrirtækjanna hleypur á tugum milljarða. Meðal raforkunotkun heimilis er 5.000 kWst á ári. Að velta öllum kostnaðinum út í verðlagið þýðir árs hækkun uppá 2.500kr. eða 208kr. á mánuði fyrir meðal heimili á Íslandi. Boltinn liggur því hjá ríkisvaldinu að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofni sveitarfélaganna og skapa sanngjarna lagaumgjörð fyrir ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin eru sannarlega tilbúin í orkuskipti sem auka lífsgæði allra íbúa landsins, bæði íbúa í nærumhverfi orkuvinnslu sem og þeirra sem nota orkuna. Höfundur er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar